Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRtL 1980. 13 |K|alIarinn Ahugamanni um Kana- sjónvarp svarað L. . . U 1 Velvakanda 27. marz ritar Henrik Jóhannesson, Sandgerði, greinarstúf, þar sem undirrituðum eru gérðar upp ýmsar skoðanir. Henrik vitnar í grein sem ég skrifaði í Dagblaðið 11. marz undir heitinu „Nýr Betlarabúggí”. í greininni lýsti ég viðhorfum mínum til undirskriftasöfnunar sem hefur það að markmiði að veita kana- sjónvarpinu inn á hvert heimili á landinu. Henrik segir: „Það er annars furðulegt, að menn eins og Árni Larsson skuli með frekju sinni geta lagt sig svo lágt að halda, að hann og hans fylgifiskar geti bannað okkur hinum að hugsa frjálst og sjálfstætt” (tilvitnun lýkur). í fyrsta lagi vil ég taka það skýrt fram að í áðurnefndri grein er ég hvorki að banna einum eða neinum að standa fyrir undirskriftasöfnun eða horfa á kanasjónvarpið Þvi síður er ég að banna áhugamönnum um kanasjónvarpið að hugsa frjálst og sjálfstætt. Þvert á móti tel ég gæfu þeirra og annarra íslendinga vera fólgna i slíkri athöfn. Í öðru lagi lít ég ekki á eitt sjónvarpstæki og eitt heimili þeim augum, að utan veggja sé ekkert þjóðfélag til né engin ríkisskipan. Málið snýst ekki um að opna og loka fyrir sjónvarpstæki í heimahúsi. Það er kjarni málsins. Ég er almennt þeirrar skoðunar að bæði íslendingar og útlendingar hér á landi eigi að hlita íslenzkum lögum. Hversu bölvuð sem lögin gerast þá verða landsmenn og aðrir t.d. að virða að ríkisútvarpið hafi einkarétt á útsendingum. Lögum þessum geta Islendingar sjálfir breytt á Alþingi en íslendingar eiga alls ekki að láta það viðgangast að útlendingar virði þau að vettugi. Henrik minnist ennfremur á það að ég hafi ekki mikið álit á íslenzkum ráðamönnum. Það er rétt, ég hef tak- markað álit á íslenzkum ráða- mönnum, sem hafa lúffað fyrir bandarískri ásælni. Ég tek undir skoðanir bandariska stjómmála- mannsins W. Arvell Harrimans, sem hefur oft á liðnum áratugum hund- skammað bandarisk stjórnvöld fyrir aðsýna smáþjóðum hrokafullan yfir- gang. Utvarpssendingar bandaríska hersins samrýmast ekki íslenzkum lögum, þó að menn setji upp pólitísk gleraugu, og islenzkir ráðamenn bera ábyrgð á þessu lagabroti. Ef sjónvarps- og útvarpsstöðvar eru reknar á Keflavíkurflugvelli á annað borð eiga þær auðvitað að vera undir íslenzkri stjórn. Lítilþægni Sjálfsagt er einn anginn af þessari furðulegu kanasjónvarpsdellu sá, að margir landsmenn hafa áhuga á tæknihlið þessara mála. Ég get vel skilið menn sem hafa áhuga á tækni. Hins vegar spyrni ég við fótum, þegar ég tel tæknidelluna hlaupa með menn á gönur. Menn mega ekki glata sæmd sinni þó að transitor og sendilampi hafi verið fundnir upp. í grein minni i Dagblaðinu gat ég þess að sælgæti hefði verið dreift úr bandariskum þyrlum yfir bæi á Suðurnesjum hér fyrr áárum. ÁmiLarsson ,Ef sjónvarps- og útvarpsstöövar eru reknar á Keflavíkurflugvelli eiga auðvitað að vera undir íslenzkri stjórn.” þær Henrik biður mig að hafa ekki áhyggjur af Suðurnesjamönnum. Þegar ég las greinarstúf Henriks Jóhannessonar þá magnast áhyggjur mínar út af slíkum Suðurnesjabúum og ef til vill fleiri islendingum. Ég óttast að einhverjir þyngri hlutir en sælgæti hafi komið i koll allmargra íslendinga á síðustu áratugum. Satt bezt að segja get ég ekki dulið undrun mina á lítilþægni Suðurnesjamanna, sem vilja kaupa kanasjónvarpið. Á sama tima og bandarískir hermenn dunda sér við að stinga byssuhlaupum upp i nasirnar á nokkrum Suðurnesja- mönnum þá hækka aðrir róminn og grátbæna herinn um aukna íhlutun. Árni I.arsson, rithöfundur. w. Bensín, hrennivín ogtómatsósa Glugginn Yfirleitt er það svo með okkur íslendinga að við nennum ekki að labba á milli búða til þess að vita hvort einhver selji þessa vöruna eða hina tíu krónum ódýrari en einhver annar. Að vísu er alltaf einhver munur á verðlagi og auðvitað fer það eftir einstaklingum hvort þeir telja það tímans virði (og bensins) að gera samanburð áður en kaup eru afráðin. Samanburður milli landa er hinsvegar oft mjög áþreifanlegur ef menn halda sig við samanburð á tilteknum vörutegundum. Slíkur samanburður gefur þó ekki glögga mynd af afkomu fólks í það heila nema litið sé á marga þætti og þar á meðal launatekjur, kostnað við kyndingu, rafmagn, síma, meðul, rekstur bifreiðar o. fl„ o. fl. En hvers vegna er það svo að ein vörutegund getur verið hundrað prósent og auðveldlega 1000 prósent dýrari í einu landi en í öðru? Til þess að svara þessari spurningu svo eitthvert vit sé í er nauðsynlegt að tilgreina ákveðna vörutegund og siðan afla sundurliðaðra upplýsinga um hina ýmsu kostnaðarliði, s.s. flutningsgjöld, toll, heildsölu- og smásöluálagningu, söluskatt og fleira. Stundum höfum við fengið þetta útreiknað í dagblöðunum, t.d. verð á bílum, brennivíni og ísskápum, svo nokkuð sé nefnt. Skattheimtan í ákveðnum tilvikum er engum blöðum um það að fletta, að innflutningur er notaður sem tæki til skattlagningar. Hvers vegna þessi skattheimta gengur í einu landi en ekki í öðru á í flestum tilvikum sögulega og félagslega skýringu, og það t.t.v. mun fremur en efnahagslega. Verðlag á áfengi á íslandi hefur löngum þótt furðulegt ef borið er saman við það sem þekkist í öðrum löndum heims. Hin almenna skýring á þessari tekjuöflunarleið rikisins er fyrst og fremst tvenns konar: I fyrsta lagi, rikið þarfnast tekjustofna, og i öðru lagi, áfengi er óhollt. Frá þessum grunnpunkti á hinn almenni og að eðlisfari löghlýðni borgari auðvelt með að draga þær skynsamlegu ályktanir að vegna þess að áfengi sé óhollt sé það þegnunum fyrir bestu að drekka sem minnst og með því að hafa verðið nógu hátt sé stuðlað að minni drykkju og jafn- framt aflað tekna fyrir hið opinbera. Ekki fallast nú allir á þessa röksemdafærslu þótt útfærð væri með fjölbreytilegum skýringum og afbrigðum. En kjarni málsins er sá að hér er fyrst og fremst um að ræða sögulega og félagslega hugmynda- fræði. Áfengi, vín og bjór Hér i Bandaríkjunum er áfengis- málum þannig háttað, lagalega séð, að hvert einstakt ríki setur sín eigin á- fengislög og reglur um meðferð áfengis. Þetta gildir að vísu almennt um lagasetningu í hverju einstöku hinna 50 ríkja Bandarikjanna. Að vísu koma alríkislögin inn í myndina, sem eins konar samnefnari um grundvallaratriði. Fyrir nokkrum árum voru t.d. samþykkt lög um 18 ára kosningarétt sem höfðu veruleg áhrif á réttarstöðu ungs fólks (18—21) á hinum ýmsu sviðum í hverju einstöku ríki Banda- ríkjanna. Má t.d. nefna giftingar- aldur, lágmarksaldur til að fá af- greitt áfengi og tóbak, sömuleiðis lágmarksaldur til þess að fá inngöngu á vínveitingastað eða skemmtistað þar sem vínveitingar voru til staðar. Áfengi er selt i öllum rikjum Bandaríkjanna, sömuleiðis sterkur bjór og tóbak. í sumum rikjunum er allt áfengi selt í áfengisverslunum sem reknar eru af rikinu. Þannig er til dæmis áfengissölunni háttað í Virginiuríki og þar með hér í Blacksburg. Létt vin og sterkan bjór er þó einnig hægt að fá í öllum venjulegum matvöruverslunum. Ríkiseinkasala á áfengi heyrir þó fremur til undantekninga því í flestum rikjunum er áfengi selt í á- fengisverslunum, þ.e.a.s. sér- verslunum sem reknar eru af einstaklingum. í nokkrum ríkjum er þetta blandað að einhverju leyti en hvergi er þó hægt að fá keypt áfengi (þ.e.a.s. sterkt áfengi) í almennum verzlunum. Þó nokkur mismunur er á verðlagi á áfengi, sterkum bjór og tóbaki í hinum ýmsu ríkjum. Sterkur bjór er t.d. mjög ódýr hér í Virginíu og kostar einn kassi með 24 dósum, 355 ml (12 oz) hver dós, alls um 8 dollara kassinn. Eitt af sérfyrirbærum þessa lands eru svo útsölurnar eða SALES eins og það er nefnt. Þarna er allt innifalið, jafnvel áfengi og bjór. Fyrir nokkrum dögum var t.d. hægt að kaupa sterkan bjór, sem áður var $ „Fyrir nokkrum dögum var til dæmis hægt aö kaupa sterkan bjór á 100 krónur dósina.” nefndur, á tæpa 6 dollara eða sem svarar fyrir 100 krónur dósina. Matvörur Yfirleitt er það svo að fólk kaupir inn í stórum slumpum vörur sem fara til dagslegs brúks og bíður þá eftir því að rekast á lækkunina, annaðhvort í versluninni eða þá i dagblöðunum. Verslanir, ekki síst mat- vöruverslanir, auglýsa mjög mikið í dagblöðunum og þá venjulega með myndum, og leggja áherslu á afslátt í ýmsu formi en venjulega fá menn hagnaðinn reiknaðan út i bein- hörðum peningum. Mér datt i hug að taka niður verð ámokkrum vörutegundum síðast þeg- ar ég labbaði inn í matvörubúð. Þetta er ekki afsláttarverð heldur hið almenna en verðlag helst nokkuð stöðugt og hefur t.d. breyst mjög lítið undanfarna sex mánuði og í mjög mörgum tilvikum alls ekkert. Miracle Whip frá Kraft (32 fl. oz. eða 0.95 lítrar) kostar hér $1.12 (U.þ.b. 440 kr.), DelMonte grænar baunir (1 Ib) kosta $1.09 tvær dósir (eða u.þ.b. 220 kr. dósin). Corn Flakes, Hy-Top (I Ib og 2 oz eða 510 gr) kostar 85 cent (eða u.þ.b. 340 kr.), Crisco Oil (24 fl, oz) kostar $1.29 (cða u.þ.b. 500 krónur). Malað kaffi (16 oz. eða 454 gr) kostar $3.39 (eða u.þ.b. 1300 krónur). AnnPage Pure marmalade (32 oz eða 0.90 kg) kostar $1.30 krukkan (eða u.þ.b. 500 kr.). Welch’s jarðarberjasulta (32 oz.eða 0.90 kg) kostar $1.99 (eða u.þ.b. 800 krónur krukkan). Gingerale (2 litrar) kostar 97 cent (eða u.þ.b. 400 krónur flaskan). DelMonte tómatsósa (32 oz.) kostar $1.12 (eða rúmar 400 krónur). Bensínverðið Í morgunfréttunum (þetta er skrifað 5 mars sl.), kom fram að í Bragi Jósepsson þinginu væri til umræðu tveggja centa hækkun á bensini (þ.e. á galloni). i þessum fréttum kom fram að skattlagning ríkisins á bensín er nú 9 cent á gallon fyrir fólksbila en 11 cent á gallon fyrir vöruflutninga- bila, en þetta gerir 36 og 44 kr. á gallon, eða 9 kr. á lítra fyrir fólksbíla og II kr. á litra fyrir vöruflutninga- hila. Eins og ég nefndi áður er það mjög breytilegt eftir ríkjum hve hár skattur er lagður á hinar ýmsu vörutegundir og er bensín þar vissulega engin undantekning. Hér i Virginiu rennur ríkisskatturinn á bensíni beint inn i samgönguráðu- neytið en skipulagslega séð má segja að á því sé cinnig allur gangur. Að lokum er einnig rétt að benda á að auk ríkisskattheimtunnar kemur einnig til skattheimta alríkisins. en alríkisskattur á bensin er nú 4 cent á gallon eða sem svarar til 16 ki. á gallon eða um 4 kr. á litra. Heildar- skattlagning á bensín hér í Virginíu er þvi 13 krónur á lítra fyrir fólksbíla og 15 krónur á litra fyrir vöruflutninga- bíla. Þessar upplýsingar eru nokkuð athyglisverðar i samanburði við verð og skattlagningu á bensíni á Íslandi en hér í Blackf-burg kostar bensínlítrinn enn um 100 krónur (0.96 til 1.05dollara gallonið). Bragi Jósepsson, námsráðgjafi Blackshurg Virginíu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.