Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Silfurverðlaun Lindu ílangstökki — á Andrésar Andar leikunum íNoregi Andrésar-Andar-leikarnir fyrir 13— 14 ára i frjálsum iþróttum voru háðir i Kóngsbergi í Noregi um siðustu helgi. Þrír þátttakendur voru frá íslandi. Linda Loftsdóttir, FH, varð önnur í langstökki í 13 ára flokki, stökk 5,21 m. Hún átti einnig að keppa i 800 m hlaupi en hætti við þátttöku þar. Hlaupið var á sama tima og úrslitin í langstökkinu. Sigurvegari í lang- stökkinu varð Karcn Skagseth, Noregi, stökk 5,30 m. Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK, varð fimmta I langstökki i flokki 14 ára. Stökk 5,02 m. Þá varð hún fjórða í úrslitum í 60 m hlaupi á 8,1 sek. í und- anrás hljóp hún á 7,9 sek., og það var sami timi og úrslitahlaupið vannst á. Viggó Þórisson, FH, varð sjötti í 800 m hlaupi f flokki 14 ára. Hljóp á 2:07,5 min. Hlaupið var í þremur riðlum og réðu tímar röð keppenda. Viggó sigraði í sínum riðli en f öðrum riðli fengu fimm keppendur betri tíma. Jacobsen fer hvergi Eins og fram kom hér á síðunni i gær bauð v-þýzka liðið Niirnberg stórfé í norska landsliðsmanninn Pal Jacobsen sem leikur með Valerengen frá Osló. Nurnberg, sem er neðst í v-þýzku Bundesligunni, gaf Jacobsen 48 stunda frest til að skrifa undir samning. Jacob- sen neitaði, fresturinn var of stuttur. Tilboð Ntlmberg er það langbezta sem Jacobsen hefur fengið og eru þau þó allmörg. í samtali við norska Dag- blaðið sagði Jacobsen að frestur Þjóð- verjanna hefði verið alltof stuttur. ,,Hér heima hef ég vinnu og íbúð að hugsa um og svo skil ég ekki þýzku. Ég fer ekki að undirrita samning sem ég skil ekki.” Forráðamenn Valerengen eru mjög ánægðir með svar Jacobsen en félagið kom hvergi nærri samninga- umleitununum. Allt bendir þvi til að Jacobsen leiki með Valerengen í fimm síðustu umferðunum í 1. deildinni norsku en Valerengen er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Rosenborg. -VS. Borg sigraði Björn Borg, Svíþjóð, sigraði Frakkann Yannick Noah í fjórðu umferð opna, bandariska meistara- mótsins í tennis í New York i gærkvöld. Fjórar lotur, 6-7, 6-4, 6-3, og 6-3. Meistarinn tvö sfðustu árin á mótinu, John McEnroe, USA, hefur sigrað létl f leikjum sinum á mótinu eins og Borg. Allir nálægt sínu bezta í gærkvöldi fór fram ínnanfélags- mót IR f kringlukasti á Fögruvöllum. Náðist þar mjög góður áangur og allir nálægt sfnu bezta. í efstu sætum urðu þessir: Karlar: Helgi Helgason, USAH 50,17 m Elias Sveinsson, Ármanni 45,53 m Óskar Thorarensen, KR 40,59 m Ólafur Unnsteinsson, HSK 39,70 m Gísli Sigurðsson, UMSS 39,55 m Stefán Hallgrímsson, KR 37,55 m Konur: Guðrún Ingólfsdóttir, KR 51,16 m Margrét Óskarsdóttir, ÍR 36,88 m -VS. VÍKINGUR - B0RDEAUX EFTIR8DAGA ris Grönfeldt, unga stúlkan úr Borgarfirði, hefur stöðugt veríð að bæta Islandsmetið f spjótkasti. Um helgina kastaöi hún 47,24 metra og bætti eldra met sitt um 24 sm. Á Evrópumeistaramóti unglinga i Utrecht i Hollandi siðast i ágúst varð tris í 11. sæti f úrslitakeppninni. Myndin að ofan var tekin á þvi móti. írís er aðeins 17 ára. Mótherjar Fram íEvrópukeppninni 16. september: r Dundalk — bikarmeistarar Irlands Á miðvikudaginn kemur leikur Fram við írska liðið Dundalk i Evrópukeppni bikar- hafa á Laugardalsvellinum. Er þetta i fyrsta sinn sem islenzkt félag mætir liði frá irska lýðveldinu i Evrþumótunum í knatt- spyrnu. írsk lið hafa aldrei verið hátt skrifuð á evrópskum mælikvarða. Þau þykja áþekk að styrkleika og norður-írsk félög en af þeim höfum við öllu meiri reynslu. Má þar benda á að árið 1978 sló ÍBV n-írska liðið Glentoran úr UEFA-keppninni. írsku félögin eiga yfirleitt erfitt upp- dráttar. Þau sterkari eru á mörkum hálf-at- vinnumennsku og áhugamennsku en hebta vandamál íra er að stóru félögin á Bret- landseyjum laða að sér flesta efnilegustu knattspyrnumennina. Nægir þar að nefna leikmenn eins og Liam Brady, David O’Leary og Frank Stapleton sem eru með þekktustu knattspyrnumönnum í Evrópu. Síðustu ár hefur Dundalk verið í fremstu röð irskra knattspyrnuliða. Árið 1976 varð liðið írskur meistari og gerði þá jafntefli við hollenzka stórliðið PSV Eindhoven í Evrópukeppni meistaraliða. Bikarmeistar- ar 1977, og í kjölfar þess vann Dundalk góðan sigur yFir júgóslavneska liðinu Hadjuk Split á heimavelli, 1—0, en tapaði síða'n útileiknum 0—4. Árið 1979 gerði Dundalk sér lítið fyrir og vann bæði deild- ina og bikarinn írska. Veturinn eftir komst liðið í átta liða úrslit í Evrópukeppni meist- araliða og veitti skozka liðinu Celtic þar harða keppni. Celtic vann 3—2 í Skotlandi en leiknum í Dundalk lauk 0—0. Tvö síðustu ár hefur liðið hafnað í 2. sæti deild- arinnar, auk þess að vinna bikarinn s.l. vor og tryggja sér þar með sæti í Evrópukeppni bikarhafa þar sem mótherjarnir nú eru Fram. Eins og sjá má af ofangreindu er lið Dundalk mjög erfitt heim að sækja. Nokkur af þekktustu liðum Evrópu hafa snúið þaðan án sigurs. Róðurinn verður því eflaust þungur fyrir Fram, sérstaklega í leiknum ytra. Fram er eina íslenzka liðið sem á raunhæfa möguleika á að komast í 2. umferð Evrópumótanna í ár. Miðvikudag- inn 16. september nk. verða Framarar að ná hagstæðum úrslitum, helzt að sigra, til að möguleikarnir haldist raunhæftr. -VS. Deilur í knattspyrnunni á Spáni: Ollum leikjunum aflýst — Dönum til mikillar ánægju, vegna HM-leiksins við Júgóslavíu Fyrstu umferð i 1. deild spænsku knatt- spyrnunnar, sem vera átti um helgina, var af- . lýst. Mörg félaganna skulduðu leikmönnum laun og þegar samtök atvinnuknattspyrnu- manna á Spáni settu fram kröfu um að félög- in greiddu leikmönnum áður en keppnistíma- bilið hæfist greip spænska knattspyrnusam- FIMM LEIKMENN KA FARNIR í SUMARFRÍ — og leika ekki í lokaumferð 1. deildar „Það er rétt, nokkrir sterkustu leikmanna okkar verða ekki með i leiknum gegn Fram á laugardag,” sagði Gunnar Kárason hjá knattspyrnudeild KA i samtali við DB. „Vlð erum þó bjartsýnir og ætlum okkur sigur. Nokkrum annars flokks piltum verður sennilega gefið tækifæri i leiknum.” Af 16 manna hópi KA-liðsins eru nú fimm erlendis. Fjórir eru í skólaferðalgi á Krít, þar á meðal tveir lykilmenn, Ásbjörn Björnsson og Erlingur Kristjánsson. Þá er gamla kempan Eyjólfur Ágústsson í fríi á ítaliu. Ekki er að efa aö fjarvera þessara þriggja veikir lið KA nokkuð og er þá ekki verið að vanmeta annars flokks piltana á nokkurn hátt. Möguleikar Fram á sigri í leiknum ættu að vera meiri fyrir vikið. Fram verður að ná báðum stigunum úr þessari viöureign til að eiga möguleika á íslands- meistaratitilinum og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign liðanna sem fram fer á Laugardalsvellinum nk. laugardag kl. 14. Þá má geta þess að Pétur Ormslev, lands- liðsmaðurinn sterki hjá Fram, verður ekki með. Hann mun afplána eins leiks bann vegna lOrefsistiga. -VS. bandið Inn I og aflýsti öllum leikjum i fyrstu umferð. Ljóst var að stór hluti félaganna gat ekki komið til móts við kröfu samtakanna og þvi var gripið til þessa neyðarúrræðis. Spánverjar eru að sjálfsögðu lítt hrifnir af þessum aðgerðum en sömu sögu er ekki að segja um frændur vona, Dani. Tveir af snjöllustu knattspyrnumönnum Dana, Allan Simonsen og Frank Arnesen, leika nefnilega með spænskum liðum og í kvöld leika Danir mjög þýðingarmikinn landsleik i undan- keppni HM við Júgóslavíu á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Þeir félagar studdu að sjálfsögðu kröfur hinna spænsku félaga sinna og flýttu sér síðan heim til Danmerkur til undirbúnings fyrir landsleikinn. Hætta á meiðslum er mikil i spænsku knattspyrn- unni, sérstaklega hjá stjörnum eins og Sim- onsen og Arnesen. Danir eru því himinlif- andi og gera sér nú vonir um enn einn lands- leikssigurinn í ár. Róðurinn verður þó þungur gegn hinu sterka liði Júgóslava, sem vann fyrri leik liðanna í Belgrad 2—1. Staðan í 5. riðli fyrir leikinn í kvöld er nú þessi: Italía Júgóslavía Danmörk Grikkland Luxemburg 5 4 0 1 9—3 8 4 3 0 1 12—4 6 6 3 0 3 10—7 6 5 3 0 2 6—7 6 6 0 0 6 1 — 17 0 Eins og sjá má, eru möguleikar Dana fremur litlir en tvö lið komast áfram í loka- keppnina. Danir eiga eftir, auk leiksins í kvöld, erfiðan leik í Grikklandi svo þeir verða að sigra Júgóslava til að eiga mögu- leika á sæti í úrslitunum. Aðgerðirnar á Spáni ættu að auka þá möguleika. -VS. Bayern Munchen efst á blaði — f Evrópubikarnum Samkvæmt útreikningum SSP Overseas veðstofunnar i London eru vestur-þýzk lið sigurstranglegust í Evrópumótunum í knatt- spyrnu í vetur. í Evrópukeppni meistaraliða er Bayern Munchen efst á blaði með mögu- ieikana 2 á móti 11. Eintracht Frankfurt er á toppnum í Evrópukeppni bikarhafa með 1 á móti 5, og f UEFA-bikarnum er Hamburger i fararbroddi ásamt Real Madrid og Ipswich með 1 á móti 10. Til gamans má geta að sænsku liðin eru ekki talin eiga sérlega mikla möguleika. Öster, sænsku meistararnir, fá töluna 1/60, bikarmeistarar Kalmar 1/300 og Malmö FF, sem komst í úrslit i Evrópukeppni meistara- liða 1979, fær 1/200. Fróðlegt væri að sjá hve mikla möguleika þessi ágæta veðstofa gefur fslenzku iiðunum! -VS. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. 15 Asgeir slasaðist á ökkla í leik Bayem — Þjálfari Fortuna Köln lagði hart að Janusi Guðlaugssyni að gefa ekki kost á sér í HM-leikinn við Tyrki Frá Viggó Sigurðssyni í Leverkusen: Ásgeir Sigurvinsson slasaðist á fæti i leik Bayern Miinchen og Karlsruhe í v- þýzku Bundesligunni i gærkvöldi. Ás- geir lenti i samstuði við einn leikmanna Karlsruhe snemma i leiknum. Ekki var um brot að ræða og samstuðið ekki harðara en gengur og gerist en Ásgeir féll strax við og virtist mjög kvalinn. Ásgeir var fluttur í sjúkrahús í rannsókn. Þar kom í ljós að meiðslin voru ekki alvarleg. Tognun í sin í ökklanum en að sögn Ásgeirs mun hann fara til sérfræðinga áður en ákveðið verður hvort ökklinn verður settur í gips eða ekki. Meiðslin eiga ekkert skylt við þau, sem hann hlaut i úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar í vor. í leiknum gegn Karlsruhe var Beyern mun betri aðilinn, enda á heimavelli, og sigraði 4—0. Karl-Heinz Rummen- igge náði forystunni fyrir Bayern á 40. mín. en Wolfgang Schuler jafnaði fyrir Karlsruhe fljótlega í síðari hálfleik. Paul Breitner skoraði síðan tvö mörk með stuttu millibili, brauzt sjálfur í gegn af miklu harðfylgi í bæði skiptin. Klaus Augenthaler innsiglaði síðan sigur Bayern á 89. mín. Staða efstu liða í Bundesligunni er nú þessi: Bayern 5 5 0 0 17—6 10 Hamburger 5 3 2 0 13—6 8 Bochum 5 4 0 1 11—5 8 Stuttgart 5 3 0 2 9—7 6 Gladbach 5 2 2 1 9—8 6 Athyglisvert er að sigrar Bayern hafa allir verið gegn liðum í neðri helmingi deildarinnar. Enginn efast um styrk- leika meistaranna en án efa hefur pró- gramm þeirra hingað til verið léttara en annarra toppliða. f næstu umferð mætir Beyern næstneðsta liði deildar- innar, Braunschweig, á útivelli. í v-þýzkum blöðum hefur komið fram að þjálfari Fortuna Köln hafi lagt mjög hart að Janusi Guðlaugssyni að gefa ekki kost á sér í HM-leikinn Ásgeir Sigurvinsson — slasaðist i leik með Bayern Múnchen f gærkvöid. gegn Tyrkjum. Janus hefur átt við meiðsli að stríða en hefur þó ávallt leikið með Fortuna. Af þeim sökum vildi þjálfari liðsins ekki fyrir nokkurn mun að Janus færi heim. Núrnberg, neðsta félagið í Bundes- ligunni, rak þjálfara sinn, Heinz Elzn- er, í gær og kemur Udo Klug, Eintracht Frankfurt, i hans stað til bráðabirgða. Núrnberg hefur tapað öllum fimm fyrstu leikjum sínum í Bundesligunni í sumar. -Viggó/VS. Þriðji sigur Sheff. Wed. Þrír leikir voru háðir í knatt- spyrnunni á Englandi í gærkvöld. Úrslit urðu þessi: 2. deild Leicester-Barnsley 1—0 Sheff. Wed.-Rotherham 2—0 Deildabikararnir Chester-Plymouth 1—1 Skotar sigruðu Svía Skotar sigruðu Svia í Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri 4—0 í Edinborg í gærkvöldi. Andy Blair náði forystunni fyrir Skota á 19. mín. en siðan gekk ekkert fyrr en á 71. mín. þegar Alan Brazil skoraði annað markið. John MacDonald, sem var nýkominn inn á sem varamaður, skoraði þriðja markið með hjólhesta- spyrnu af 20 metra færi og Paul Sturrock bætti fjórða markinu við á 86. min. eftir sendingu frá Blair. í sömu keppni berðu Noregur og England jafntefli 0—0 i gærkvöld. Norski markvörðurinn átti frábæran leik og framherjum Englands, Justin Fashanu og Steve McKenzie, tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tækifæri. Þá vann Frakkiand Belgíu 2—1 i La Louviere i Belgíu og tryggði sér þar með rétt i úrslit Evrópukeppninnar. -VS. HM-leikur íslands og Tyrkiands veröur á Laugardalsvellinum i dag og hefst kl. 18.15. Það má búast við jöfnum og. tvfsýnum lcik. t fyrri leik landanna I 3. riðli f Izmir sigraði tsland 3—1. Atli Eðvaldsson verður i eldlfnunni f dag en myndin að ofan er frá landsleik Danmerkur og íslands á Indrætsparken f ágúst. Atli, til vinstri, er þar í baráttu við Frank Olsen. Enskir með sterkt lið —í HM-leiknum gegn Norðmönnum Enski landsliðseinvaldurinn í knatt- spyrnunni, Ron Greenwood, valdi í gær lið sitt i HM-leikinn við Norðmenn í Osló í kvöld. Liðið er þannig skipað. Clemence, Tottenham, Neal og Thompson, Liverpool, Osman og Mills, Ipswich, Robson, WBA, McDermott, Liverpool, Hoddle, Tottenham, Francis, Man. City, Mariner, Ipswich, og Keegan, Southampton, Steve Coppell, Man. Utd. og Dave Watson, Southampton, eiga við meiðsli að stríða. Meðal varamanna eru Shilton, Forest, Brooking, West Ham og Wilkins, Man. Utd. Þrir norskir leikmenn, sem leika með erlendum liðum, verða í norska landsliðinu m.a. Einar Aas, F'orest. HEIMS- 0G EVRÓPUMET FÉLLU í SPLIT Kæru Skaga- manna hafnað Sérdómsstóll Knattspyrnuráðs Reykjavfkur hafnaði f gær kæru Akurnesinga vegna KR-leiksins sl. fimmtudag um, að KR-ingar hefðu leikið með ólöglegum leikmanni eftir ranga innáskiptingu. A fundi aganefndar KSÍ í gær var Óskar Ingimundarson, KR, dæmdur í þriggja leikja bann en það var einmitt hann, sem kom við sögu í kærumáli Skagamanna. Fékk rautt spjald utan vallar. Dómari leiksins, Vilhjálmur Þór Viihjálmsson, hefur viðurkennt að þar hafi verið um mistök að ræða. Þá voru Guðjón Hilmarsson, KR, Heimir Karlsson, Viking og Ingólfur Sveinsson, ÍBV, dæmdir í eins leiks bann. banna. Lið Svía og Skota Liðin á Hampden Park i Glasgow i kvöld i HM-ieik Skotiands og Svíþjóöar verða þannig skipuð. Skotland: Rough, Partick, McGrain, Celtic, Gray, Leeds, Wark, Ipswich, McLeish, Aberdeen, Hansen, Liyer- pool, Provan, Celtic, Dalglish, Liver- pool, Jordan, AC Milano, Hartford, Everton og Robertson, Nottm. Forest. Sviþjóð: Ravelli, Erlendsson, Borgesson, Hysen eða Ravelin, Fredriksson, Borg, Nilsson, Björúlund, Larsson, Sjöbert og Svensson. Ute Geweniger, 17 ára austur-þýzk stúlka, setti nýtt heimsmet i 100 m bringusundi kvenna, þegar hún sigraði i sundinu á Evrópumeistaramótinu i Split í Júgóslaviu i gær. Synti á 1:08,60 min. og hafði þó litla keppni i úrslita- sundinu. Hún átti sjálf eldra heimsmet- ið, 1:09,39 min., sett fyrr á þessu ári. í úrslitum í 200 m flugsundi kvenna setti Imes Geissler, Austur-Þýzkalandi, nýtt Evrópumet. Synti vegalengdina á 2:08,50 min. Mjög góður árangur náðist á Evrópumeistaramótinu í Split eins og á fyrsta keppnisdeginum á mánudag. Úrslit. 100 m bringusund karla. 1. Yuri Kis, Sovét, 1:03,44 2. Arsen Miskarov, Sovét, 1:03,63 3. Gerald Mörken, V-Þýzk. 1:03,85 4. Adrian Moorhouse, Bret. 1:04,13 5. Peter Lang, V-Þýzk. 1:04,19 6. Janos Dzvonyar, Ung. 1:04,44 7. Raffaele Avangnano, ít. 1:04,51 8. Olivier Borios, Frakk. 1:05,97 Hans Bergquist, Svíþjóð, varð 12. á 1:05,67 mín. og Olaf Assmann, A- Þýzkalandi, sextándi á 1:08,00 mín. 100 m bringusund kvenna. 1. UteGeweniger, A-Þýzk. 1:08,60 2. Susannah Brownsdown, Bret. 1:11,05 3. Larisa Belokny, Sovét, 1:11,05 4. van Staveren, Hollandi, 1:12,39 5. EvaHakonsson, Svíþjóð, 1:12,41 6. Ayshkute Buzelite, Sovét, 1:12,51 7. Sabrina Seminatore, Ítalíu, 1:12,71 8. Silke Hörner, A-Þýzk. 1:12,98 Susannah Brownsdown setti nýtt brezkt met. 200 m flugsund kvenna 1. Imes Geissler, A-Þýzk. 2.08,50 2. Heike Dáhne, A-Þýzk. 2:09,59 3. Agnieszka Czipek, Póll. 2:13,47 4. Petra Zindler, V-Þýzk. 2:14,51 5. Carole Brook, Sviss, 2:14,61 6. Ann Osgerby, Bretlandi, 2:14,72 7. Doris Wiebke, V-Þýzk. 2:14,81 7. Daniel Machek, Tékk. 4:29,51 7. Italía 3:55,91 8. Agnieszka Falinska, Pól. 2:18,05 8. Ivan Gritti, Ítalíu, 4:38,03 8. Frakkland 3:58,51 400 m fjórsund karla. 4 x 100 m skriðsund kvenna í dýfingum kvenna af þriggja metra 1. Sergei Feo...ko, Sovét, 4:22,77 1. Austur-Þýzkaland 3:44,37 bretti varð Zhanna Tsirulnokova, 2. Leszek Gorski, Póllandi, 4:23,62 2. Vestur-Þýzkaland 3:47,42 Sovétríkjunum, Evrópumeistari með 3. Giovanni Francsechi, ít. 4:24,82 3. Holland 3:49,65 499,74 stig. Martina Jaschke, A-Þýzka- 4. Vladimir Shemetov, Sovét, 4:26,86 4. Bretland' 3:51,06 landi, varð önnur með 492,18 stig og 5. Jens Berndt, A-Þýzk. 4:28,42 5. Sovétríkin 3:51,80 Irina Kalinina, Sovét, þriðja með 6. Stephen Boulter, Bretl. 4:28,50 6. Svíþjóð 3:52,07 467,31 stig. BILAR Seljum í dag SAAB 900 GL '80,3ja dyra, grænsanseraður, ekinn 15 þús. km. SAAB 900 GLE '80,5 dyra, grænsanseraður, sjálfskiptur með vökva- stýri, ekinn aðeins 8 þús. km. SAAB 99 GL '80,4 dyra, rauður, ekinn 12 þús. km. SAAB 99 GL '79,2ja dyra, gulur, ekinn 14 þús. km. SAAB 99 GL '78,2ja dyra, brúnn, ekinn 64 þús. km. SAAB 99 GL '77,2ja dyra, hvítur, ekinn 53 þús. km. SAAB 99 GL '77,4ra dyra, grænn, ekinn 65 þús. km. SAAB 99 GL '76,2ja dyra, Ijósgrænn, ekinn 56 þús. km. SAAB 99 L '75,2ja dyra, blár, ekinn 85 þús. km. LAIMCIA A112 '80,3ja dyra, grænn, ekinn 2.400 km. TOCGUR HF. SAABUMBOUD BÍLDSHÖFÐA 16. SIMI 81530

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.