Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. KEFLAVÍK Blaðburðarfólk óskast strax í Keflavík. Upplýs- ingar hjá umboðsmanni í síma 3053. MEBIAÐIB REYÐARFJÖRÐUR Nýr umboðsmaður á Reyðarfirði: María Ölversdóttir Sjólyst, sími 97-4137 MÉBIABW Byggingaverkfræðingur eða tæknif ræðingur óskast Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða bygginga- verkfræðing eða byggingatæknifræðing til starfa vegna linubygginga. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 20. september nk. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi118, 105 Reykjavík VERZLUNARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Verzlunarmannafélag Suðurnesja heldur almennan fé- lagsfund að Hafnargötu 28 Keflavík, fimmtudaginn 10. sept. kl. 20.00. Dagskrá: Uppsögn kjarasamninga Önnur mál Stjórnin. Auglýsing um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík Á tímabilinu l. september til l. júní er heimilt að veita l — 2 verzlunum í hverri grein leyfi til að hafa opið á laugar- dögum milli kl. 12.00 og 16.00. Einnig er heimilt að veita verzlunum leyfi til að halda vörusýningu utan venjulegs af- greiðslutíma, enda fari engin sala fram. Umsóknir sendist til samstarfsnefndar um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík, Austurstræti 16. 1X2 1X2 1X2 2. leikvika — leikir 5. sept. 1981 Vinningsröð: 111 — 121 — 122 — 211 1. vinningur: 12 réttir — kr. 8.565,00 5601 2722514/11) 32281(4/11)+ 41751(6/11) 27084(4/11) 27927(4/11) 40008(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 231.00 1388 7024 25249 28463 31160 40166 41838 2329 7025 25622+ 28508 31224 40259 42131 2356 7642 25725+ 28680 42 31226 40680 42308 3747 8694+ 25791(2/11) 31228 40682 42450 4623 8695+ 26097(2/11) 31263(2/11) 43162+ 4950 9053 26712 28922 31904 40691 5221 9854 27332 29346 31905 40853 5527 10683+ 27377 29518 32100 40854 5599 10838+ 27414+ 29555 32109 40988 5781 + 11472 27518+ 29857 32116 41034 5782+12/11) 27787 30130 32280 41505 5786+ 25222 27813+ 30351 40021 41624 6123(2/11) 27973 30446 40092 41774 Kærufrestur er til 28. sept. kl. 12 á hádegi. Kærur skuiu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Eftiríætisgeldingur keisaraynjunnar er mí kominn á eftiríaun A bak við stáldyr á vestari Trum- buturnsgötu í Peking hugsa tveir full- orðnir herramenn um blómin og gull- flskana í fallegum garði þar sem þeir hafa búið í þrjátíu ár. Þeir eru sorg- legar minjar um liðinn keisaratíma i Kína. Sun Yaoting og Ma Deqing eru báðir áttræðir. Þeir voru geldingar hjá Qing-keisarafjölskyldunni í Kína og bjuggu í Forboönu borginni. í dag eru þeir á framfæri alþýðulýðveldis- ins og eyða elliárunum með nokkurri virðingu í garöi þess ríkisapparats sem annast varðveizlu hofa og klaustra. Aðeins einn annar geldingur er sagður vera enn á lífi. Þeir eru þvi aðeins orðnir þrír, fulltrúar hinnar fjölmennu þjónastéttar sem fræg var fyrir valdagræðgi og hallarklíkur. Talið er að Ming Ming-keisaraættin hafi haft yfir eitt hundrað þúsund geldinga í sinni þjónustu á tæplega þrjú hundruð árum (1368—1644). Þegar Sun Yaoting gekk í þjónustu keisarans 1916 voru geldingarnir um eitt þúsund. Þegar hann hætti 1924 voru þeir tæplega 200. Sun er yngstur þremenninganna og segir blátt áfram: „Ég var í upp- áhaldi hjá keisaraynjunni. Ég rækti skyldu mina vel. Misjöfn kjör hjá hirðinni Á síðustu valdadögum Qing-fjöl- skyldunnar var Sun fágaður, kurteis og tiltölulega auðugur geldingur. Hann fékk 20 silfurpeninga á mánuði í laun sem eftirlætisgeldingur hinnar hégómagjörnu Wan Rong, keisara- ynju á táningsaldri. Hann var á svip- uðum aldri og hún, skenkti henni.te, þvoði hendur hennar og studdi hana þegar hún gekk um á sínum keisara- legu fótum. Ma Deqing var ekki eins lánsamur. Hann var stórvaxinn klunni og ólæs. Hann var verkamaður af lægstu gráðu, vann erfiðustu verkin í höll- inni og þurfti af og til að þola bar- smíðar. Hann þurfti sjálfur að borga fyrir að láta sauma nafn sitt í fötin sín. Ma og Sun hafa verið vinir i hálfa öld: það sem tengir þá saman fremur öðru er geldingin, sem þeir máttu þola til að geta orðið fjölskyld- um sínum að liði, og staða þeirra sem viðrini og útlagar. Ekki hægt að flýja hlutskiptið Sun fæddist nærri Tianjin, elztur þriggja sona í bændafjölskyldu sem leiddist út i betl. Þegar hann var tíu ára fóru foreldrar hans að hugsa um að gera hann aö geldingi. ,,Ég bauðst til að hjálpa fjölskyldu minni,” segir Sun lágum rómi og virðist stundum að því kominn að fella tár. „Allir töldu geldinga vera fyrirlitlega og jafnvel ógeðslega. Enginn vildi raunverulega verða geld- ingur en hjá því var ekki komizt því við vorum svo fátæk.” Svo margir fátækir bændur og leiguliðar vildu selja syni sina til keis- arafjölskyldunnar að biðlistinn var langur. Það liðu sex ár þar til biðin var á enda og loks var hægt að veita Sun hina keisaralegu geldingu. Þá var hannorðinn 16ára. Frá og með þeim degi er hann kom fyrst inn í Forboðnu borgina varð hann geldingur. Það var 1916 og næstu átta ár vann hann þar eða allt þar til Pu Yi leppkeisari var flæmdur í burtu af stríðsherranum Feng Yu Hsiang. Allir karlar út — nema prinsar og geldingar Á hverju kvöldi við sólarlag, segir hann, hringdi bjalla til merkis um að allir karlar ættu að yfirgefa For- boðnu borgina — allir karlar nema ættingjar keisarans og geldingarnir. Geldingarnir hnýttu skóþvengi keisarans, sögðu honum sögur, brenndu reykelsi, stilltu klukkurnar, skúruðu gólfin, gættu fjársjóða, sinntu húsdýrunum og fóru með kafla úr heimsbókmenntunum utan- bókar. En vegna þess hve Sun hafði gott lag á keisaraynjunni og uppá- tækjum hennar varð hann uppá- haldsgeldingur hennar og tíður fé- lagi. Hann var yngstur tólf einkageld- inga hennar. Hann minnist þess að hún lét geld- ÓMAR VALDIMARSSO 'tí 4. inga sína, sem allir voru ungir eins og hún sjálf, standa í hring umhverfis sig og leika hirðleiki. „Ef hún felldi sig við mann og var í góðu skapi var lítill vandi að gera henni til hæfis,” segir Sun. ,,En ef hún varð reið þá forðaðist ég hana. Ég fylgdist með skapinu í henni og fór varlega að henni.” Stundum bauð keisaraynjan honum að borða með sér. Hann hneigði sig niður í gólf þrisvar sinn- um áður en hann tók við matnum og varð að standa á meðan hann borð- aði í návist hennar hátignar. Stundum gaf hún honum peninga, jafnvel 40—50 silfurdali. Megniö af peningum hans fór beint heim til fjöl- skyldu hans i sveitinni. Grimmur keisari Hann minnist einnig hins grimma eiginmanns hennar, þess unga Pu Yi keisara, sem fór á reiðhjóli eftir mar- maragöngum hallarinnar. Keisarinn var frægur fyrir hrottaskap gagnvart geldingum sínum. Stundum neyddi hann þá til að borða aur og mold. Einu sinni sneri hann sér að Sun: , .Keisarinn sagðist ætla að skj óta mig og drepa. Ég varð skelfingu lostinn, kastaði mér fyrir fætur hans og bað um miskunn. Þá hló hann og vinir minir sögðu að hann væri aðeins að gera að gamni sinu.” Sun- kann sögur af frægum og valdamiklum geldingum sem sumir hverjir höfðu safnað miklum auði og áttu jafnvel konur og hjákonur — svo allt liti vel út á yfirborðinu. ,,Fn þetta var í gamla daga,” segir han.t. ,,Við höfðum engin völd. Qing-keis- araættin hafði engin völd.” Þegar keisarinn og hyski hans voru flæmd frá höllinni 1924 var Sun skyndilega staddur í veröld þar sem hann hafði ekkert hlutverk. „Mikil hryggð gagntók mig,” segir Sun sem var 24 ára gamall þá. „Hvert áttum við að fara? Hver vildi okkur? Hvað átti að verða um okkur?” Enginn vildi ráða geldinga í vinnu og margir leiddust út í betl. „Við vorum forsmáðir í veröldinni,” segir hann. „Við vissum ekki einu sinni hvort við áttum að nota karla- eða kvennaklósettin.” Hamingjusamir í vinnu hjá alþýðu- lýflveldinu Þrjátíu eða fjörutíu geldingar lögðu saman fé sitt og keyptu land- skika í vestari útjaðri Peking. Þar byggðu þeir Xing Long-klaustrið og iðkuðu taoíska íhugun. Þeir ræktuðu grænmeti, höfðu örlitlar leigutekjur af húsum á landinu en lifðu að mestu í einangrun, aðgerðaleysi og fátækt. Þeir höfðu efni á að kaupa hveiti tvisvar í mánuði og lifðu að mestu á kornbrauði. Á götum úti gerði fólk hróp að þeim. Geldingarnir bjuggu þarna saman í hartnær aldarfjórðung eða þar til kommúnistar tóku völdin í landinu 1949. Þá tók ríkið yfir hof og klaust- ur og um þrjátíu geldinganna fóru að vinna fyrir alþýðulýðveldið. Þeim var gert að sækja stjórnmálafræðslu- námskeið til að lesa kenningar Marx og Maos formanns. „Þá skildist okkur að við vorum kúgaðastir allra í gamla þjóöfélaginu,” segir Sun. „Nú fengum við vinnu, vorum verndaðir og virtir.” Þannig gerðist það að uppáhalds- geldingur keisaraynjunnar varö skrif- stofumaður. „Eftir alla ævi í vesöld,” segir Sun, „gátum við loks lifað hamingjusömu lífi.” Nú hrósar hann Kommúnistaflokknum. Hann fær mánaðarlegan lífeyri, 50 juan, eða nærri þrjú hundruð krónum. Hann borðar í mötuneyti. Starfsmenji þar hjálpa honum að ganga, því fæturnir eru farnir aðgefa sig. Þeir leggja púða í sætið hans og hjúkrunarkonur líta eftir honum. Einu sinni á ári kemur bróðir hans í heimsókn. Á borði við rúmið hans hefur Sun stillt upp myndum af fjar- skyldum ættingjum sínum sem hann hefur aldrei séð. — Byggt á Int’l Herald Tribune. Geldingarnir Ma Deqing (til vinstri) og Sun Yaoting sem fyrir hálfri öld voru þjónar f höll keisarans i Kina. Kína:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.