Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Ci 27 Utvarp Sjónvarp D SAGAN: „NÍU ÁRA OG EKKINEITT” EFTIR JUDY BLUME - útvarp kl. 17.20: Saga fyrir alla aldurshópa —- Um afbrýðisemi systkina Þrjár nýjar sögur eru nú lesnar i út- varpinu. Þriðji lestur miðdegissög- unnar, Brynju, verður í dag, útvarps- sagan Rlddarinn er klukkan 21.30 og annar lestur sögunnar Níu ára og ekki neitt er klukkan 17.20. Bryndís Viglundsdótttir les þýðingu sína á síðastnefndu sögunni. Höfundurinn er þekktur bandarískur rithöfundur, Judy Blume, og er hvað frægust fyrir sinn létta og leitandi máta í skrifum sínum. Hún hefur hlotið mörg verðlaun og hafa kennarasamtök víða um lönd mælt með bókum hennar. Sérstaklega tekur Judy fyrir hvers konar félagslegar aðstæður og lýsir vel hugarástandi barna gagnvart skilnaði, dauðanum, afbrýðisemi o.fl. Sagan Niu ára og ekki neitt fjallar um afbrýðisemi systkina og ýmisleg vandamál sem geta komið upp innan fjölskyldunnar. Pétri, níu ára strák, finnst litli bróðir sinn voðalegt leiðindadýr. Eftir að litli bróðir kom til skjalanna finnst Pétri sem hann hafi algjörlega fallið í skuggann. Helzt vildi hann geta skipt á honum og sætum, loðnum hundi, enda getur litli, sem er þriggja ára, fátt annað gert en að skemma og eyðileggja. Mörg börn þjást af þessari afbrýði- semi sem segir til sín þegar nýtt systkini kemur i heiminn. Sagan lýsir þvi skemmtilega hvernig Pétri líður og þótt hún sé sögð frá sjónarhóli lítils barns á hún ekki síður erindi við full- orðna. Krakkar hlusta á þessa sögu með mikilli ánægju og fullorðnir eru yfirleitt einnig hrifnir af henni, þó þeir skynji söguna öðruvísi en börnin. En kannski eimir ennþá eftir af þessari gömlu afbrýðisemi hjá þeim sem eru komnir af bernskuskeiði- og þess vegna ekki úr vegi fyrir fullorðna að velta þessari sögu fyrir sér. -LKM. Bryndis Viglundsdóttir, skólastjóri þroskaþjálfaskólans, les þýðingu sina úr sögunni Niu ára og ekki neitt eftir Judy Blume. Óeiröirnar í Bretlandi stóðu samfellt i 11 kvöld. Þá varð stundarhlé á þeim unz þær blossuðu upp aftur i Brixton-hverfinu í London. Þessi mynd sýnir lögreglu berjast við blökkumenn f Brixton. ÓEIRÐIRNAR Á BRETLANDI - sjónvarp kl. 22.10: í 11 kvöld samf leytt logaði allt í óeirðum í stórborgunum Sem kunnugt er af fréttum urðu miklar óeirðir í Englandi í júlímánuði í sumar en um þær fjallar brezk sjónvarpsmynd sem sýnd verður í kvöld. Óeirðirnar hófust að kvöldi hins 4. júlí í Southall-hverfinu í London og þaðan breiddust þ‘ær til Liverpool kvöldið eftir. Aðalvett- vangur óeirðanna þar var blökkumannahverfið Toxteth sem er að mestu leyti byggt blökkumönnum. Óeirðirnar breiddust fljótlega til fleiri borga og urðu einnig miklar í Leicester og Manchester. í 11 kvöld samfleytt geisuðu óeirðir á götum borga og bæja í Englandi en loks 15. júli varð hlé á þeim. Það stóð ekki lengi, þvi strax daginn eftir blossuðu óeirðirnar aftur upp í Brixton- hverfinu i London eftir að lögregla hafði gert húsleit í nokkrum húsum þar. Orsakir óeirðanna eru taldar hið slæma efnahagsástand í Bretlandi. Mikið atvinnuleysi er meðal blökku- manna og annars litaðs fólks en það var einmitt það fólk sem fyrir ó- eirðunum stóð. Einkum er at- vinnuleysi mikið meðal ungs fólks, sums staðar vel yfir 50%. I Liverpool er t.d. atvinnuleysið gífurlegt og sömu sögu er að segja úr mörgum helztu stórborgum Bretlands. Aðrar orsakir óeirðanna eru tortryggni í garð lögreglunnar, slæmt ástand í mennta- og húsnæðismálum litaðs fólks og síðast en ekki sízt kynþáttaofstæki sem stjórnmála- flokkar á borð við National Front hafa á stefnuskrá sinni. Er talið fullvist að æsingamenn úr þeirra röðum hafi hvatt blökkumenn til óeirða og jafnvel hrundið þeim af stað sums staðar. Víða kom til átaka milli hvítra og svartra unglinga og fjöldi lögreglumanna og annarra særðist í óeirðunum. Þá varð mjög mikið eignatjón og má sem dæmi nefna að Toxteth-hverfið í Liverpool var eins og eftir stórskotaárás, svo algjör var eyðileggingin. í myndinni er einnig rætt við lög- reglumenn, nokkra óeirðaseggi og stjórnmálamenn. Þýðandi myndarinnar og þulur er Gylfi Pálsson. -AS. KARPOV TEFLIR GEGN KARPOV —sjónvarp kl. 20.40: Lítið rætt um heimsmeist- araeinvígið — og Korchnoj ekki nef ndur á nafn „Það er sovézkur blaðamaður sem ræðir við Karpov og vini hans og kunn- ingja og meðal þeirra sem koma við sögu eru eiginkona Karpovs, Irina, Tal og Kasparov,” sagði Hallveig Thor- lacius en hún er þýðandi myndarinnar Karpov teflir gegn Karpov sem sýnd verður í sjónvarpi í kvöld. Brugðið er upp myndum frá fæðing- arbæ Karpovs í Úralfjöllum og sagt frá því hvar hann hefur alið manninn á lífsferli sínum. Karpov segir frá hugrenningum sínum um skákina en hann telur að sem heimsmeistari eigi hann að tefla á sem flestum og sem sterkustum skákmótum en ekki að draga sig i hlé eins og sumir. Ekki sagðist Hallveig vita hvort Sovét- menn væru hér að skjóta á Fischer en sagðist ekki telja það ólíklegt. Lítið er rætt um heimsmeistaraein- vígið í skák sem fram fer á næstunni en þar eigast við Korchnoj og Karpov. Tal minnist að vísu aðeins á það en Korch- noj er ekki nefndur á nafn. -SA. Frá einvigi þeirra Karpovs og Korchnojs um réttínn tíl að skora á Bobby Fischer, þá- verandi heimsmeistara i skák, árið 1974. Þá var Korchnoj ennþá sovézkur þegn og tefldi undir fána Sovétrfkjanna. Karpov sigraði f einviginu og varð sfðan heimsmeist- ari án þess að þurfa að tefla við Fischer sem var sviptur titlinum fyrir að neita að tefla samkvæmt reglum FIDE, alþjóðaskáksambandsins. SÍMI í MÍMIER10004 FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT TUNGUMÁLANÁM. VIDEOU Video — Tæki — Filmur Leiga — Sala — Skipti Kvikmyndamarkaflurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.