Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 36
Sá stolni yfírgefinn íRauðhólum Tveir ungir piltar sem voru í útreiðartúr igterkvöldi og lögðu leið slna um Rauðhóla riðufram áfólkshíl á hvolft langt utan vegar, djúpt inni milli Rauðhólanna kl. 20.55 í gœrkvöldi. Gerðu þeir lögreglunni aðvart, og kom þá í Ijós að þarna var komin Vauxhall Viva hifreið, sem stolið hafði verið l Reykjavlk ígœrmorgun. , Var búið að leita að hllnum igœr án árangurs. Billinn var mikið skemmdur eftir veltu niður hratta malarhlið. A.St/DB-mynd R. Th. Sig. Púddelhundsmálið: BORNIN NOTUÐ A FOLSKUM FORSENDUM — segir möðir krakka úr Stuðlaseli sem hjálpuðu lögreglunni að ná hundinum „Lögreglan fékk krakkana til að lokka til sín hundinn á þeirri for- sendu að skipshöfnin sem ætti hann hafi gefið sig fram. Hundurinn þyrfti fyrst að fara í sóttkví og lenti síðan um borð í skipinu sem hann var sagður hafa strokið af. Svo lesum við í DB að hundurinn verði aflífaður. Krakkarnir voru miður sín i allan gærdag vegna þess,” sagði Hrafn- hildur Guðmundsdóttir í samtali við DB. Hún er móðir þriggja barna úr Stuðlaseli sem aðstoðuðu lögregluna við að ná púddelhundi við Tungu, austast í Fífuhvammslandi í fyrra- dag, sbr. forsíðufrétt blaðsins i gær. „Það er forkastanlegt af lögregl- unni að nota sér saklaus börn á fölsk- um forsendum. Krakkarnir fundu hundinn fyrir helgi, gáfu honum mat og vildu jafnvel koma með hann hér heim. Þau eru miklir dýravinir og hefðu aldrei hjálpað lögreglunni að ná hundinum til þess eins að aflífa hann. Lögreglumennirnir hefðu getað sagt börnunum hvernig lá í málinu og athugað siðan hvort þau vildu hjálpa til í stað þess að fara svona að ráði sínu. Það er anzi erfitt að innræta börnum jákvæð viðhorf til lögreglu og starfs hennar þegar hún hagar sér svona gagnvart þeim,” sagði Hrafnhildur. -ARH Margvíslegur ágreiningur hjá stjómarliðum: Bensínhækkunin endur- send til verðlagsráðs — kröf ur um lækkun álagningar olíuf élaganna og skattheimtu ríkisins Ríkisstjórnin hefur eftir tvepeja vikna þóf endursent bensín- hækkunarmálið til verðlagsráðs. Hugmyndir komu fram i stjórninni um að oliufélögunum væri i tillögum verðlagsráðs um hækkun ætluð of há álagning. Stjórnin biður verðlagsráð um nýjar tillögur. Deilur hafa staðið í rikisstjórninni um skattlagningu á bensínið og hafa þær tafið málið. Alþýðubandalags- menn, Gunnarsmenn og sumir fram- sóknarmenn hafa viljað draga úr skattheimtu ríkisins á bensínið miðað við það sem stefndi í. Tómas Árna- son viðskiptaráðherra og ýmsir aðrir framsóknarmenn hafa hins vegar staðið á þvi að skattlagning á bensín verði ekki lækkuð nema fyrir liggi að rikið bæti sér upp tekjutapið með ákveðnum öðrum hætti. Nefnd þriggja ráðherra hefur verið skipuð til að endurskoða skattlagningu á bensín. í henni munu vera Svavar Gestsson, Tómas Árnason og Friðjón Þórðarson. „Uppreisn" vegna söluskatts og skattstiga Þegar stjórnarsamsteypan hugðist í gær afgreiða orkujöfnunargjaldið, sem þýddi 2 prósent hækkun söluskatts, varð Ijóst að ágreiningur var um málið í Framsókn. Guðmundur G. Þórarinsson stóð gegn þessari skattlagningu og vildi hafa hana lægri. Halldór Ásgrímsson og Ólafur Þórðarson lýstu nokkurri andstöðu og sátu hjá við atkvæða- greiðslu. Þegar fréttist af „uppreisn” i Framsókn, varð sams konar uppreisn meðal alþýðubandalags- og Gunnarsmanna. Guðmundur J. Guðmundsson og Albert Guðmunds- son lýstu andstöðu við álagninguna. Komið hafði einnig í Ijós að 2 prósent hækkun mundi færa ríkissjóði 9—10 milljarða í stað 7, sem að var stefnt. Samkomulag náðist við uppreisnar- menn um lækkun orkujöfnunar- gjalds, þannig að það verður 1,5 prósent hækkun söluskatts. Skattstigamálið strandar einnig fyrir páska. Guðmundur G. Þórarinsson neitar að samþykkja þá hækkun skattstiga, sem til þarf að koma til að vinna upp villu sem kom fram í útreikningum, sem voru for- sendur fyrri tillagna um skattstiga. Villan er upp á 2—3 milljarða fyrir ríkissjóð. Guðmundur G. Þórarinsson er sagður vilja draga út skattheimtu sem þessu nemur en minnka i staðinn endurgreiðslur lána til Seðlabankans. -HH/BS. Furðuleg ráðstöf un: Síminn tekinn af skjálfta- vaktinni ,,Jú. Það er einhver fótur fyrir þvi. Orkustofnun hafði þennan sima upphaflega og hefur nú ráðstafað honum,” sagði Kristján Ingvársson, oddviti í Mývatnssveit og formaður almannavarnanefndar sveitarinnar er DB spurði hann i morgun, hvort rétt væri að búið sé að taka simann af skjálftavaktinni i Mývatnssveit. „Þetta mál er i athugun,” sagði Kristján og kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Heimildir DB greina að vélstjóri Kröfluvirkjunar haH fengið símann. Þykir mörgum þetta furðuleg ráðstöfun þar sem þessi sími hlýtur að vera skjálftavaktinni mjög nauðsynlegur og jafnvel mikið öryggisatriði fyrir ibúa Mývatns- sveitar. -GAJ. Skákþing íslands: Jóhann alveg óstöðvandi? Jóhann Hjartarson er enn alveg óstöðvandi á Skákþingi íslands. í gærkvöldi lagði hann Björn Þor- steinsson að velli og hefur þvi 6 vinn- inga eftir 6 umferðir, hefur unnið allar skákir sinar til þessa. Jóhann er aðeins nýorðinn sautján ára og ef hann sigrar á skákþingjnu þá er hann næstyngsti skákmaöurinn sem sigrað hefur á þessu móti. Jón L. Árnason á metið. Hann var aðeins sextán ára þegar hann sigraði árið 1977 en þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson voru báðir sautján ára þegar þeir unnu titilinn í fyrsta sinn. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau, að Helgi Ólafsson vann Benedikt Jónasson og Elvar Guðmundsson vann Braga Halldórsson. Aðrar skákir fóru í bið. Næstir Jóhanni að vinningum eru Ingvar Ásmundsson og Júlíus Frið- jónsson með 3 vinninga og biðskák. Helgi Ólafsson er með 2,5 vinninga og tvær frestaðar skákir. -GAJ Skemmdarverk íBretóhotti — ráníVesturbænum Innbrot í mannlausa íbúð að Ás- vallagötu 52 hefur verið kært til rannsóknarlögreglunnar. Saknað er þaðan 200 þúsund króna í reiðufé. Þá var í nótt framið innbrot í JC- húsið i Breiðholti, en það hús hefur áður orðið skotspónn slíkra óboð- inna heimsókna. Ekki var i morgun vitað urn hverju stolið var en miklar skemmdir voru unnar. -A.Sl. fijálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 2, APRÍL 1980. Óglæsilegt veðurútlit á sunnanverðu landinu: Slydda og rigning bænadagana — páskaveðrið óljóst Þeir Sunnlendingar sem ætla að sóla sig um bænadaga ættu að drífa sig norður í land. Þar verður nefnilega aðalblíðviðrið. Trausti Jónsson veður- fræðingur spáði i morgun slyddu og rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu um- bænadagana, en góðu veðri fyrir norðan. Veðrið fyrir austan verður gott til að byrja með en fer versnandi. Ekki voru veðurfræðingár í morgun búnir að fá neinar upplýsingar að byggja á spá um páskaveðrið en við sunnan Holtavörðuheiðar verðum að vona að með páskunum komi batnandi veður, jafnvel að sumarið fari að koma. -DS. Mun fleiri bók- anirenífyrra „Þetta ætlar að verða mikil ferðahelgi. Það eru mun fleiri bókanir nú en voru í fyrra. Ef við tökum páska- vikuna nú frá 24. marz til 3. april þá voru settar upp 53 ferðir milli Reykja- vikur og Akureyrar,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða i samtali við DB í morgun. „Þetta hefur gengið ágætlega, þó var ekki flogið til Egilsstaða i gær en sennilega verða farnar aukaferðir þangað i dag. Við höfum sent Boeing þotu til Akureyrar til að létta undir á öðrum stöðum. Flest hefur verið bókað til Akureyrar og næst á eftir kemur Ísa- fjörður, Húsavík og Sauðárkrókur. Annars hefur veri mikið bókað til og frá öllum stöðum. Ég held að veðrið hér á höfuðborgarsvæðinu geri að það er léttara yfir fólki og það ferðast meira. Stærsti dagurinn verður annar i páskum, þá er búizt við að farnar verði 7 ferðir til og frá Akureyri. Það er ekki bara núna, sem aukning hefur verið, heldur hefur það verið alveg frááramótum,” sagði Sveinn. -ELA. Smáauglýs- ingar DB Smáauglýsingadeild Dagblaðsins verður lokuð bænadagana, skírdag, föstudaginn langa, laugardag 5. april og páskadag. Opið annan i páskum, klukkan 18—22. Þá verður tekið á móti smáauglýsingum i næsta blað, sem kemur út þriðjudaginn 8. apríl. LUKKUDAGAR~ 2. APRÍL: 1724 Sharp vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.