Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. 1X2 1X2 1X2 31. leikvika — leikir 29. marz 1980 Vinningsröð: 102-2XX-111-121 1. vinningur: 10 réttir — kr. 2.105.500-.- 9040 (Reykjavík) 2. vinningur: 9 réttir — kr. 10.000.- 11 2820 5133 7204 9764 11452 40429 345 2945 5407 7233 + 10086 ,* 843 3047 5464 + 7342 10329 + 11750 871 3051 5789 8100 + 10506 + 11779 41312 891 3057 6138(2/9) 10599 + 11949 + 41414 1237 + 3284 + 6274 8503 10654 + 30255(2/9) 41601(3/9) 1333 3682 6276 8578 + 10657 30269(2/9) 41633(2/9) 1800 4107 6321 9022 10684 30493(2/9) 41638(3/9) 2097 4193 6378 9115 10799 31383(2/9) 41708 2396 4573 + 6653 9265 + 10911 32564 41910 2569 + 4628 6676 9449 10927 32710 + 57722 2694 4701 6741 9669 11395 32889(2/9) Kærufrestur er til 21. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinnings- upphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til grcina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofn- inn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK ÚTB0Ð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í lagningu 3.áfanga dreifikerfis á Akra- nesi. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- og Teiknistofunni sf., Heiðarbraut 40, Akranesi, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Bárugötu 12 Borgarnesi, og á Verkfræðistofu Fjarhitun hf, Álftamýri 9 Reykjavík gegn 50.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á Verkfræði- og Teiknistofunni sf., Heiðarbraut 40, Akranesi, þriðjudaginn 22. apríl kl. 15. 23-30 il.P^adag^fransVíar 3sur-savalfiama\dags 38890 Aðeins 100 emir nú á íslandi: Amarvarp misfórst að mestu sl. vor —Ágangur veiðibjöllu og minks talinn hættulegur f uglalíf i og nauðsyn á úrbótum Um 100 ernir voru á Islandi um sl. áramót að dómi Fuglaverndarfélags íslands. Um er að ræða 74 fullorðna fugla, 20 unga fugla og sex unga. Vitað var um 13 arnarhjón sem gerðu tilraun til varps vorið 1979 en mis- fórst af ýmsum orsökum. Þetta kom fram á aðalfundi Fuglaverndarfélags íslands sem haldinn var 30. marz. Þar var Magnús Magnússon prófessor kjörinn formaður en ritari er Reynir Ármannsson póstfulltrúi. Á fundinum var rætt um leiðir til fækkunar veiðibjöllu og talið að eina árangursrika leiðin væri að hætt yrði að henda slori og úrgangi í sjó. Ætti að setja úrgang, sem hent er í sjó frá skipum, i poka eða umbúðir sem sökkva, en fljóta ekki sem æti. Út- rýming á veiðibjöllum með skot- vopnum er talin gagnslaus og frekar til þess fallin að auka stofnstærð. Rætt var um aukinn ágang minks, sem mjög hefur aukizt og er nú talinn vera i öllum landshlutum. Af þeim vágesti getur stafað sú hætta að fuglalíf Ieggist í auðn, þar sem það áður var blómlegt. Telja fugla- verndunarmenn ástandið alvarlegt og gera þurfi tafarlausar ráðstafanir til útrýmingar minka. Rædd var hætta af útlendum eggja- og fuglaræningjum sem ræna hér eggjum, aðallega fálka, og unga út í hitakössum. Félagið hefur gefið út endur- prentun af ritgerð dr. Finns Guðmundssonar um haförninn sem prentuð er í bók Birgis Kjaran. For- síðu á endurprentun hannaði Guðrún, dóttir dr. Finns, sem er auglýsingateiknari í London. Félags- menn fá ritið ókeypis en það er ekki til sölu á frjálsum markaði. -A.St. Konan tók 762 þús. kr. traustataki Rannsóknarlögreglunoi barst um helgina kæra um að 762 þúsundum króna hefði verið stolið úr íbúð í Reykjavik. Sá sem peninganna saknaði grunaði ákveðna konu um að vera völd að hvarfi peninganna, eins og fram kom í DB á mánudaginn. Rannsóknarlögreglumenn fundu konuna snarlega og sat hún inni aðfaranótt mánudagsins. Á mánudag var hún tekin til yfirheyrslu og viðurkenndi þá að hafa tekið umrædda peningaupphæð frá kæranda. Engu hafði verið eytt af fénu og er það allt komið til eiganda, en þjófnaðarkæran heldur áfram sína leið gegnum kerfið. -A.St. Ekki eins og hundar í bandi DB barst eftirfarandi athugasemd frá Pétri Sigurðssyni forseta Alþýðusambands Vestfjarðar: „Vegna fyrirspurna fulltrúa Útvegs- mannafélags Vestfjarða á samninga- fundi hinn 1. aprí. 1980 vil ég taka eftirfarandi fram: Ég viðhafði ekki þau ummæli sem eftir mér eru höfð í DB hinn 19. marz síðastliðinn og voru uppsett þannig: „Það er sorglegt að sjá vestfirzka útvegsmenn eins og hunda í bandi á eftir Kristjáni Ragnarssyni hér á fundum með sáttasemjara.” Slíkt hefði verið óverðskuldað miðað við reynslu mina af viðskiptum við þá, fyrir verkalýðshreyfinguna á Vestfjörðum í hátt á annan áratug.” Þannig lýkur athugasemd Péturs Sigurðssonar. -ÓG. páskaliljunum! Lítið við í nœstu blómabúð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.