Dagblaðið - 22.06.1981, Page 29

Dagblaðið - 22.06.1981, Page 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. 29 STRANDAMENN FÉLLU í STAFl YFIR DÍSUNUM —þeim Vigdísi forseta og Hjördísi sýslumanni Fri Jónasl Haraldssyni, blaðamanni DBI fylgd með forsetanum: Blendnar tilfinningar bærðust i brjóstum karla á sýslumörkum Dala- og Strandasýslna í gærdag. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, kom þá i opinbera heimsókn í Strandasýslu, eftir vel heppnaða heimsókn í Dala- sýslu. Allir vita, að forsetinn er kona en sýslumaður Strandamanna er einnig kona, Hjördís Hákonardóttir. Hún er fyrsta og eina konan, sem er sýslu- maður hér á landi. Karlanna vigi falla þannig hvert af öðru og stendur nú fátt eftir. Tími er nú raunar kominn til myndi margur halda. En þegar rætt er um blendnar tilfinn- ingar karlrembunnar má ekki gleyma því, aö í brjóstum þeirra blandast einnig stolt vegna dísanna tveggja. Vigdísar og Hjördísar. Þær eru óneitanlega álitlegri en þeir embættis- menn, sem við höfum átt að venjast. Um atgervi þeirra þarf enginn að efast. Eftir að sýslumaður og forseti höfðu heilsazt á Laxárdalsheiði og kvatt Pétur Þorsteinsson sýslumann Dalamanna, var haldið til Hólmavíkur. Bilalestin var orðin um klukkustund á eftir áætl- un, þannig að heldur var slegið i fákana til að komast á áfangastaö á tilsettum tíma. Blaðamaður á bUaleigubii, sem ekki er vanur raUakstri, fékk sína eld- skim í þvUiku háttalagi norður Strandir. Sjaldan sáust lægri tölur en þriggja stafa á hraðamæUnum og hnúarnir hvitnuðu á stýrinu. Lögreglu- bUl fór fyrir og annar rak lestina. Var þaö huggun harmi gegn. Það hefði að minnsta kosti verið fljótlegt að gefa skýrslu ef ökutækið hefði fært sig út af þjóðveginum. Allt hafðist þetta þó áfaUalaust. Nokkur fróun var að sjá er blaða- menn Morgunblaðsins stigu ekki siður Kræsingarnar skorti ekki f Dalabúð, félagsheimili Dalamanna i Búðardal. Hér fá sér sneiðar þau Vigdls forseti og Pétur sýslumaður. Sltjöldur Stefánsson flytur forsetanum frumorta drápu: Sagt er nú að sólir tvær/séu bér I Dölum. náfölir út úr sínum „rallbU”. Stranda- ralliö fór sumsé vel fram og klukku- tíma seinkun náðist upp á 105 km kafia. Vel að verki verið þar. Nánast allir Hólmvíkingar og Strandamenn úr nærsveitum fögnuðu forsetanum í Hólmavík. Böm veifuðu islenzka fánanum við grunnskólann og hátíðarblær var yfir öllu. Sólin lét meira að segja sjá sig. Vigdís opnaöi sýningu á málverkum ísleifs heitins Konráðssonar og setti þar meö menningarvöku Strandamanna 1981. Hjördis sýslumaður bauð forset-' velkominn. Vigdís þakkaði og lýst. gleði sinni að fá aö heimsækja sýsluna. Siðan beið kaffi allra og svignuðu borð undan hnallþómnum. Köku- gerðarmenn í Strandasýslu fá „A” i Hjördís Hákonardóttir sýslumaður Strandamanna býöur forsetann velkominn I sýsluna. Hægra megin á myndinni er eigin maður sýslumanns, Eyjólfur K. Emilsson. einkunn, ekki siður en kollegar þeirra í Dalasýslu. Sýning Þjóöleikhússins á ieikríti Jökuls Jakobssonar, I ömggrí borg ", rak endahnútinn á kvöldið. Leikið var að Laugabóli í Bjarnarfirði. Forseti gisti á heimili sýslumanns í nótt og hélt af stað sjóleiðis til Grímseyjar á Stein- grimsfirðiímorgun. Vigdfs færði börnum I Búðardal þrjár trjáplöntur sem eiga að minna á varðveizlu tungu og menningar þjóðarinnar. Þegar Vigdis kom að Laugum færði litll stúlka, Ásdis Kristjánsdóttir, henni fallegan blómvönd. Forseta heilsað á sýslumörkum Dala- sýslu. Pétur sýslumaður Þorstelnsson tekur á móti Vigdisl ásamt konu sinni, Björgu Rikarðsdóttur. TIMBUR FRÁ KANADA HÖNNUÐ FYRIR ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR Einbýlis- og parhús út- vegum við Jrá Kanada með stuttum fyrirvara. Leitið upplýsinga og gerið verðsamanburð. 16 GERÐIR HÚSA Eldhúsinnréttðngar, allðr skápar oa ðnni- oa útihurðð SÖLUAÐILI: HÚSAMIÐLUN Símar 11614 og 11616 EiJ r

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.