Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 8
8 Skipti- markaður Félags frímerkjasafnara og Myntsafnarafélags ís- lands verður haldinn að Hótel Borg (gengið inn um aðalinngang) laugardaginn 5. apríl kl. 14— 17. Safnarar! Þarna gefst gott tækifæri til hagkvæmra kaupa eða skipta. Nefndin. KJÖTBORG - AUSTURBORG Páskaegg — 25% álagningarafsláttur — Kaupið meðan úrvalið ernóg. KJÖTBORG BÚÐAGERÐI AUSTURBORG STÓRHOLTI Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tíma í tíma. Einnig bjóöum við Ladaþjónustu W LYKILL H F Bifreiöaverkstæði Simi 76650. Smifljuvegi 20 - Kóp. Með tilvísun til 17. gr. skipulagsins nr. 19 frá 8. maí 1964, auglýsist hér með breyting á staðfestu aðalskipulagi er varðar landnotkun, þannig að útivistarsvæði verði fyrir iðnað, vörugeymslur og verslun, á afmörkuðum svæðum i austurhluta Borgarmýrar, merktum A og B, eins og sýnt er á uppdrætti Borgarskipulags Reykjavíkur, í mælikvarða 1:5000, dags. 5. febrúar 1980. Breyting þessi var samþykkt á fundi skipulagsnefndar Reykjavíkur þ. 14. janúar 1980 og í borgarráði Reykja- víkurþ. 15. s.m. Uppdrátturinn liggur frammi almenningi til sýnis á skrif- stofu borgarskipulags, Þverholti 15, næstu 6 vikur frá birt- ingu þessarar auglýsingar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist borgarskipulagi, Þverholti 15, innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar, eða fyrir kl. 16.15 þann 29. maí 1980, sbr. áðurnefnda grein skipulags- laga. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Þverhottí 15. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. Kári Elísson skák- meistari Akureyrar Skákþingi Akureyrar lauk fy rir j skömmu. Keppendur voru 20 i tveimur flokkum, 10 í A flokki og 10 í B flokki. í A flokki sigraði Kári Elísson, hlaut 7,5 vinning, i öðru sæti varð Gylfi Þór- hallsson með 6,5 vinning og i þriðja- fjórða sæti urðu þeir Jakob Kristinsson og Áskell Örn Kárason með 6 vinninga. 1 B flokki sigraði Pálmi Pálsson sem hlaut 7,5 vinning, í öðru sæti Hlynur Jónasson, einnig með 7,5 vinning og í þriðja sæti varð Jakob Kristjánsson með 6,5 vinning. Teflt var í Lundaskóla og skákstjóri var Albert Sigurðsson. Akureyrarmót í hraðskák var haldið mánud. 24 marz. Tefldar voru 2x9 umferðir eftir Monrad kerfi og voru keppendur 33. Sigurvegari varð Jón Björgvinsson, hlaut 15 vinninga, annar varð Askell Örn Kárason með 13 vinninga, þriðji Þór Valtýsson með 12,5 v. og fjórði Pálmi Pétursson með 12 vinninga. Eftir páskana efna Æskulýðsráð' Akureyrar og Skákfélag Akureyrar til< námskeiðs í skák fyrir börn og unglinga j á Akureyri. Leiðbeinandi verður Helgi Ölafsson, alþjóðlegur skákmeistari.' Námskeiðin verða haldin i Oddeyrar- skóla og Lundaskóla. Fyrr í vetur gekkst Skákfélag Akur-j eyrar fyrir námskeiði fyrir unglinga og fullorðna þar sem Helgi var leiðbein- andi. Þótti námskeiðið gefa það góða Guðmundur Sigurjónsson teflir fjöltefli við akureyrska skákmenn. raun að ástæða væri til að halda slíkri starfsemi áfram. Fulltrúar Akureyrar á Skákþingi Íslands, sem nú er að hefjast, verða Helgi Ólafsson, er teflir í Iandsliðs- flokki, Gylfi Þórhallsson, sem teflir i áskorendaflokki og unglingarnir Pálmi Pálsson og Jón Garðar Viðarsson, en þeir tefla i opnum flokki. Mikil gróska er í skákstarfi skák- félagsins og einnig er mjög öflugt skák- starf i ýmsum skólum bæjarins. Sem fyrr háir húsnæðisleysi starfsemi félagsins, en þó er von til þess að úr þeim málum kunni að rætast á næstunni. Næsta skákmót hjá SA verður væntanlega minningarmót um hinn góðkunna skákmann Júlíus Bogason og hefst þaðsennilega um miðjan apríl. Þá munu skákmenn frá Húsavik sækja Akureyringa heim nú í vor, en sam- skipti þessara tveggja skákfélaga er nú orðinn árviss þáttur í starfsemi félag- anna. Er ekki óhætt að kaupa kínversk kerti? Gólfteppið fékk sinn skammi. DB-myndir JSB KERTAVAXK) FLÆDDII ÚTUMALLT Jónína Jónsdóttir er yftr sig gáttuð á viðbrögðum kaupmanns, kinverska sendi- ráðsins og Neytendasamtakanna yfir kerti sem flæddi út um allt. „Það er yfirleitt ekki i frásögur færandi þótt maður kaupi sér kerti en þetta kínverska kerti, sem ég keypli hérna i Víði í Starmýri, er alveg áreiðanlega einstakt i sinni röð, eða ég vona það að minnsta kosti.” Þetta sagði Jónina Jónsdóttir og sagði farir sínar ekki sléttar vegna kertakaupanna. Hún sagðist halda mikið upp á kerti og gerði það oft sér til hugar- fróunar að kveikja á þeim. Það hefði hún líka gert að þessu sinni en verið með aðra teg. en venjulega, þá kín- versku sem var sérlega ódýr. Setti hún kertið í djúpan eins konar ker- kertastjaka inni í stofu. Síðan fór hún í annað herbergi og fór að sauma. „Þegar ég kom aftur inn í stofu brá ntér heldur betur i brún. Kerta- vaxið hafði flætt út um allt, yfir handsaumaðan rúntenskan dúk, sem ég tel ónýtan, yfir kommóðuna, sem kertið stóð á og niður á gólfteppi sem við erunt nýbúin að fá,” sagði Jónina. Síðan byijaði gangan frá Heródesi til Pílatusar. Hún sagðist fyrst hafa talað við eiganda verzlunarinnar þar sem hún hefur verzlað i mörg herrans ár. Hann sagði henni að hún skyldi bara sjálf hafa samband við kinverska sendiráðið. Hún gerði það en fékk aðeins þau svör að þeini þætti þetta leitt en gætu ekkert gert. Aftur lá leiðin til kaupmannsins sem stakk þá upp á að Jónina hefði sam- band við umboðið. ,,Það gat ég aldrei fundið í simaskránni,” sagði Jonína. „Ég gafst ekki alveg upp við svo búið, vildi að kaupmaðurinn kæmi og sæi þessi ósköp. Hann korn aldrei. Ég hringdi í Neytendasam- tökin. Þar lekk ég þau svör að það þyrfti að fylgjast nteð logandi kertutn. Ég hef haft logandi á kertum i þessu keri í fjölda mörg ár og tel þetta alveg hættulausan stað. Það hefur alltaf verið í lagi með þau kerti sem ég hef áður keypt. En kannski er það það allra nýjasta að maður eigi að standa yfir kerturn á nteðan þau brenna." I *KVI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.