Dagblaðið - 09.09.1981, Page 9

Dagblaðið - 09.09.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. (I Erlent Erlent Erfent Erlent 3 Judy Davis er söngkennari stórstirnanna: Þegar Janis Joplin náði sér á strik, söng hán á við heilan mormónakór; — segirDavis Judy Davis veit fullvel að hún getur aldrei. slegið í gegn sem söngkona. Þegar hún lét taka úr sér hálskirtlana 19 ára að aldri gerðist það óhapp að svæfingarvökvi lak á raddbönd hennar og rödd hennar er fyrir bragðið há og skerandi. En þetta aftrar Judy ekki frá því að þjálfa aðra söngvara og sem slík er hún mikils metin. Barbra Streisand og Jerry Garcia geta borið vitni um hæfileika hennar til þess starfa, en þau hafa bæði sótt tíma hjá Judy. Meðal annarra söngvara sem Judy hefur leiðbeint má nefna Grace Slick og Jefferson Starship, Peter, Paul & Mary og Janis Joplin. Judy kennir í stóru stúdíói í Oakland í Kaliforníu og 150 söngvarar eru á hverju námskeiði. Þeir sækja tíma einu sinni í viku en tímarnir eru 15 á hverju námskeiði. Judy leggur mesta áherzlu á að kenna söngvurunum rétta öndun enda segir hún að til að söngvari geti sungið verði hann að þekkja undir- stöðuatriði öndunar. Eddie Money var nýlega i læri hjá Judy en pilturinn sá þurfti að hafa fyrir því að komast að hjá Judy. Hann kom nefnilega 20 mínútum of seint í fyrsta tímann og fyrir bragðið neitaði Judy að kenna honum. „Komdu aftur næsta ár,” sagði Judy við Eddie. En Eddie var ekki á þeim buxunum og elti Judy út á götu. Þar lagðist hann fyrir framan bíl hennar og neitaði að fara fyrr en hún féllist á að taka hann í tíma. Judy kaus heldur að kenna pilti söng en aka yfír hann úti á götu og varð Eddie Money himinlifandi yfir þeim mála- lokum. Að mati Judy Davis er Donna Summer bezta poppsöngkona dagsins i dag en hún er einnig mikill aðdáandi Pavarottis þótt hún sé ekki hrifin af óperusöng. Liza Minelli er einnig hátt skrifuð hjá henni þótt Judy finnist hún ekki sérstök söngkona. ,,En hún er listamaður af guðs náð,” segir Judy. Af þeim sem Judy hefur leiðbeint er hún mest hrifin af Barbru Streisand og Janis Joplin. Um Barbru segir Judy: Henni mistekst aldrei og hún væntir þess að aðrir leggi sig einnig alla fram. Janis Joplin varð rugluð af allri frægð- inni en þegar hún náði sér vel á strik hefði hún getað bundið enda á söng- feril Mormónakórsins,” segir Judy Davis. Judy segir tilvonandi stórstirnum til. Maraþonhlaup vorualftfram tilsiðustu ára eingönguþreytt af karlmönnum en nú hafa konur hafið þátttöku i þeim, þótt ekki só áður vitað um neina átt- ræða sem tekið hefurþátt i maraþonhlaupi. Áttræð kona í maraþonhlaupi Fyrir Ruth Rothfarb skipti engu máli hvort hún sigraði eða ekki í alþjóðlega maraþonhlaupinu fyrir konur, sem ný- lega var haldið í Ottawa, Kanada. Aðalatriðið fyrir hina áttræðu konu var að vera með í hlaupinu en hún var elzt þeirra er tóku þátt í því. Ruth hljóp hlaupið á fimm og hálfri klukkustund, en sigurvegarinn kom í mark á tveimur klukkustundum, 36 minútum og 45,9 sekúndum. Ruth varð fjórða síðust og varð himinlifandi með þann árangur en vegalengdin, sem hlaupin var, var 42,3 km. Hún byrjaði að skokka fyrir 14 árum, 66 ára að aldri, og ástæðan var sú að gigtin ætlaði hana lifandi að drepa. Siðan hefur hún skokkað flesta daga og hefur hlotið sjö gullverðlaun á íþróttamóti öldunga. Hún tók m.a. þátt í ólympiuleikum öldunga í Los Angeles í sumar og meistarakeppni öld- unga á Nýja Sjálandi. Sinatra óánœgöur með „ viðtal” við sig: Heimtar 10 milljónir í bœtur Frank Sinatra hefur höfðað 10 milljóna dollara skaðabótakröfur á hendur banda- ríska vikuritinu The Star fyrir grein sem birt- ist í blaðinu 18. ágúst. The Star auglýsti greinina sem einkaviðtal við Sinatra, en hann hefur lýst því yfir að svo hafi aideilis ekki verið. Hann hafi aldrei átt viðtal við blaða- mann frá blaðinu heldur sé greinin í vikurit- inu samsuða af efni úr hinum og þessum tímaritum og dagblöðum um allan heim og krydduð með tilvitnunum í Sinatra frá blaða- mannafundi sem hann hélt með meira en 50 blaðamönnum. Fundur þessi var haldinn í tilefni af hljómleikaferðalagi Sinatra um Suður-Afríku. Blindir söfnuðu 518.000 kr. Á sjóskíðum yfir Ermarsund Nigel Verbeek frá London og nýlega hið merka afrek að Gerald Price frá Manchester, standa á sjóskíðum yfir Ermar- sem báðir eru blindir, unnu «C Hattur ríður hrossi seglr i Hávamál- um en að blindir standi ó sjóskiðum er hvergi nefnt Stúlkan hór 6 mynd- inni hefurþó fulla sjón, eftir þ ví sem vlð bext vitum, en hundur hennar getur staðið með hennl á skíðunum. Ekki amalegur hundurþað. sundið. Þeir voru tcepar fjórar klukkustundir að fara hina 53 km löngu leið frá Dover til Boulogne í Frakklandi. Félagarnir söfnuðu jafnvirði um 518.000 kr. með þrekvirki sínu en Verbeek sagði við komuna til Frakklands að þeir hefðu svo sannarlega þurft að hafa fyrir þessu. „ Við þurftum að halda jafnvægi allan tímann án þess að hafa minnstu hug- mynd um hvernig öldurnar brotnuðu og hvort við værum að fara inn í kjölfar skipa. ”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.