Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 33
37
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980.
Sjónvarp
i
«
Útvarp
Sjónvarpið sýnir okkur á laugardag mynd um tilbúið stöðuvatn i Indlandi þar sem
fjölmargir sjaldgæfir fuglar eiga athvarf.
ANDATJÖRNIN—sjónvarp
kl. 22,10 laugardag 5. apríl:
Tilbúið stöðu-
vatnmeð
sjaldgæfum
Áslaítegundum
„Andatjörnin er kannski ekki rétt
nafn á þessa mynd. Hún segir frá
tilbúnu stöðuvatni sem nær yfir 32
ferkilómetra svæði i Bharatpur-
héraði á Indlandi. Vatnið var
upphaflega gert til að laða að endur
yfir vetrartímann. Síðan voru
endurnar veiddar allan ársins hring,”
sagði Guðni Kolbeinsson, þýðandi
myndarinnar Andatjörnin, i samtali
við DB.
,,Nú er þetta svæði friðað og þar
eru um 300 tegundir fugla, mest
vatnafuglar. Sumar tegundirnar eru
sárasjaldgæfar. Myndin er um þessa
fugla og líf þeirra,” sagði Guðni.
Myndin er hálftíma löng og þulur
er Friðbjörn Gunnlaugsson.
-F.LA.
Leikkonuna Gemmu Jones (Lovísu Leyton) höfum við séð I fleiri framhaldsmyndaflokkum en Hertogastrætinu, þó að
kannski fæstir muni eftir henni. Gemma Jones lék nefnilega ensku prinsessuna Vicky i framhaldsmyndaflokknum Valtir
veldisstólar sem sjónvarpið sýndi árið 1975.
HERTOGASTRÆTI—sjónvarp kl. 21,10 á páskadag
L0VÍSA KEMST í
SVIÐSUÓSIÐ AFTUR
Lovísa Leyton i Hertogastræti
bregst okkur ekki þrátt fyrir að nú
fara páskar i hönd. Lovísa birtist á
skjánum á páskadagskvöld kl. 21.10.
í siðustu þáttum hefur efni Hertoga-
strætis verið frekar þunnt að margra
mati og fjallað meira um gesti á
hóteli Lovisu heldur en hana sjálfa.
Nú mun þetla lagast og Lovísa kemst
aftur inn í sviðsljósið i þáttum sínum.
I níunda þættinum, sem sýndur
verður á páskadag, kemur Lovisa
vini sínum og barnsföður til hjálpar.
Tyrrell telur sig einskis nýtan og vill
taka sér eitthvað fyrir hendur. Hann
heldur málverkasýningu en svo vill til
að eini maðurinn sem kaupir mynd er
Parker nokkur sem býr á hóteli
Lovisu.
Fljótlega kemst Tyrrell að þvi að
Parker þessi á skammt ólifað og
hefur ákveðið að njóta lífsins út í
yztu æsar á meðan hægt er. Starl's-
menn hótelsins hafa sanu'tð með
manninum og dekra við hann á alla
lund og að sjálfsögðu nýtur Parker
lifsins — eins og vera ber.
Þátturinn verður á dagskrá kl.
21.10 og þýðandi er Dóra Hafsteins-
dóttir. -KI.A.
.PASKAMYNDIN 1980,
TONABIO
Simi 311 8Z
A VETRARKVOLDI—sjónvarp kl. 20,45annan í páskum:
Hefhaftmjög
gaman af þessu
—sagði Öli H. Þórðarson sem er með síðasta Vetrarkvöldið
annan í páskum
,,í þessum þætti férég i heimsókn
til Sigurðar Demetz Franzsonar
söngvara og tónlistarkennara. Hann
hefur verið búsettur hér á landi í 25
ár. Sigurður hefur mörg áhugamál og
þó að hann sé orðinn 67 ára, syngur
hann Ijómandi vel. Hann mun koma í
stúdíóið og syngja lög við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar,” sagði
Óli H. Þórðarson um síðasta vetrar-
kvöldið sitt sem er á dagskrá
sjónvarpsins annan í páskum kl.
20.45.
,,Örn Arason sem reyndar átti að
vera í síðasta þætti kemur nú og
leikur nokkur klassisk gítarlög. Hann
hefur lært klassiskan gítarleik bæði
hérlendis og á Spáni',” sagði Óli
ennfremur.
,,Tvær hljómsveitir koma í
þáttinn og taka nokkur lög. Það eru
hljómsveitin Tívolí og hljómsveitin
Stormsveitin, en hún leikur jazz-
rokk. í þættinum ætla ég að kynna
Ungmennafélag Islands, en það er
eitt stærsta félag hér á landi með 23
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
újóri Umferöarráös hefur sljórnað
nokkrum vel heppnuöum Velrar-
kvöldum í vetur. Mynd: Sjónvarpið.
þúsund félaga. Til að forvitnast um
félagið ræði ég við fornrann þess,
Pálma GíslasOn.
í þættinum verð ég auk þess með
ýmislegt smotterí, sem ég vil nú ekki
segja frá,” sagði Óli. Aðspurður um
hvort eitthvert efni í þættinum
tengdist páskunum sagði Óli: ,,Það
verður nú litið páskalegt i þessum
þætti. Við vorum að hugsa um að
hafa eitthvað, en allt þetta sem
tengist páskum, svo sem málshættir,
páskaegg og fleira, er búið að nota í
svipuðum þáttum. Það verður þó að
sjálfsögðu minnzt á páskana.”
Eins og áður er kornið frarn er
þetta síðasti þáttur Óla H.
Þórðarsonar. „Ég gæti vel hugsað
mér að hafa fleiri svona þætti því mér
líkar þetta starf mjög vel,” sagði Óli
er hann var spurður um hvort þeir
yrðu nú örugglega ekki fleiri. Óli
hefur verið með fjölbreytt efni i
þáttum sínum, og án efa munu
margir sakna hans og þáttanna.
-KI.A.
BLEIKIPARDUSINN HEFNIR SlN
(Revenge of the Pink Panther)
Aðalhtutverk: Sýnd skírdag og annan í páskum
Peter Sellers kl. 3,5,7 og 9.
Herbert Lom Hækkað verð.
Skilur við áhorfendur I krampakenndu hláturskasti. Við þörfnumst
mynda á borð við Bleiki pardusinn hefnir sin.
Gene ShalitNBCTV.
Sellers er afbragð, hvort sem hann þykist vera ítalskur mafiósi eða
dvergur, listmálari eða gamall sjóari. Þetta er bráðfyndin mynd.
Helgarpósturinn.