Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. Slysið í Norðursjónum: Stutt var í dauðam hjámörgum Frá fréttamanni DB, Sigurjóni Jóhannssyni, Osló: Það er ljóst af frásögnum þeirra, sem komust lífs af þegar Alexander Kielland íbúðarpallinum hvolfdi sl. föstudag, að litlu mátti muna hjá mörgum. , John Nilsen frá Haugasundi var i bíósalnum þegar slysið varð. Hann komst á dekk og ásamt fleirum um borð í björgunarbát, sem þeim tókst ekki að slaka alla leið niður í sjó. Báturinn slóst i og byrjaði að brotna. John tókst að komast úr bátnum, sem var yfirbyggður, og er hann sökk í sjóinn hrundi brakið úr bátnum yfir hann. Þá sá hann björgunarkörfn frá Eddupallinum eina 15—20 m frá sér. „Þrátt fyrir að öldurnar væru 8—10 m háar hugsaði ég bara um það eitt að ná til. körfunnar,” sagði hann. „Einhvern veginn tókst mér að ná taki á körfunetinu, en hafði ekki kraft til að komast ofan í hana. Einn mannanna í körfunni greip i beltið á buxunum mínum og þannig var ég hifður eina 50 m upp á þyrludekkið. Ég held að ég hafi misst meðvitund og áttu strákarnir í erfiðleikum með að losa hendur mínar, því að ég hélt i körfunetið með krampataki í orðsins fyllstu merkingu.” í hálfónýtu björgunarbelti í hálftíma, og hélt félaga sínum á floti Björn Bemdsen frá Kristiansand stökk frá pallinum. Fallið var yfir 30 m. Hann var aðeins klæddur skyrtu og gallabuxum en hafði gripið með sér hálfónýtt björgunarbelti. Björn var í sjónum u.þ.b. 1/2 klst., og hélt jafnframt aðframkomnum félaga sínum á floti þar til mönnum í björgunarbáti tókst að bjarga þeim um borð. Þótti þetta ótrúlegt harðfylgi af 42ja ára gömlum manni. Tvíburunum ætlað að lifa lengur Þá voru um borð í Alexander Kielland tvíburabræðurnir Geir og Jan, 29 ára gamlir. Þeir voru á sitt hvorum staðnum á pallinum, þegar slysið varð. Þeim tókst að komast í sinn hvorn björgunarbátinn, án þess að vita hvor af öðrum. Það var ekki fyrr en i land var komið að Ijóst var að þeim bræðrum var ætlað að lifa lengur. Brotni stöpullinn undan fbúðarpallinum hefur nú veríð dreginn til lands til rannsóknar. „Hetjudáð og ekkert annað" Mike Yarwood, 33ja ára gamall Englendingur, starfar sem björgunar- sérfræðingur á Seaking-þyrlu hjá brezka flughernum. Starf hans er m.a. fólgið í að láta sig síga niður til nauðstaddra á sjó eða landi og festa á þá björgunarlínu. Þyrlan fann gúmmibát með 10 Norðmönnum innanborðs og Mike lét sig siga niður. Mennirnir voru svo aðframkomnir af kulda og vosbúð að þeint gekk illa að ná taki á línunni, svo að Mike ákvað að láta sig l'alla í sjóinn til þess að komast um borð. Hann hjálpaði þeini öllum til þess að komast upp í þyrluna. Siðastur frá borði var Mike eftir 90 mín. lifs- hættulegt erfiði. Eftir af hafa skilað þessum 10 á Edduborpallinn var aftur lagt af stað. Þyrlan fann fljótlega björgunarbát með 26 mönnum, öllum veikum og máttförnum. Mike lék nú aftur sama leikinn. Nú varð hann sjálfur að klifra, án hjálpar, um borð i bátinn, þar sem áhöfnin var of máttfarin til þess að skynja hvað um var að vera. Til allrar hamingju kom skip siglandi og tók mennina um borð. Mike varð enn að stinga sér í hafið og festa sig í liflínuna, sem dró hann um borð í þyrluna. „Ég gerði bara skyldu mina,” sagði Mike á eftir. Þyrluflug- maðurinn var á öðru máli: ,,Það sem Mike gerði var langt umfram það sem honum bar skylda til. Þetta var hetjudáð og ekkert annað. (Heimild DB, Dagbladei og Verdens gang, Noregi) -SJ-Osló/EVI. TÖ YOTASALURINN Nýbýlavegi 8 (í portinu). AUGLÝS/R: Toyota Corona Mark II station árg. '75, ekinn 104 þús. 3,4 millj. Toyota Corona Mark II árg. ‘77, ekinn 65 þús. km, verð 4,1 millj. Toyota Carina station árg. '78, ekinn 13 þús. km, verð 4,9 millj. Toyota Corolla KE 30 4 dyra árg. '77, ekinn 41 þús. km, verð 3,6 millj. Toyota Corolla KE 20 árg. '72, ekinn aðeins 20 þús. km, verð 1,8 millj. Toyota Corolla coupé árg. '73, ekinn 66 þús. km, verð 1,5 millj. Austin Mini special árg. '78, ekinn 20 þús. km, verð 2,9 millj. Ford Cortina 1600 XL ekinn aðeins 51 þús. km, verð 2,7 millj. Ath.: Okkur vantar aiiar gerðir af notuðum Toyota-bíl- um í sýningarsa/. °P/ð 7^s km, verð “■ TO YOTA-SALURINN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. S/M/44144. BLÓMASKÁLI MICHELSEIM HVERAGERÐI FLYTJUM UM PÁSKANA að Smiðjuveg 7 Sími 45133 „Það er svo geggjað að geta hneggjað”. Það gera „Tígrarnir” að vísu ekki, en allt sem þeir gera er samt snargeggjað. Sprenghlægileg skopmynd íslenzkur texti. Sýnd skirdag og annan páskadag kl. 5,7,9 og 11. USIOfl* Ur«un Fegrið heimilið með LISTGLERI — blýlagt gler í ótal mynstrum og litum. Tilvalið i svalahurðir, forstofu- hurðir, útihurðir og alls konar glugga til skrauts og nytja. Vinnum gler eftir pöntunum með stuttum afgreiðslufresti — Hring- ið eða komið og kynnið ykkur liti, mynstur og verð. Gerum föst verðtilboð. Athugið: Blýlagt gler má tvöfalda í verksmiðju eða setja fyrir innan tvöfalt gler. Nýjung: Úrval af fallegum ljósa- krónum með blýlögðu LIST- GLERI Seljum alls konar hamrað, glært og rcyklitað gler. Leitið ekki langt yfir skammt, úrval ið er hji okkur. Nú er réfli tíminn til að fá sér LIST- GLER. • LIST GLER Smiðjuvegi 7 Sími 45133

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.