Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980.
<S
Útvarp
39 '
Sjónvarp
§>
Malcolm Stoddard I hlutverki Charles Darwins I myndaflokknum Ferðir Darwins.
FERÐIR DARWINS - sjónvarp kl. 21,10:
AHUGALEYSIS GÆTTl
HJÁ HONUM í NÁMI
— en brátt varð hann frægur vísindamaður
—nýr brezkur myndaf lokkur hef ur göngu sína
„Fyrsti þátturinn segir frá árum
Charles Darwins i skóla, en honum
reyndist erfitt að halda áfram námi
vegna áhugaleysis. Hann vildi frekar
fara á dýraveiðar. Faðir Darwins var
þekktur læknir og hann hafði miklar
áhyggjur af syni sinum. Það varð þvi
úr að hann kom honum í nám í
læknaskóla sem Darwin líkaði alls
ekki,” sagði Óskar Ingimarsson þýð-
andi nýs framhaldsmyndaflokks sem
hefur göngu sína í sjónvarpi í kvöld.
„Charles Darwin hættir fljótlega í
læknanáminu. Þá er hann sendur í
guðfræðinám til Cambridge. Þar
kynnist hann manni, Henslow að
nafni, sem er fyrst og fremst grasa-
fræðingur frekar en guðfræðingur.
Þessi Henslow er nokkurs konar ör-
lagavaldur Darwins og kemur mikið
við sögu,” sagði Óskar ennfremur
um efni fyrsta þáttarins.
„Henslow sér strax að aðaláhuga-
mál Darwins er náttúrufræði og hann
kemur honum um borð í rannsóknar-
skip sem er að fara i leiðangur. Dar-
win kemst með í ferðina sem náttúru-
fræðingur þóað hann séekki lærður.
Karlinn faðir hans telur þetta hið
mesta flan og auk þess kostnaðar-
samt. Þá leitar Darwin til frænda síns
sem býr skammt frá. Hann er mikill
áhrifamaður og Darwin fær hann í
lið með sér til að komast í ferðina.
Fljótlega kynnist Darwin skipstjór-
anum um borð, en hann tekur við af
öðrum skipstjóra af sérstökum
ástæðum. Myndin endar síðan þar
sem rannsóknarskipið Beagle leggur
upp í ferðina. Þessi myndaflokkur er
ekki um þróunarkenningu Darwins,
þótt hann sé frægastur fyrir hana,
heldur ferðir hans. Þetta eru
skemmtilega samdir þættir og fróð-
legir,” sagði Óskar Ingimarsson.
Myndaflokkurinn er brezkur í sjö
þáttum. Hann er að mestu byggður á
ævisögu Charles Darwins sem uppi
varáárunum 1809—1882. Með hlut-
verk Darwins fer Malcolm Stoddard
og Andrew Burt fer einnig með eitt
aðalhlutverkið.
-F.I.A.
VAKA—sjónvarp kl. 20,30:
HEMMI0G LEIKUSTAR-
SKÓU ÍSLANDS í VÖKU
„Það verða tvö alriði í Vöku í
kvöld. Jón Viðar Jónsson mun fjalla
um leikritið Hemmi eftir Véstein
Lúðviksson sem frumsýnt var hjá
Leikfélagi Reykjavíkur á laugardags-
kvöldið. Sýnt verður atriði úr
leikritinu og síðan mun Jón spjalla
við Véstein og Maríu Kristjánsdóttur
leikstjóra. Þetta er nokkurs konar
kynning á þessari leiksýningu,” sagði
Kristin Pálsdóttir, stjórnandi Vöku i
kvöld, í samtali við DB.
,,F.nnfremur mun Sigrún
Valbergsdóttir fjalla um Leiklistar-
skóla íslands, hvað fer fram þar og
hvernig það er að læra að verða
leikari,” sagði Kristín. Kristín Páls-
dóttir hefur ekki áður stjórnað
upptöku á Vöku. Hins vegar sá hún
um upptökur á Stundinni okkar i
fjögur ár, fyrir 2—3 árum. „Ég
fór til London og lærði kvikmyndun
þar,” sagði Kristín. „Núna er ég
aðeins lausamanneskja hérna þar sem
svo mikið er að gera hjá föstu
mönnunum. Þeir eru allir i að vinna
við myndina um Snorra Sturluson og
hitt og annað,” sagði Kristin. Vaka
er á dagskrásjónvarpsins kl. 20.30og
er þátturinn fjörutíu minútna langur.
HVENÆR Á AD FERMAST?
Viðsjá var meðal dagskrárefnis út-
varpsins i gærkvöldi. Sá þátlur finnst
mér yfirleitt vel gerður.
í gærkvöldi var rætt við biskupinn,
hr. Sigurbjörn Einarsson, og svaraði
hann bæði spurningum hlustenda og
umsjónarmanns þáttarins, sem að
þessu sinni var Stefán Jón Hafstein.
Margar spurningar komu fram.
M.a. ein um skirn og fermingu
barna. Hafði þá sá sem spurði það
aðallega í huga hvort börnin ættu að
ráða því sjálf hvort ætti að skira eða
ferma þau. Taldi hann að börn 13—
14 ára hefðu ekki þroska til þess að
segja til um þessi atriði.
Mér fannst biskup svara þessu vel
er hann sagði að foreldrar væru
meira og minna að taka ákvarðanir
fyrir börn sin. Deila mætti um það
hvenær þau ættu að fermast, en hvcr
kemur til með að segja að einmitt á
einhverju settu augnabliki sé barnið
cða unglingurinn fær um að gera
þetta upp við sig.
Þátturinn um örtölvubyltinguna
var skelfilcgur. Hann leiðir htigann
að því hvort tölvan eigi að fara að
vcrða einhvers konar vitsmunavera,
sem taki manninum fram.
Óvænt endalok eru vel gerðir
þættir og umræðuþátturinn Hvernig
er staðið að islenzkri landkynningu
var hinn fróðlegasti.
- BS
MEGRUN—útvarp kl. 20,45:
Nú á þjóðin að
grenna sig
Utvarpinu finnst tfmi til knminn að þjóðin reyni að grenna sig ofurlitið. Verða þvi
fjórir þættir I april ummegr in.enda veitir okkur kannski ekki af að hugsa svo lítið um
viktina um leið og við boróum páskasteikina. að ekki sé talað um súkkulaðieggin.
„Útvarpið hefur ákveðið að gera
fjóra þætti um megrun og heilsurækt
og er þetta hinn fyrsti þeirra,” sagði
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í
samtali við DB. Ásta sér um fyrsta
þáttinn um megrun í kvöld kl. 20.45.
,,Ég mun taka fyrir likamsrækt eða
megrunarleikfimi. Auk þess mun ég
fjalla um megrunarfæði sem selt er i
apótekum, t.d. kex, súkkulaði og
karmellur. Við ætlum að grenna
þjóðina nú í apríl. Þó að það séu
páskar, er gott að minna á offitu. Svo
geta þeir sem hlusta valið sér
megrunarleið eftir því sem hver vill.
Ég ræði við Báru Magnúsdóttur og
Svövu Svavarsdóttur en þær eru báðar
með heilsuræklarstarfsemi. Einnig tala
ég við Laufeyju Steingrímsdóttur
næringarfræðing. Hún hefur sérhæft
sig í offitu. Hún nam i Bandaríkjunum
og skrifaði prófritgerð um offitu. Hún
mun fræða okkur á hvað er í þvi
megrunarfæði sem selt er hér. Ég mun
spyrja hana hvort þetta fæði sé
gagnlegt. Auk þess hvort kúrar sem
fólk hefur megrað sig eftir séu
gagnlegir. Siðan spyr ég hana um
hennar álit á Iikamsrækt og megrun,”
sagði Ásta Ragnheiður.
Þættir þessir munu vera á dagskrá á
miðvikudagskvöldum út april. Guðrún
Guðlaugsdóttir mun sjá um næsta
þátt og fjalla um heilsurækt eins og
hún er i heilsuhælinu i Hveragerði.
Ingvi Hrafn Jónsson mun sjá um
þriðja þátt. Hann mun fjalla um
l.inuna, starfsemi hennar og gagn, og i
siðasta þætti fjallar Kristján Ciuðlaugs-
son um kínverska megrun. Um hana
hefur ekki verið fjallað hér á landi fyrr.
„Ég vil hvetja fólk til að hlusta á
þessa þætti þvi ég held að jfcir séu
mjög gagnlegir,” sgði Ásta
Ragnheiður. Fyrsti þátturinn er sem
sagt á dagskrá útvarpsins í kvöld og er
hann hálftíma langur. -EI.A.
óœ/ýœtifpe/’öin