Dagblaðið - 09.09.1981, Side 1

Dagblaðið - 09.09.1981, Side 1
7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 — 203. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMl 27022. DregurtiltíðindaíklofningsmálumSjálfstæðisflokksins? Sáttafundur Gunnars og Geirs i Ráðherrabústað — Vel fórá með foringjum og meðreiðarsveinum ogákveðið varað halda annan „sáttafund” Fyrsti fundurinn sem haldinn hefur verið til að reyna sættir hinna stríð- andi fylkinga í Sjálfstæðisflokknum var haldinn á mánudaginn. Fundar- boðandi var Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra og fundarstaðurinn var Ráðherrabústaðurinn við Tjarnar- götu. Til þessa fundar mættu Geir Hall- grímsson, form. Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Lár- us Jónsson, varaform. þingflokksins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður af hendi annars fiokks- armsins en dr. Gunnar Thoroddsen, varaformaður flokksins, Pálmi Jóns- son ráðherra og Eggert Haukdal alþm. af hálfu hins flokksarmsins. Traustar heimildir herma að vel hafi farið á með fundarmönnum þá dágóðu stund sem fundurinn stóð og við kaffiborð sem boðið var til. Er fundarmenn kvöddust með virktum var ákveðið að boða til annars slíks viðræðufundar í leit að sáttum. í Gunnarsarmi flokksins er bent á að nú sé hálft annað ár liðið frá því að formanna- og fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fundaði um aíild hluta sjálfstæðismanna að nú- verandi stjóm og aðferðina við stjóm- armyndunina. Á þeim fundi var ein- róma samþykkt að fela Geir Hall- grímssyni að leita sátta meðal stríð- andi afla innan flokksins. Til að upp- fytla þann vilja fundarins er ekki vit- að til að Geir hafi haldið nokkurn fund eða haft í frammi nokkrar aðrar sáttaaðgerðir. Stuðningsmenn Gunnars Thorodd- sen eru því mátulega trúaðir á, að Geir og hans menn gangi til sátta nú, þegar Gunnar Thoroddsen ríður á vaðið með umræður um vandamál flokksins. Er þær raddir að heyra að Geir og hans menn hafi engar sættir í huga þó þeir mæti til funda í Ráðherrabústaðnum, þiggi þar kaffi og skiptist á skoðunum við „svikara flokksins”. -A.St. Brezkir hrárokkarar á Borginni Þeir sátu uppi á hótelherbergi, sötr- andi Carlsbergbjór úr frihöfninni, þreyttir og slæptir eftir langa ferð frá Manchester í Englandi. „Við fórum á fætur klukkan fimm í morgun, svo við erum ekki beint í kjaftastuði,” sögðu félagarnir í Fall, brezku hljómsveitinni, sem nú í vikunni heldur þrenna hljóm- leika í Reykjavík. Eftir að Tjallarnir höfðu glímt við hurðina á herberginu í nokkurn tíma, hún var stif og vildi ekki opnast, tókst Einari ljósmyndara að narra þá upp í grjótið fyrir aftan hótel- ið. Þar stilltu þeir sér upp, skjálfandi af Líklegra að þorskaflinnverði 450þúsund tonn en500þús. — sjábls. 20 Friðrik Ólafsson: „Hún hefur sjálfsagt sínar meiningar, konan” -sjábls.17 kulda, og biðu meðan Einar smellti af í gríð og erg. í fremri röð eru Craig Scanlon og Steve Hanley, en í þeirri neðri, frá vinstri, Mark Riley, Paul Hanley og Mark E. Smith. Fyrstu tón- leikar Fall verða á Borginni í kvöld. -SA. Dauðaslys á Keflavík- urflugvelli Njarðvikingur lézt i slysi á Kefla- víkurflugvelli í gærkvöld. Slysið varð með þeim hætti að karfa, sem notuð var til að tjarga þak á flugskýli, losnaði og féll til jarðar úr um 20 metra hæð. Hinn látni, Björn Grétar Ólafsson, Kirkjubraut 8, fæddur 26.5. 1934, varð undir körfunni og lézt samstundis. öryggiseftirlitið og lögreglan á Keflavikurflugvelli kanna nú með hvaða hætti slysið vildi til. Svartbakurinn er að eyðileggja neyzluvatn Akurnesinga: HÖRDUSTU SKAGA MENN DREKKA EKKILENGUR ÓSOÐIÐ VATN — og kalla þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum eftir áratugalöng kynni af illdrekkandi gerlavatni Meira að segja rótgrónir Akurnes- ingar, sem til þessa hafa látið allar aðvaranir um ódrykkjarhæft neyzlu- vatn úr vatnsbóli bæjarins sem vind um eyrun þjóta, þora ekki lengur að drekkaþaðósoðið. Glögglega kom fram í viðtölum sem DB átti við fólk á Akranesi í gær að því stendur ekki lengur á sama um ástand drykkjarvatnsins. Haft var á orði að slæmt væri það nú orðið þegar fólk er varað við drykkju vatnsins í opinberri tilkynningu. Flestum bar einnig saman um að skaðvaldurinn væri svartbakurinn sem hreiðrað hefur um sig I tótrúleg- um fjölda í hlíðum Akrafjalls. Erfið- lega hefur gengið að hefta útbreiðslu fuglsins, sem er á góðri leið með að gereyðileggja drykkjarvatn bæjarbúa með úrgangi morandi í hættulegum gerlum. -SSv. — sjá nánar ábls. 10-11 Uppistöðulón vatnsveitunnar á Akranesi við rætur Akrafjalls. Úr þessu lóni fá bæjarbúar neyzluvatn sitt sem komið hefur I Ijós að er morandi í alls kyns gerlum. DB-mynd: Sig. Þorri. -DS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.