Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRtL 1980. Forskotásæluna: SMAKKAÐ A PÁSKAEGGJUNUM — Bæði bragð og veið ósköp svipað en innihald eggjanna PASKABÚDINGUR Smakkað á páskalömbum — Eru nokkuð f eit, en meyr og bragðið serlegafingert Næsta óvenjulegur útflutningur á innlendum afurðum fór til Danmerk- ur á mánudagsmorgun. Þetta var farmur af páskalömbum sem frændur okkar Danir fá að gæða s:r á yfir páskahelgina. Þar í landi þykir enginn niatur sæma á páskum nema páskalömb. Kjötkaupmönnum, framámönnum bænda með landbúnaðarráðherra i fararbroddi ásamt nokkrum blaða- mönnum var boðið að sntakka á páskalömbunum á Hótel Sögu á mánudaginn. Einnig var boðið upp á veturgamalt lamb og venjulegt fryst dilkakjöt frá þvi i haust og loks upp á „paneraða”, kryddlegna síðu. Páskalambið mjög feitt Gestir gáfu kjöttegúndunum eink- unnir frá 0 upp i 5 fyrir bragð. Páska- lambið fékk sömu einkunn og kjötið af veturgömlu lömbunum eða að meðaltali 3,84, en frysta dilkakjötið fékk 2,9. Páskalambið var mjög feitt en afar meyrt og hafði sérlega fint bragð. Greinilega þótti mönnum veturkjötið af veturgömlu jafngott en það var ekki alveg eins feitt og ekki eins mikið matreitt og páskalambið. Allar þrjár tegundirnar voru heldur mikið eldaðar, en kjötið var borið fram soðið og steikt. Tilraunaútflutningur Það hefur tekið um það bil tvö ár að koma þessum páskalömbum ,,á laggirnar”, en mæður þeirra þurfti að sprauta með sérstökum hormóna- lyfjum til þess að fá þær til að beiða. Lyfjaverzlun G. Ólafssonar gaf þau lyf sem nauðsynleg voru. Tuttugu og fimm ær héldu lömbum og báru þær fjörutiu og fjórum lömbum í byrjun janúar. Ærnar og afkvæmi þeirra voru fóðruð á heyi, graskögglum og kjarnfóðri og urðu að sjálfsögðu að halda sig innan dyra þar til lömbun- um var slátrað nú i marzlok. Meðal- fallþungi reyndist frá 7,6 kg upp i 17,2 kg. Ekki liggur enn fyrir nákvæmur framleiðslukostnaður en áætlað er að notað hafi verið um 30—35 kg meira af graskögglum og kjarnfóðri við framleiðslu páskalambanna en venju- legs dilkakjöts. Tilraunirnar fóru fram i Gunnarsholti undir stjórn dr. Ólafs R. Dýrmundssonar og starfs- manna þar. Jón Björnsson starfs- maður Markaðsnefndarinnar hefur séð um markaðshlið málsins ásamt búvörudeild SIS. Páskalömbin lúxusmatur í Danmörku þykja páskalömb vera lúxusmatur og eru menn tilbúnir til þess að greiða mun hærra verð fyrir þau en venjulegt dilkakjöt. Páska- lömb eiga að hafa 8—I I kg fallþunga og er kjötið selt án þess að hafa verið- fryst. Lömbin eru seld fyrir 525 kr. danskar.stk. eða hátt í 40 þúsund kr. íslenzkar. Ráðgert er að halda þessum til- raunum áfram hér á landi en þetta eykur fjölbreytni sauðfjárframleiðsl- unnar og getur e.t.v. leyst einhvern vanda bændanna. Ráðgert er að landsmönnum verði boðið upp á að kaupa páskalömb næsta ár. - A.Bj. mismunandi Þetta er bezt, — nei, alls ekki, það er þetta hér sem er bezt. Þetta er nú bara vont, — nei, þetta er alveg yndislega gott. Á þessa leið hljóntuðu dómar blm. DB er þeir fengu að smakka á þremur páska- eggjum sem við keyptum i byrjun dymbilviku. „Smökkunin” fór fram á nokkuð visindalegan hátt en þó öll i hinu mesta gamni. Niðurstaðan varð sú að eggið sem merkl er B á myndinni fannst flestum bezt, þó með nokkrum undantekningum. Þótti sumuni það fullsætt og helzt til mikið af jurtafeiti í því. Þetta egg var frá Nóa. Það egg var hins vegar nokkuð hallærislegt i útliti, með unga og einu bláu pappírsblómi, mjög ómyndarlegu. Innihaldið var hins vegar nokkuð flott, heill hríspoki, þrír brjóstsykursmolar, þrjár kara- mellur, þrir konfektmolar og þrjár stórar kúlur. Málshátturinn var: Betra er heilt en velgróið. Eggið frá Nóa er 250 gr (á grammavigtina okkar) og kostaði 2.699 kr. eða 10.796 kr. kg. Næstbezta eggið var frá Víkingi, það sem merkt er A á myndinni. Þótti mönnum fullmikið kókóbragð að því. Einn af smökkurunum hélt því fram að ,,of mikið hveiti væri í því” en við bentum honum á að í páskaeggjum væri alls ekkert hveiti! Vikingseggið var skreytt með myndarlegu gulu silkiplastblómi og auk þess var ungi á því. Inni í því var anzi ríflegt magn af sælgæti, súkku- laðistöng, fimm karamellur og tíu brjóstsykursmolar. Málshátturinn: Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast. Eggið vó 235 gr og kostaði 2.443 kr. eða 10.396 kr. kg. Eggið sem merkt er með C á myndinni fékk lakastan vitnisburð, eiginlega hálfgerða falleinkunn. Af þeim sem sögðu álit sitt á því voru allar neikvæðar nema ein sem gaf umsögnina „næstbezt”. Það dugði þessu eggi hins vegar ekki til að ná nema lakasta sætinu. Innihald eggs C, sem var frá Crystal, var lika hálf- hallærislegt, aðeins þrír konfekt- molar. Útlit þess var hins vegar það skrautlegasta. Utan á voru þrir súkkulaðimolar í skrautlegum pappír og auk þess ungi. Málshátturinn: Margur er linur þóit hann sé langur. Eggin sem við prófuðum á rítstjórn DB voru svipuð á stærð, verði og bragði. Páskaegg eru sannarlega ekki „eins og i gamla daga” þegar utan á eggjunum var mun meira skraut og jafnvel silkiborði. Eggið frá Crystal vó 210 gr og kostaði 2.296 kr., eða 10.933 kr. kg. Svipuð gæði Fyrir utan þessi þrjú egg, sem við prófuðum eru einnig á markaðnum egg frá Freyju, en þau voru ekki á boðstólum, þar sem við keyptum prófunareggin. Niðurstaðan er eiginlega sú að bæði verð og gæði eggjanna séu ósköp svipuð. Mér fannst pcr- sónulega ekki laust við að svolitið „gamalt” bragð væri að eggjunum, en það var kannski bara imyndun. Annars finnst mér að íslenzkt sælgæti, þ.e. súkkulaði og konfekt, standi algerlega jafnfætis beztu erlendu framleiðslu og að innlendir framleiðendur þurfi ekki að vera hræddir við frjálsan innflutning. En framleiðendur ýmissa annarra sælgætistegunda, eins og t.d. Iakkrískonfekts, ættu að athuga sinn gang vel, annaðhvort að bæta fram- leiðsluna eða hreinlega leggja hana niður. Innflutt lakkrískonfekt og innlent eiga lítið sameiginlegt nenia nafnið. Gleðilega páska. A.Bj. Innihald páskaeggjanna skiptir krakkana oft verulegu máli. I eggjum A og B var það nokkuð vel útilátið en aðeins þrir litlir konfektmolar i eggi C. Súkkulaði- skelin virtist hins vegar þykkust í eggi C. DB-myndir Bjarnleifur. í tilefni af páskunum birtum við eflirfarandi uppskrift að búðingi, sem sagður er vinsæll þessa dagana vestur á Patró: 500 gr ást blandist með 500 gr af trausti og 3 tsk. vináttu. Þetta er hrært saman með 3 1/2 dl umhyggju og örlitlu faðmlagi, eftir þörfum. BARNAMATURINN SVAKALEGA DÝR J.K.G. í Reykjavík skrifar: Kæra Neytendasíða. Ég byrjaði að búa þann 9. desember og hef haldið reikninga frá 1. janúar. Ég sendi ykkur seðil fyrir janúar og var þá undir meðallagi og er mjög ánægð með það. Ég er með 5 mánaða barn og þú veizt að barna- matur er alveg svakalega dýr, ég tala nú ekki um fötin. Bið að heilsa ykkur öllum og þakka ágætan þátt. 900 gr kossar, 750 gr afbrýðisemi. Afbrýðiseminni hellt i bolla og hrært i með varúð. Þetta á að passa yjppsYtfW i tvö meðalstór rúm. Bakist við velgju. Borið fram með geislandi litlum kossum. Þessi uppskrift passar fyrir tvo. Þaó ríkti heilmikill spenningur meóal gestanna aó smakka á kræsingunum. Á miðrí myndinni má sjá Guðjón Guðjónsson, verzlunarstjóra hjá SS f Glæsibæ. DB-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.