Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 12
ÍBIAÐW frýálst, úháð dayblað Útgofandi: DagblaðM hf. Framkvæmdastjórí: Sveirin R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir. Halkir Símonarson. Menning: AÖalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Haatdrít: Ásgrímur PAIsson. Hönnun: Hílmar Karisson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atfi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefóhsdóttir, Elin Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Goirsson, SigurÖur Sverrisson. Ljósmyndir. Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóösson. Safn: Jón Snvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. Rltstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022110 línur). Setning og umbrot Dagblaöið hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siöumúla Í2. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. t Áskríftarverö ó mónuöi kr. 4500. Verö i lausasölu kr. 230 eintakiö. Grundvöllurínn er kæríeikur Atburðir páskanna hafa um þessar mundir verið til umfjöllunar í sjón- varpsþætti með athyglisverðum hætti. Þar hefur verið tekin til meðferðar spurningin hver beri ábyrgð á dauða Krists. Rifjað er upp, að gyðingahatur meðal kristinna þjóða hefur gjarnan sótt afl i þá kenningu, að gyðingar beri ábyrgðina. Okkur er öllum hollt að skyggnast í hjarta okkar eftir rótum þeirra fordóma, sem við geymum með okkur. Á hátíðum kristninnar fer vel á því, að við hugsum til þess, að kærleikurinn er grundvöllur krist- innar trúar. í hinni helgu bók segir: ,,Sá, sem elskar ekki, þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.” Hversu kristin erum við? Greinilega ætti náunga- kærleikur okkar að útiloka, að okkur skipti máli, hvert svar gæti orðið við spurningunni: Hver drap Krist? Þó vitum við, að páskasagan ýfir upp kenndir, svo sem haturshug í garð þeirra, sem sagðir eru hafa svikið Krist og dæmt til dauða, Júdasar, æðstu prestanna, Pílatusar. En er það ekki svo samkvæmt kristnum kenningum, ef allt er tekið bókstaflega, að Kristur gekk vitandi vits til móts við þau örlög, sem honum voru búin, fórnina? Væri þá ekki réttast að líta á þá, sem þátt áttu í kross- festingunni sem handbendi forlaganna við þann verkn- að? íslenzkur kennimaður skrifaði um kærleikann, sem væri gjöf Guðs til okkar, á þessa leið: ,,Án þessa kær- leika sem raunhæfs veruleika i lífí okkar förum við villir vegar, þótt svo við værum öllum öðrum fremri á ýmsum öðrum sviðum. Þetta er það, sem mestu máli skiptir í lífi okkar sem kristinna manna.” „Kærleikurinn er upphafið á lífi okkar sem kristinna manna, kærleikurinn er vegurinn, sem okkur er ætlað að ganga, og kærleikurinn er markmiðið, sem stefnt er að. Kærleikurinn er Guð í okkur. Án kærleikans erum við guðvana. Kærleikurinn er sterkasta afl þessa jarð- lífs. Það fær ekkert komizt í hálfkvisti við kærleika, og ekkert annað fær komið því til vegar, sem hann áorkar.” Umræður eins og þær, sem birtast öllum lands- mönnum í sjónvarpsþáttunum og hafa vakið mikla at- hygli, eru til góðs. Þær ýta við ákveðnum þáttum í trúarhugmyndum okkar og ættu að aðstoða okkur við að hreinsa úr hjörtum okkar mörg þau óhreinindi, sem þar hafa setzt að. Svar kristins manns við þeim spurn- ingum um atburði páskanna, sem þar eru bornar fram, getur aðeins verið kærleikur og fyrirgefning. Páskahátíðin er hér á landi fyrir flesta annað lengsta ,,frí” ársins, á eftir sumarfríi. Fólk notar þann tíma gjarnan til hvíldar eftir erfíðan vetur, hressingar, ferðalaga og samvista með fjölskyldu. Um svipað leyti standa tímar ferminga og fermingar- boða, sem eiga að styrkja fjölskyldubönd og tengsl við kristna trú. Allt þetta veitir kirkjunni tækifæri til að ná til lands- manna. Það ber henni að gera með því að undirstrika kærleiksboðskap trúarinnar en forðast þær gryfjur, sem jafnan verða á vegi hennar, að hún einangrist í tor- skiljanlegum kennisetningum og glati sambandi við al- menning. Með kærleiksboðskapinn að leiðarljósi mun krist- inni trú farnast vel, einnig nú á tímum hraða og tækni- byltingar, atóms og örtölva. Grundvöllur kristinnar trúar er og verður, að kær- leikurinn er gjöf Guðs til okkar. r DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980. Er Kadafí með í spilinu í Chad? —fimmtán ára borgarastyrjöld blossar aftur upp í þessari gömlu Af ríkunýlendu Frakka Borgarastríð geisar í Afríkuríkinu Chad, einu fátækasta ríki heims. Þar vantar næstum allt til alls nema vopn og hermenn. Margar tilgátur eru uppi um aðalástæður þess að ófriðareldur logar svo glatt í Chad. Frönsk blöð álíta að skýringanna sé ef til vill að leita hjá Kadafi leiðtoga Líbýu- manna, sem eigi hlut að máli. Chad var frönsk nýlenda í hjarta Afríku en hlaut sjálfstæði 1960. Blóðugir bardagar í marzmánuði á milli sveita undir forystu Goukouni Ouddei forseta og Hissene Habre varnarmálaráðherra eru taldir ráða úrslitum í borgarastríðinu sem geisað hefur með hléum í meira en I5 ár. Um þessar mundir eru ekki færri en 30.000 manns undir vopnum í Chad. 11 mismunandi stjórnmálahreyfingar i landinu mynduðu samsteypustjórn í nóvember sl. og var vonazt til að þar með yrði fjandskapur fortíðarinnar úr sögunni. Múhameðstrúarmenn berjast við kristna Samkvæmt frönskum heimildum hefur Goukouni-stjórnin litla mögu- leika til að ryðja brautina fyrir frið og sættir og almennar kosningar í Chad. Stærsta vandamálið er rótgró- ið hatur milli kristinna manna í suðurhluta landsins, mikils meiri- hluta ibúanna, annars vegar og hirð- ingja á eyðimerkursvæðunum i norðri, sem eru múhameðstrúar, hins vegar. Glundroði og vopnuð innbyrðis átök hafa gert ómögulegl að stjórna landinu af einhverju viti. Frakkar bera ábyrgö í forystugrein franska blaðsins Le Figaro nýlega var skrifað að gamla franska nýlenduveldið bæri mikla ábyrgð á því hvernig komið væri í Chad. Blaðið dró i efa að svo blönd- uð þjóð í svo sundruðu landi gæti lifað í friði innan einna landamæra. Á síðasta ári voru átök í höfuð- borginni Ndjamena, sern urðu tjl þess að binda enda á valdaskeið Felix Malloums þáverandi forseta. Hann var fulltrúi kristinna manna í suður- hlutanum. Hermenn forsetans flýðu í ofboði undan liðsmönnum Hissene Habres, sem börðust fyrir málstað múhameðstrúarmanna í norðurhlut- anum. Nú er höfuðborgin fagra i hitabeltinu enn á ný vígvöllur og er við það að vera rústir einar. Evrópsk- ir íbúar landsins, franskir, þýzkir og brezkir, hafa flúið í hópum úr landi eða í skjól innanlands. Sjúkrahús franska hersins er yfirfullt af særðu fólki frá báðum aðilum og opinberar heimildir herma að mörg hundruð manns týni lífi í stríðinu. Frakkar haldi sig utan við ófriðinn Valery Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti hefur gefið frönskum hersveitum í Chad fyrirmæli um að taka ekki þátt í ófriðnum undir nein- um kringumstæðum. Forsetinn lagði áherzlu á að tilvera franskra væri ein- ungis tilkomin í þvi augnamiði að gæta öryggis íbúa af evrópskum upp- runa og koma þeim undan sem telja að öryggi sinu sé stefnt i voða með dvöl í Chad. „Frönsku sveitirnar eru áfram til umráða fyrir yfirvöld í Chad ef þau óska liðsinnis við að koma á vopna- hléi,” sagði forsetinn í yfirlýsingu. Það hefur samt sem áður sýnt sig að vera erfitt að koma á vopnahléi í borgarastríðinu bar sem þeir eigast við félagarnir fyrrverandi, Goukouni forseti og Hissene Habre. Forsetinn nýtur stuðnings fólks í norðurhlutan- um en Habre sækir sinn styrk til aust- læga hlutans umhverfis Abeche við þjóðveginn til Khartoum í Súdan. Stutt vopnahlé Franski ambassadorinn kom á vopnahléi fyrir nokkrum dögum. En það entist aðeins í fáeina klukkutíma. Þá var allt komið í bál og brand á ný. Friðarumræður sem síðar fóru fram í dómkirkjunni í Ndjamena hindruðu heldur ekki að stríð brauzt út aftur. Í þeim umræðum tóku þátt fulltrúar hinna stríðandi afla og leið-, togi múhameðstrúarmanna, Ibrahim Moussaásamt ambassadorum Frakk- lands, Egyptalands og Saudi-Arabíu. Reynt er með öllu móti að ná sam- komulagi um að hindra að hersveitir frá suðurhlutanum blandi sér enn frekar i baráttuna um höfuðborgina. Franskir herforingjar sem fylgjast með bardögum segja að sóknin að sunnan hafi um hríð verið stöðvuð af sveitum Hissene Habre við fljótið Chari skammt frá höfuðborginni Ndjamena. Kadafi viðriðinn málið? Heimildir í París herma að stjórn- völd Chad hafi á bak við tjöldin beðið um að franskir fallhlífarher- menn og fótgönguliðar verði um kyrrt i landinu til aðgæta samgöngu- leiða svo að ekki þurfi að koma til skorts á nauðsynjavarningi í stríðs- hrjáðri höfuðborg landsins. Eftir friðarsamning sem gerður var i Lagos í Nígeríu i fyrra var ákvæði um að Guinea, Benin og Kongo skyldu senda friðarsveitir inn í Chad. Aðeins Kongo hefur sent 550 hermenn inn í landið og þeir hafa lítið haft sig i frammi i stríðinu undanfarið. Mörg frönsk stórblöð hafa gefið í skyn að leiðtoginn í Libýu, Muammar Kadafi sé viðriðinn nýj- ustu ófriðaröldurnar í Chad. Síðan I973 hefur Líbýa ráðið Aouzou- svæðinu i suður frá Líbýu og stutt Frelsishreyfingu Chad með ráðum og dáð, m.a. gegn stjórn Felix Malloums. „Gera verður ráð fyrir að Kadafi líti raunverulega á Chad sem hluta af innlandi Líbýu og að hann hafi því áhuga á öllu sem þar gerist,” sagði franskur sérfræðingur sem ekki vildi taka dýpra i árinni varðandi afskipti leiðtogans af innri málum í Chad. (Byggt á grein eftir Lionel Walsh, fréttaskýranda Reuter). 3 ' J Siflan árifl 1973 hefur Libýuher haldifl norðurhluta Chad. Kadafi forseti Libýu hefur veitt þeim skæru- liðum, sem berjast gegn stjórn landsins, öflugan stuðning. : -j-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.