Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. 9 Teiknaö í litinn Palricia Halley-Celebdcigil — Mynd, olía (Ljósm. Þorri). Sýningaraðstaðan á Mokka hefur fyrir margt löngu öðlast fastan sess í vitund margra borgarbúa. Þar hafa bæði mætir myndlistarmenn og föndrarar fengið ráðrúm til sýninga, eftir því lýðræðislega fyrirkomulagi, sem yfirvöld staðarins hafa þróað og kristallast í máltækinu ,,Allt er betra en auðir veggir”. Þar heíur verið fátt um fína drætti í vetur en nú er þar sýning, sem er vel þess virði að menn taki á sig krók til að grandskoða hana yfir bolla af expressó-kaffi. Patricia Halley-Celebdcigil sýndi þarna fyrir ári og er nú komin aftur með sams konar vinnubrögð og er það vel. Listakonan er mikill landshorna- flakkari og hefur kennt myndlist í herstöðvum Bandaríkjamanna viða um heim, gerir slíkt hið sama hér. Á ferðum sínum hefur hún drukkið í sig ýmis áhrif en þó er að sjá sem dvölin í Frakklandi hafi sett mestan svip á verk hennar. Gull og silfur Franskur módernismi virðist nefnilega vera sú undirstaða, sem hún byggir á, með kostum sínum og göllum, og beitir hún helstu for- sendum hans af miklu öryggi í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Mörg verka hennar virðast í fljótu bragði vera fullkomlega óhlutbundin Myndlist \ en við nánari skoðun kemur í ljós að kveikja þeirra er umhverfið: hús, bátar, náttúran. Listakonan hefur gjarnan þann háttinn á að gefa sér helstu atriði myndar í litsveipum eða flötum og rissa ofan á þau smáatriðij sem henni finnst skipta máli upp á: heildina. Þannig tekst henni oft að: gefa talsverða dýpt til kynna og sameinar haganlega teikningu og Iit- brigði. Vera hennar í Austurlöndum . hefur enn fremur þokað henni í átt til skreytilistar og inni i myndunum má stundum finna gull- og silfurliti, purpurarauða farva, svo og fjólubláma. Slíkir taktar eru fljótir að fara úr böndum, en P.H.C. heldur þeim í skefjum, tekurenga áhættu. Þetta er ekki átakamikil myndlist en stendur við öll sín fyrirheit og það sem gerir hana sérstaklega aðlaðandi er hin ljóðræna og elskulega meðferð málarans á myndefni sínu. V Fjölbreytt dagskrá. Vitnisburðir vinanna í Hlaðgerðarkoti. Tvísöngur: Garðar og Anna. Kvartett Jórdan. Kynning á nýjustu bók Samhjálpar, Hlauptu, Á vörp og rœður. drengur, Allir velkomnir. hlauptu. koN'^ Á laugardaginn fyrir páska um kvöldið kl. 9 verður Samhjálparsamkoma í Fíladelfíukirkjunni. ^ rómhjólp NÝ BÓK - BÓK ÁRSINS Saga Nicky Cruz, stórkostleg ogæsispennandi. Nicky Cruz er ordinn íslendingum kunnurafbókinni KROSSINN OG HNÍFSBLAÐIÐ en hún varseldí9000eintökum. ÍHLAUPTU, DRENGUR, HLAUPTU segirNickyCruz sögunasjélfurogdregur ekkertundan. Sönn bók og stórf engleg

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.