Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. 3 Missir þorskveiðibaimið algjörlega marks? FRKXINARMAL AÐEINS í AUGLÝSINGASKYN? \ togara skylt að skila af sér ákveðnum dagafjölda innan ákveðinna tímabila i svonefndu þorskveiðibanni og má þá hlutfall þorsks i afla ekki fara yfir 15°/o.'Þegar halda skal i þorskveiði- bannsferð á að tilkynna viðkomandi yfirvöldum það áður en ferðin hefst. Af ástæðum sem ekki eru kunnar hefur þetta atriði álgjörlega hvolfzt úr böndunum og núna halda togarar til veiða og skipstjórnarmenn hafa frjálsar hcndur í allt að tíu daga til að stunda veiðar þar sem beztan afla gefur án tillits til tegunda né hlutfalla og tilkynna siðan i land i lok ferðar hvort ferðin skuli vera þorskveiði- bannsferð eða ekki eftir þvi hver hlutföll fisksins í lest skipsins eru hverju sinni. Það liggur í augum uppi að þorsk- veiðibannið (friðunin) missir algjör- lega marks með slíkri framkvæmd. Hvers vegna láta yfirvöld þetta liðast? Eru fiskveiða- og friðunarmál okkar kannski fyrst og fremst eitt- hvað sem líta skal vel út i fjölmiðlum i augum annarra þjóða og alþýðu Íslands en framkvæmdir hafðar eins litlar og mögulegt er vegna tímabund- inna efnahagsvandræða og pólitiskra skammtimasjónarmiða sem siðar niunu bitna á þeim er erfa landið og skuldirnar? —Pólrtísk skammtímasjónannið virðast ráða ferðinni GM skrifar: Ætla má að stjórnun ftskveiða í nýlegri 200 milna lögsögu íslands sé í molum um þessar mundir og vert væri fyrir aðrar þjóðir, sem hags- muna hafa að gæta, að bjóða fram aðstoð sina við nýtingu þeirra fiski- stofna sem greinilegt er að við viljum ekki nýta, kannski vegna söluerfið- leika eða annarra orsaka. Undanfarið hefur gífurlegt magn af blálöngu verið i kantinum sunnan við Vestmannaeyjar og þar hafa örfáir af togurum landsmanna mokað i sig fullfermi á nokkrum dögum með mjög litlum tilkostnaði þar sem 15 tonna höl hafa þótt eðlileg ef ekki litil eftir klukkustundar tog og skipin hafa oft á tíðum látið reka í aðgerð , langtimum saman, sem þýðir sparnað á oliu, þeim dýra orku- gjafa. Nú hefur það gerzt áð sumum af þeim skipum sem þarna hafa verið að veiðum nieð mjög góðum árangri hefur af útgerðarfyrirtækjum sínum verið gert að sækja aðrar tegundir i sæ, sumar jafnvel ofnýttar, s.s. þorsk frekaf en blálöngu, sem sama og ekkert er nýtt síðan Þjóðverjar fóru héðan af miðunum. Sú stefna fyrir- tækjanna er skiljanleg ef satt reynist að ekki sé hægt að nýta blálönguna „Það llggur I augum uppi að þorskveiðibannið missir algjörlega marks með slíkri framkvæmd,” skrifar GM. þvi að erfitt muni að losna við hana til útflutnings. Það er samt ótrúlegt í eggjahvítuþurfandi heimi dagsins i dag. Ekki má gleyma að verið er að framfyigja mótaðri stefnu í fiskveiði- og verzlunarmálum okkar fyrir árið 1980 þar sem meðal annars er fjallað um að beina sókn fiskveiðiflotans úr þorskstofninum sem sé ofnýttur yfir á aðrar tegundir sem betur þoli sókn- ina. I framhaldi af því er hverjum Vandfundið land með hnífjöfnu vægi atkvæða —OpiðbréftilHarðar Ólafssonarhrl. Halldór Kristjánsson skrifar: Hörður Ólafsson, heiðraði við- mælandi. Þakka bréf þitt í Dagblaðinu _26. mars. Ekki á ég von á að það hafi þótt mikil tíðindi í sendiráði Bandarikj- anna þó að ég viti eitthvað um það hvernig öldungadeild sambands- þingsins í Washington er kosin. Hitt finnst mér miklu merkilegra að bréf þitt bendir til þess að þú hafir ekki vitað þetta fyrren nú. Þar kemur líka fram að þú virðist harla fátt vita um lög og venjur þjóða við'þingkosningar. Skoðun þín er byggð á misskilningi á stuttri klausu, slitinni úr samhengi. Það sem um var að ræða í Suður-Afriku var að mönnum var mismunað eftir uppruna, ætterni, litarhætti, þannig að þótt þeir byggju á sama stað réð þetta úrslitum um réttindin. Ég held að mjög sé vandfundið land þar sem vægi atkvæða er hníf- jafnt hvar sem menn búa svo að nákvæmlega sami atkvæðafjöldi sé að baki hverju þingsæti. Svo hygg ég að sé hvergi i Vestur-Evrópu. Danir t.d. endurskoða þingmannatölu kjör- dæma öðru hvoru og færa til samræmis við breyttan kjósenda- fjölda að nokkru leyti en þeir hafa þó haft það ákvæði J kosningalögum sínum að flatarmál landsins komi inn 27022 L i dæmið og hafi áhrif á þingmanna- fjöldann. Þetta máttu gjarnan fara með i sendiráðið danska ef þér finnst ástæða til. Ég veit ekki til að nokkurs staðar sé lagt sérstakt kapp á að jafna til fulls vægi atkvæða milli héraða þó að reynt sé að ná flokkslegu jafnvægi eins og líka er gert hér. Um Bandaríkin er það að segja að ibúafjöldi fjölmennustu ríkjanna, New York og Kaliforniu, mun vera fimmtugfaldur á við mannfjöldann í Nevada og eru þó Maskabúar lið- lega 20% færri en Nevadamenn. Nú eru Bandaríkin sambandsriki og þingið í Washington þvi ekki að öllu leyti sambærilegt við Alþingi. Samt ættu þes'ar tölur að opna augu okkar fyrir grundvallaratriðum. Við höfum yfirleitl ekkert samviskubit af þvi að hafa og nota atkvæðisrétt á Allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna. Þar erum við ekki bara menn, heldur Islendingar. Það er sérstakur hópur sem á að vísu margt, en ekki allt, sameiginlegt með hinum. Eru Vestfirðingar bara fslend- ingar? Eða eru þeir hópur sem hefur sérstöðu i rikinu? Þegar ég fæddist minnir mig að Vestfirðingar væru 13% þjóðar- innar. Var það ekki nokkuð svipað þegar þú fæddist? Nú eru þeir innan við 5%. Ég er ekki alveg viss um hvort réttur þeirra til ihlutunar um þjóðmál og áhrifa á þau hefur minnkað nákvæmlegá í sarna hlut- falli. SKIPPER siglinga og fiskileitartæki frá SIMRAD lausn sem skipstjóranum líkar! SKIPPER 802 8 tommu þurrpappír, 4 aðalsvið að 2100 metrum, Ijóstölu dýpisteljari innbyggður, rofi milli metra, faðma og fet. Spenna 10,5 — 48 volt jafnstraum eða 220 volt riðstraum, 750 watta sendiorka. SKIPPER 603 6 tommu þurrpappír, 4 aðalsvið að 1100 metrum, sambyggður Ijóstölu dýpisteljari, 300 watta sendi- orka, spenna 11—40 volt jafnstraumur. SKIPPER 701 4 tommu þurrpappír, dýptarsvið að 560 metrum, 100 watta sendiorka, 50 kílóriða tíðni, 11-40 voita jafnstraumur. SKIPPER DX 60 rása Duplex örtoyigjustöð, sendiorka 25 wött og 1 watt, auðveld að koma fyrir á vegg, borði eða í loft, 24 volta jafnstraumur. SKIPPER SJÁLFSTÝRING Sjálfstýring i aliar gerðir báta, hentugar við allar gerðir kompása. FRIÐRIR A. JOVSSOX HF. BRÆÐRABORGARSTIG 1 — SÍMAR 14135 - 14340 Spurning Hvað ætlar þú að borða yfir Sigurborg Friðgeirsdóttir talsíma- vörður: Ég verð með fisk báða bæna- dagana. Sjálfsagt vani frá gamalli tíð, af trúarlegum ástæðum. Svo verð ég með svínabóg á páskadag og súkkulaðidraum i eftirmat. Hann er svovinsæll hjá krökkunum. Kristján Jónsson, 13 ára nemi: Ég hef nú ekkert hugsað út i það. Mig langar mest í lærissneiðar og ís í eftirmat á páskadag en kjúklinga með frönskum á bænadögunum. Bjargey Gísladóllir, rilari og húsmóðir: Ég verð með svínahamborgarahrygg á páskadag, að öðru leyti er alveg óákveðið hvað við borðum. Finnur Kristinsson skrifstofuslj.: Ég hef ekki spurt konuna mína um það enn. Hún sér um þessa hluti en ætli það verði ekki hangikjöt og svo kjúklingar. Matthías Guðmundsson bílslj.: Áreiðanlega svínakjöt til hátíðabrigða, svo á ég von á þvi að eitthvað sé til i frystinum hvað sem það verður. Árni Árnason smiður: Ætli við borðum ekki svínabóg og svo hangikjöt. Ég ætla að verzla í Kjötmiðstöðinni en það hef ég ekki gert áður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.