Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. ----MlurA--- íGNBOGII a i9 ooo JILL BENNETT Hver var hinn hræðilegi leyndardómur hússins sem Júlía flutti í? — Hver vildi komast í samband við hana?? — Spennandi — vel leikin — ný ensk-kanadisk Panavision-lit- mynd. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. TULL CIRCLE” KEIR DULLEA • TOM CONTI MIA FARROW Iðnaðarhúsnæði Til leigu er iðnaðarhúsnæði að Funahöfða 14, 2. hæð, ca 120 fm. Upplýsingar í síma 37419 eftir kl. 5 á daginn. Iðnaðarhúsnæði ca 100 fm óskast til leigu, helzt með verzlunarað- stöðu undir léttan iðnað. Upplýsingar í síma 23202 næstu daga. Stormurínn (Who has seen the wind) Áhrifamikil og hugljúf mynd eftir hinni frægu sögu W.O. Mitchell um vináttu tveggja drengja. Mynd fyrir alla fjöl- skylduna. Sýnd miðvikudag kl. 5,7 og 9, skirdag og annan í páskum kl. 3,5,7 og 9. Skuggi Chikara Nýr, bandarískur vestri, hörkuspennandi frá upphafi til enda. Myndin er í litum og Cinemascope. Aðalhlutverk: Joe Don Baker, Sandra Locke, Ted Neeley. íslenzkur texti. — Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 11 í kvöld, skírdag og annan í páskum. NewYork: A rúlluskautum ímorgunsóiinni — hvers konar samgöngutækni notuð í verkfalli starf smanna lesta og strætisvagna íbúar New York urðu óneitanlega varir við verkfall starfsmanna í strætisvögnum og neöanjarðarlestum borgarinnar þegar þeir ætluðu til vinnu sinnar að morgni 1. april. Nán- ast öll almenningssamgöngutæki voru stopp og ekki annað til ráöa en að grípa lil þess sem hendi var næst. Það var því hálfgerður fjöllei kahúss- bragur á New York þegar tugir þús- unda þeystu um götur á reiðhjólum, hlupu, gengu, reyndu að „húkka” einkabíl eða jafnvel renndu sér á rúlluskautum á Manhattan i glamp- andi ntorgunsólinni. Starfsmenn strælisvagna og neðan- jarðarjárnbrauta lögðu niður vinnu i gærmorgun eftir að samningavið- ræður um kaup og kjör fóru út um þúfur. Nýr samningafundur hafði ekki.verið boðaður siðast þegar vitað var. Yfirvöld borgarinnar og rikisins hafa reynt að fá aðstoð dóntstóla til að neyða starfsmenn til vinnu á ný og visa til laga i New York sent banna starfsmönnum almenningsfarartækja að fara i verkfall. F.n hingað til hala önnur verkalýðssambönd haft lög þessi að engu og búizt er við að engu niuni breyta þó að reynt yrði að beita valdi á grundvelli laganna, jafnvel að fangelsa leiðtoga verkfallsntanna. Sumir brosa þó breitt í verkfallinu. Hóteleigendur í miðborginni segja að hótelin séu nýtt til fulls, þar sem at- vinnurekendur hafa tekið það til bragðs að fá hótelherbergi fyrir starfsmenn sem verða að komast lljótt og vel til vinnu. Aftur saman eftir langan aðskilnað. Annabel Schild, 16 ára, kom heim tiT London nú um mánaðamótin, sjö mánuðum eftir að hún var numin á brott á Sardiniu, og haldið, jafnframt þvi sem ræningjamir kröfðust lausnargjalds fyrir hana. Forcldrum hennar var einnig rænt. Faðirinn slapp úr haldi í september, en móðirin í janúar sl. Fyrir þau var greitt í lausnargjald hálf milljón dollara. Ekki mun hafa verið greitt sérstakt lausnargjald fyrir Annabel Schild. Réttarhöld í kjölfar slyssins á Norðursjó: Stjömulög- fræðingar i spilinu? —Norska alþýðusambandið varar við gylliboðum bandarískra lögf ræðinga Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttaritara Dagblaðsins í Osló: Búast ntá við miklunt skaðabóta- kröfunt í kjölfar slyssins á Alexander Kielland-ibúðarpallinum i Norðursjó. Raddir heyrast unt að reynt verði að ná samkomulagi allra aðila unt sams konar bótakröfur og forðast þannig óþarfa málavafslur og lagallækjur. í stórum dráttum hafa tjónabætur hjá starfsfólki Philips Petroleum Company, sent hafði pallinn á leigu, verið þannig að bætur vegna dauða af völdum vinnuslyss eru þrenn árslaun viðkomandi. Tjónabætur að öðru leyti eru i samræmi við reglur almanna- trygginga. Kontið hefur frant i blöðunt i Noregi að fyrirtæki sem hlut eiga að ntáli ólt- ast ntjög að bandariskir „stjörnulög- fræðingar” bjóði fjölskyldum látnu verkamannanna aðstoð i ntálaferlunum sent framundan eru. Lögfræðingar þessir starfa þannig að ef þeir tapa ntáli eða ná ekki frant lágntarkskröfum sin- unt þarf skjólstæðingurinn ekki að greiða þeint neitt. Nái þeir hins vegar umtalsverðum árangri hirða þeir 30— 40% af innkomnu fé. Norska alþýðusambandið hefur varað fólk við að láta ginnast af gylli- boðum „stjörnulögfræðinganna" og segir að lögfræðingarnir sem sam- bandið hafi á sinum snærum standi þeim hvergi að baki. Ennþá kommar íSovét Það kveður við nýjan tón i kínversku timariti sem gefið var út fyrir skömmu í héraðinu Heilonpjang i Norður-Kina við landamæri Sovélríkjanna. Sagt var frá ráðstefnu um bókmenntir sem haldin var i september. „Meirihluti félaganna á ráðstefn- unni var á þeirri skoðun, að Sovétríkin væru enn sósíalískt riki i meginatriðum,” sagði tima- ritið. Ennfremur að sömu félagar hafi talað um miklar framfarir í efnahagsmálum i Sovét, visindum og tækni, og að lifskjör þar hafi batnað. „Mikill meirihluti félaganna áleit að Sovétrikin fylgdu árásar- gjarnri útþenslustefnu i utanrikismálum, en að stefnan i innanrikismálum væri i grund- vallaratriðum sósialísk og litið breytt frá tið Stalins. Félagarnir sem tóku þessa af- stöðu lögðu áhc 'lu á að greina bæri rækilega á milli stefnu Sovétríkjanna í innanríkis- og utanríkismálum,” sagði enn- fremur i timaritinu i Heilongjang. Annar hópur á þinginu hélt þvi fram að ótækt væri að kalla ríki með árásargjarna utanríkis- stefnu sósíaliskt. Þetta mun i fyrsta sinn siðan í menningarbyltingunni opinberlega er skrifað í Kina að þar linnist stuðningur við stefnu herranna í Kreml.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.