Dagblaðið - 26.02.1981, Síða 12

Dagblaðið - 26.02.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 12 frfáJst, áháð dagblað Útgofandi: Dngblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoöarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannos Reykdal. Íþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjarrjason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinareson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urðsson, Dóra Stofónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gisli Svan Einarason, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing. Huld Hákonardóttir, KrMján Már Unnarason, Siguröur Sverrisson. Ljóumyndir: Bjai ileiíui Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs son. DreHingaretjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur h SkeHunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Er fátækt á íslandi? Oft mætti virðast af ummælum manna í fjöl- miðlum, að svo væri ekki. Menn fjöl- yrða gjarnan um að lífskjör okkar séu góð miðað við aðrar þjóðir. Það er rétt, en hinu skyldi enginn gleyma, að veru- leg fátækt fyrirfinnst hér á landi. ,,Ég dreg það ekki í efa,” skrifaði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir í Dagblaðinu fyrir viku, þegar hún svaraði spurningunni, hvort fátækt væri á íslandi. Annað veifið birtast stjórnmálamenn, einkum þegar þeir eru í stjórnarandsöðu, og segja sem svo, að þeim sé gersamlega ógerlegt að skilja, hvernig sumir lands- menn geti lifað af þeim tekjum, sem þeir hafa. Minna ber á slíkum yfirlýsingum, þegar sömu stjórnmálafor- ingjar sitja að völdum. Þá er þeim eðlilegast að nota orð Heaths, fyrrum forsætisráðherra Bretlands og fjölda annarra forystumanna um allan heim og segja: ,,Okkur hefur aldrei liðið betur en einmitt nú.” Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir nefnir í grein sinni nokkur dæmi um fátækt á íslandi anno 1981. „Tökum fyrst fólk sem vinnur á sléttu mánaðar- kaupi og tek ég þá þau laun, sem greidd eru á mínu félagssvæði. Fastakaupið fyrir 40 stunda vinnuviku er á bilinu 3769 til 4164 nýkrónur á mánuði. Enginn, sem þarf að sjá sér fyrir öllu uppihaldi sjálfur, er of sæll af því,” segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. ,,í öllum kjarasamningum virðist það ófrávíkjanleg regla, að þeir, sem eiga að lifa af beinum kauptöxtum, sitja eftir,” segir hún ennfremur. ,,Hvað segir næsta kjaramálaráðstefna Alþýðusambandsins við því?” En til er fólk, sem er fátækara. Þeir öryrkjar, sem búa inni á stofnunum, eru ekki sælir af „vasapening- um” sínum. Aðalheiður nefnir ennfremur þá, sem þurfa að lifa á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysisbætur eru aðeins greiddar fimm daga vikunnar, og upphæðin, sem ein- staklingur fær, eru 117,04 krónur á dag. ,,Það fólk, sem verður verst úti, er það, sem farið er að eldast og hefur ekki fullt virinuþrek. Það fólk er gjarnan á bótum út tímabilið, sex mánuði, og hvað tekur þá við, þar til það kemst á ellilaun?” Þá má minna á þá, sem verða að lifa af sjúkrabótum mánuðum saman, en þær eru 50,60 krónur á dag fyrir einstakling,” segir Aðalheiður. Einnig ber að líta á kjör einstæðra foreldra, svo sem konur, sem eru að basla fyrir sér og börnum sínum. Aðalheiður nefnir einstæða konu, sem hefur í mæðralaun og barnalífeyri 1779 krónur á mánuði. Auk þess fær konan einhverjar barnabætur gegnum skattinn. Konan reynir að vinna hálfan daginn og fær 2228 krónur á mánuði, sem ekki er óalgengt. Samtals hefur konan því 4007 krónur á mánuði. Hún borgar ef til vill 550 krónur fyrir dagvistun barnanna og um 1000 krónur í húsaleigu á mánuði. Eftir verða því fyrir öðrum lífsnauðsynjum 2857 krónur á mánuði. Launakjör hátekjumanna hafa verið nokkuð á dag- skrá að undanförnu. Ekki skortir, að upp rísi talsmenn þeirra, sem rekja, hversu ,,dýrt sé að lifa”. Vafalaust má erlendis finna sambærilega hátekjumenn, svo sem þingmenn, með betri kjör en hér gerast. En spurning- in er þessi: Ættum við ekki fyrst að sjá til þess að hinir tekjulægstu íslendingar geti búið við lífvænleg kjör, áður en við veitum hinum hæstlaunuðu sambærileg kjör við starfsbræður þeirra í sumum öðrum löndum? f~m "" ' .- La elva leve! Lifi Samaland! Samar og íslendingar Nú stendur fyrir dyrum þing Norðurlandaráðs. Á XI. norræna samaþinginu, setn haldið var í Tromsö í júní 1980, var gerð samþykkt um að krefjast þriggja fulltrúa í Norðurlandaráði. Hér er um að ræða kröfu sem sett er fram af þingi sama frá Norðurlöndunum þrem, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og felur í sér að einni af þjóðum Norðurlanda verði veitt sæti í Norðurlandaráði. Öllum fyrri kröfum sama um sæti i Norður- landaráði hefur verið hafnað. Besti stuðningur íslendinga við þessa nprrænu smáþjóð nú væri að berjast fyrir kröfu þeirra á komandi þingi Norðurlandaráðs. Og sá stuðningur ætti að vera sjálfsagður. Hér með er þeirri áskorun beint til fulltrúa íslands á þingi Norðurlandaráðs, að þeir láti sitt ekki eftir liggja til að samar fái ósk sína uppfyllta. ^ „Hér meö cr þeirri áskorun beint til fulltrúa íslands á þingi Norðurlandaráðs, að þeir láti sitt ekki eftir liggja til þess að samar fái ósk sína uppfyllta.” ÞJÓÐLÍFS- ÞÆTTIR Gagnstætt því sem gerðist í fyrra er það nú ágreiningslaust, að nýr ára- tugur er hafinn. Og endaði áttundi áratugurinn með því mesta góðæri hvað snerti veðurfar og aflaföng til sjós og lands að slíks munu engin dæmi á þessari öld. Minnast má nú þess, að liðin eru hundrað ár síðan frostaveturinn mikli gekk yfir, þegar gengið var á ís frá Reykjavík uppá Kjalarnes og þaðan til Akraness. fs- inn varð þriggja álna þykkur á Akur- eyrarpolli og frostið komst niður í 37 gráður á Siglufirði. Man nú enginn þessi harðindi, nenta ef vera skyldi frú Halldóra Bjanadóttir sem þá var á áttunda ári. Á síðasta ári áttu tvær merkustu stofnanir þjóðarinnar hálfrar aldar afmæli, Landspítalinn og Ríkisút- varpið og minntu á þá grósku og framkvæmdahug, sem ríkti í stjórn Tryggva Þórhallssonar fyrir fimmtíu árum. Ekki mun vígsla þessara stofn- ana hafa farið fram við mikinn glasa- glaum enda var ómenningu vínnautn- ar þá haldið niðri með strangri lög- gjöf. En nú þykir sjálfsagt af hvað litlu tilefni sem er að hampa glösum fyrir framan myndavélar. Og hefir vígsla sumra sjúkrahúsa i seinni tíð orðið reginhneyksli vegna hóflausrar vínnautnar. Nú fékk Ríkisútvarpið i afmælis- gjöf frá ríkisstjórninni hið langþráða leyfi til þess að byggja yfir sig, fyrir eigið fé. En seint munu þau mistök bætt er skammsýn stjórnvöld bönn- uðu Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra að byggja árið 1945 eftir fyrir- liggjandi teikningu á heimilaðri lóð fyrir eigin byggingarsjóð, sem síðan var lánaður út til Péturs og Páls og látinn brenna upp í verðbólgubálinu. Þegar maður minnist þessara mis- taka við að afla Útvarpinu húsnæðis koma manni í hug byggingaumsvif Seðlabankans, sem eru næsta furðu- leg. Um það leyti sem Seðlabankinn hugði til framkvæmda, var hið nýja skipulag Reykjavíkur með nýjan miðbæ í Kringlumýri fullgert. Hefði flestum fundist sjálfsagt að bankinn reisti sitt veglega hús í kjarna hins nýja miðbæjar með ríflegu bifreiða- stæði. í stað þess lét bankinn teikna mikla höll í Hallargarðinum svo- nefnda austan tjarnarinnar og ráð- Kjallarinn Sigurjón Sigurbjörnsson gert var að fjarlægja hið friða hús er Thor Jensen byggði á sínum tíma. Þar sem megn andstaða reis gegn þessari fyrirætlan féll bankinn frá framkvæmdum á þessum stað. En lét þegar teikna aðra byggingu, sem ætl- aður var staður í túninu hjá Ingólfi Arnarsyni. Átti hún að vera bæði of- anjarðar og neðan og hófst nú mikill gröftúr. Þá brá sá landsþekkti leikari Þorsteinn Ö. Stephensen sér í smala- gervi og rak bankann úr túninu. Gapir þar nú ógeðsleg forarvilpa til lítillar prýði fyrir miðborgina. Heyr- ist nú að verið sé að teikna þriðju höllina sem eigi að setja á Battaríis- svæðið, þar sem hið virðulega múr- steinshús sem Svíarnir byggðu stend- ur. Væri það skrýtla á heimsmæli- kvarða að byggja Seðlabanka á hafn- arbakka, við höfn, sem er svo að- þrengd með athafnasvæði að til vandræða horfir. Við eina mestu um- ferðargöíu borgarinnar, án mögu- leika á bifreiðastæðum. Á sinum tíma var komið í veg fyrir að frú Vídalín byggði þarna lúxushús og sjálfsagt mun takast að koma í veg fyrir það að Seðlabankinn auki þarna þrengsli. Engum getur skal að þvi leitt hvað bankinn er búinn að eyða miklum fjármunum í þetta bygging- arfálm. En allir vita, að þeir sem þarna ráða, hafa um áratugi verið leiðbeinendur allra ríkisstjóma i fjár- málum. ölmusan falli niður Hefði einhver imprað á því fyrir fimmtíu árum að ríkið ætti að borga Morgunblaðinu, Timanum og Alþýðublaðinu fyrir það að vera stjórnmálablöð, hefði sá ekki verið . talinn með öllum mjalla. En nú eru á fjárlögum fyrir 1981 170 milljónir króna ætlaðar í greiðslur til stjórn- málablaða. Morgunblaðið er gefið út af hlutafélagi auðmanna. Tíminn, Þjóðviljinn og Vísir eru talin hafa sterka bakhjarla. Þá er það bara Alþýðublaðið sem er á nástrái, síðan norski styrkurinn féll niður. En sú út- gerð tók þá skynsamlegu stefnu að minnka blaðið í 4 siður. Mættu hin dagblöðin taka sér þetta til fyrirmyndar og hætta að vera með 30—48 síður 6 daga vikunnar sem enginn hefir tíma til að lesa og fara því lit't lesin í öskutunnurnar. Hvílík V ■

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.