Dagblaðið - 09.09.1981, Side 18

Dagblaðið - 09.09.1981, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Veðrið Gert er róö fyrir norðanátt og kulda, því fylgir slydda eða áljahreytingur 6 Vestfjörðum og Noröuriandi en bjart veröur sunnanlands. ( Roykjavik vom (morgun norðan 4, skýjað og 4, Gufuskálar norðnorö- austan 6, skýjaö, 4, Galtarviti norð- austan 7, slydda og 2, Akureyri norð- norðvestan 4, alskýjað og 3, Raufar- höfn norðvestan 3, þokumóða og 2, Dalatangi norönorðvestan 3, skýjað og 6, Höfn norðnorðvostan 4, hálf- skýjað, 4 og Stórhöfði norðan 6, lótt- skýjað og 3. Þórshöfn skýjaö og 10, Kaup- mannahöfn þoka og 15, Osló þoku- móöa og 12, London þokumóða og 12, Hamborg þoka (grennd, 15, Parts þokumóða og 15, Madrid alskýjað og 24, Lissabon lóttskýjað og 21 og New York skýjaðog 21. I _______________________________________ Andtát Filippus GuOmundsson bygginga- meistari er látinn. Hann var fæddur 13. marz 1893. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Filippusdóttir og Guðmundur Þorleifsson. Árið 1919 kvæntist hann Kristínu Jóhannesdóttur. Bjuggu þau um árabil að Þórsgötu 19, en lengst af bjuggu þau að Selásbletti 3. Eignuðust þau tvær dætur og þrjá syni. Filippus var einn af umsvifamestu bygginga- meisturum í Reykjavík. Hann verður jarðsunginn í dag, 9. september, kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Þorgerður Sigtryggsdóttir, Helga- stöðum í Reykjadal, er látin. Hún var fædd að Litla Dal í Eyjafirði 17. ágúst 1897. Foreldrar hennar voru Sigríður Stefánsdóttir og Sigtryggur Þofsteins- son. Árið 1924 giftist hún Halldóri Friðrikssyni, þeim varð ekki barna auðið. Þorgerður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag, 9. september, kl. 15. Minningarathöfn um Hiidi Hjalta- dóttur, fyrrum Ijósmóður frá Hrafna- björgum í ögursveit verður í Dómkirkjunni 10. september kl. 13.30. Jarðsungið verður frá Ögurkirkju laugardaginn 12. september kl. 14. Ferð frá ísafirði inn í ögur kl. 11.30. Benedikt Sæmundsson, Hólmavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. september kl. 13.30. Valgerður Helgadóttir, Lönguhlíð 12, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 10.30 árdegis. Jarðsett að Hólmi í Landbroti laugardag 12. september kl. 15. Valgerður Jónsdóttir, Vík, Grindavík, andaðist í Borgarspítalanum 7. september. Kristborg Eirfksdóttir andaðist á Elliheimilinu Grund 5. september. Guðmundur Sigurösson frá Fáskrúðs- firði, Engihlíð 10, lézt í Borgar- spitalanum 31. ágúst. Hann fæddist á Fáskrúðsfirði 10. desember 1918, sonur hjónanna Sigurðar Stefánssonar og konu hans Kristrúnar Sigfúsdóttur. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum og var yngstur af fimm börnum þeirra hjóna. 2.' desember 1961 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Helgu Þorsteinsdóttur. Guðmundur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 9. september, kl. 13.30. Gyða Ágústsdóttir lézt 3. september. Hún var fædd 22. september 1906, dóttir hjónanna Þorbjargar Jónsdóttur og Ágústs Jónssonar skósmiðs. Hún átti einn bróður er Jón hét. Árið 1939 giftist Gyða Höskuldi Eyfjörð Helga- syni. Eignuðust þau tvö börn, Þor- björgu og Ágúst. Heimili Gyðu var að Efstasundi 98. Hún var jarðsungin frá Dómkirkjunni í morgun 9. september kl. 10.30. Ingileif Jakobsdóttir, Keldulandi 19, lézt í Landspítalanum 8. september. Jón Ágúst Einarsson frá Ytri-Þor- steinsstöðum, Fannborg 5 Kópavogi, lézt í Borgarspítalanum 5. september. Thomas R. Roberts andaðist 31. ág. í St. Lukes Hospital, Kansas City, USA. Þórður Ólafsson, Brekku Norð- urárdal, lézt 5. september. Hann verður jarðsunginn frá Hvammskirkju föstudaginn 11. september kl. 14. Skólastjórar og yfirkennarar þinga Þing Félags skólastjóra og yfirkennara á grunn- skólastigi verður haldiö að Hótel Sögu í Reykjavik helgina 12,—13. september. Þingið veröur sett laugardaginn 12. september kl. 10 og mun menntamálaráðherra ávarpa þinggesti. Tvö aðalmál verða tekin til meðferðar: Notkun myndsegulbanda í kennslu, og niður- stöður könnunar á búnaði og aðstöðu i grunn- skólum landsins. Sunnudaginn 13. september veröur síðan haldinn aöalfundur félagsins. AA-samtökin í dag miðvikudag veröa fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl. 12 (opinn), 14, 18 og 21. Grensás, safnaðarheimili kl. 21. Hallgrímskirkja kl. 21. Akranes (93-2540) Suöurgata 102 kl. 21. Borgames, Skúlagata 13, kl. 21. Fáskrúðsfjörður, Félagsheimilið Skrúður, kl. 20.30. Höfn, Hornafirði, Miðtún 21, kl. 21. Kefla- vik (s. 92-1800), Klapparst. 7 enska, kl. 21. Á morgun, fimmtudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjamargata 5, græna húsið, kl. 14. M.S. Félag (slands Lönguhlfð 21 Fundur 1 Hátúni 12 fimmtudagskvöld 10. september kl. 20. TiSkymtmgar Badminton Innritun 1 badminton á vegum íþróttafélagsins Leikniserisima71519ámillikl. 19og22 w I GÆRKVÖLDI KRISTJÁN MÁR UNNARSSON Svart er það í Póllandi Fréttir sjónvarpsins í gærkvöldi báru þess greinilega merki að agúrkutíð er nú hjá fjölmiðlum landsins. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að hin mismunandi fréttaefni sjónvarpsins hafi ekki verið nema fimm talsins. Engu að síður slapp sjónvarpið ágætlega frá frétta- tímanum. - Það kom mér á óvart hve efna- hagsástandið í Póllandi er orðið geigvænlegt en ögmundur Jónasson fjallaði um Pólland í ágætum pistli þar sem m.a. var rætt við Amór Hannibalsson sem nýkominn er úr Póllandsreisu. Ég gat ekki skilið betur en að pólska þjóðin væri komin að því hreinlega að svelta miðað við það sem fram kom. Efnahagskerfið hrunið, verzlanir tómar og fólk farið að skiptast innbyrðis á vörum og þjónustu. Þegar svo er komið fyrir landinu er ekki nema von að þjóðin hrópi á nýja stjórnendur og endur- skipulagningu kerfisins. Annars ætla ég mér ekki að hætta mér út á þá hálu braut að finna einhverjar einfaldar skýringar á þessu ástandi. Á meðan Pólland er að hruni komið virðist allt leika nokkurn veginn í lyndi i næstu ríkjum. Eða eru þau kannski aðnálgast kreppu? Framhaidsskólinn var svo umræðuefni rabbþáttar sem Björn Þorsteinsson stjórnaði i gærkvöldi. Fátt fannst mér koma nýtt fram í umræðunni, ekki er einu sinni hægt að tala um skiptar skoðanir meðal þátttakenda. Allir voru sammála um að drífa ætti framhaldsskóla- frumvarpið í gegnum Alþingi og samræma framhaldsskólakerfið sem allra fyrst. Guðmund Oddsson og Heimi Pálsson greindi að vísu á um eina grein frumvarpsins en ekki var það stórvægilegt. Mér fannst mjög vanta í þennan umræðuþátt fulltrúa „gamla skólans”, einhvern sem ekki er fylgjandi hinu nýja kerfi. Eða er kannski enginn slíkur til í landinu? Ný frfmerki Hinn 6. október 1980 var jarflstöðin Skyggnir tekin í notkun og þar með var náö nýjum áfanga 1 sögu fjarskipta á íslandi. Viö opnun jarðstöövarinnar voru teknar i notkun 10 talrásir viö Frankfurt í V- Þýzkalandi og var simnotendum um leiö gefinn kostur á að velja sjálfir númer í flestum löndum Evrópu. í þessu skyni hafði samhliða jarðstöðinni verið byggð sjálfvirk utanlandsmiðstöö. Nú, ári seinna, eru 35 talrásir tengdar um jaröstöðina til annarra jarðstöðva til viðbótar þeim linum, sem eru í Scotice og Iccan. Alþjóflaár fatlaflra. Frímerki það, sem Póst- og símamálastofnun gefur út í tilefni alþjóðaárs fatl- aðra, ber einkunnarorðin: Fullkomin þátttaka og jafnrétti. Þessi einkunnarorð höfða til þess, að allir eru fæddir jafnir, með sama rétti, og allir ættu að hafa sömu möguleika til náms, vinnu, búsetu, tómstundastarfa og annarra réttinda. Er þetta einn liður í kynningarstarfsemi þessara stofnana til að minna á þá, er ekki ganga heilir til skógar, og vekja aðra til umhugsunar um vanda þeirra. Prestaköllin á Þingvöllum og Skagaströnd laus Biskup tslands hefur auglýst laus til umsóknar þing- vallaprestakall í Árnesprófastsdæmi og Höföakaup- staðarprestakall (öðru nafni Skagaströnd) i Húna- vatnsprófastsdæmi og er umsóknarfrestur til 1. október. Sr. Eirikur Eiriksson hefur þjónaö Þing- völlum undanfarið 21 ár en varö sjötugur nýveriö og lætur því af starfi vegna aldurs. Sama er að segja um sr. Pétur Ingjaldsson á Skagastarönd. Hann hefur þjónað þar síðan 1941 en hefur nú náð hámarks- aldrri ríkisstarfsmanna. Þingvallaprestakall er tengt starfi þjóögarös- varðar og er ekki kjörið til þess í almennum prests- kostningum heldur veitir ráðherra embættið að tillögum biskups og Þingvallanefndar, skv. 6. gr. laga nr. 35/1970. Embættið veitist frá 1. janúar 1982. Leflurkápan í Þórskaffi Þau mistök hafa átt sér stað aö brún litil leðurkápa fór ekki með eiganda sínum heim. Þetta gerðist föstudagskvöld 4. september. Kápan var sérsaumuö fyrir eigandann og því mjög sárt að týna henni. Á öxlum og ermum kápunnar eru kósar og henni fylgir belti. Finnandi vinsamlega komi henni á afgreiðslu Dagblaðsins, eða láti vita í síma 72575 Kvennadeild Slysavarnafálags íslands í Reykjavík heldur hlutaveltu í október og þær konur scm geta aöstoðað i sambandi viö hlutaveltuna eru beðnar aö mæta fimmtudagskvöld 10. september kl. 20 i húsi S.V.F.Í. á Grandagarði , veröur þar rætt um fyrirhugaða hlutaveltu. Stjórnin. 1000 krónur töpuðust Heiðarlegur borgari getur gert ómetanlegan greiða ef hann kemur til skila 1000 krónum sem hann kann að hafa fundið fyrir utan Suðurlandsbraut 6, Verzlunarbankann aðalútibú, Búnaðarbankann aðalútibú eða í strætisvagnaskýlinu Lækjartorgi. Eigandi er í slma 39487 eftir kl. 18. Þrettán ára piltur frá Selfossi vill eignast penna- vini á sínu reki. Áhugamálin eru íþróttir, hestar, útiverao.m.fl. Guðmundur Birgir Smárason, Fagurgerði 9. 800 Selfossi. 1 Rúmelga tvítugur piltur frá Ghana með margvísleg áhugamál. Patrick A. Mochiah, St. Wille Street, Norwulley, P.O. Box 10, Bonyere, Ghana Fjórtán ára Svíi sem hefur áhuga á veðurfræði og líffræði, ásamt ýmsu öðru, óskar eftir pennavinum er geta skrifað á Norðurlandamáli: Truls Cronberg, Tygelsjövágen 127 S-23042 Tygelsjö, Sverige. Ferðafélag íslands Helgarferflir: 1. 11.-13. sept. kl. 20: Landmannalaugar-Jökulgil. 2. 12.-13. sept. kl. 08: Þórsmörk-haustlitaferð. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Útivistarferðir Föstudagur 11. sept. kl. 20. Snæfellsnes, berja- og skoðunarferð, gist á Lýsu- hóli. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni, Lækjargötu óasími 14606. Sunnudagur 13. sept. 1. kl. 10 Esja afl endilöngu 2 kl. 13 Þverárdalur Fariö frá BSÍ, vestanveröu. Fyrirlestrar í Norræna húsinu um f æreyska menningarsögu í tengslum við fund Útnorðursafnsins — Nord- atlantmuseet, sem haldinn er í Noræna húsinu 8.— 12. sept. verða fiutt almenn erindi um færeyska menningarsögu, flmmtudagskvöldifl 10. sept. kl. 20:30. Arne Thorsteinsson, þjóðminjavörður Færeyja talar um hið gamla færeyska bændasamfélag og Jóan Pauli Joensen, safnvörður um skútuöldina i Færeyjum. Erindin flytja þeir á dönsku. í anddyri Norræna hússins hefur verið komið fyrir sýningu um færeyska bátinn. Sýningin er opin á opnunar- tíma hússins kl. 9—19, nema sunnudaga kl. 12—19. Minningarspjöld MS fólags Islands fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavíkur Apóteki, Bókabúö Máls og Menningar, Bókabúð Safamýrar v/Háaleitisbr. 58—60, Bókabúð Fossvogs Grímsbæ v/Bústaðaveg og Skrifstofu Sjálfsbjargar Hátúni 12. R. Minningarkort Foreldra- og styrktarfélags Tjaldaness- heimilisins, Hjálparhöndin fást á cftirtöldum stöðum: Blómaverzluninni Flóru. Unni, sinii 32716. Guðrúnu. síma 51204. Ásu sima 15990. Minningarkort Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi cru scld á skrifstofunni að Hamraborg 1. simi 45550. og einnig i Bókabúðinni Vedu og Blómaskálanum við Nýbýlaveg. Minningarkort kvenfélagsins Seltjarnar vegna kirkjubyggingarsjóðs eru seld á bæjarskrifstof- pnum á Seltjarnarnesi og hjá Láru í síma 20423. Gefin hafa verið 1 hjónaband hjá borgardómara Sara Rúnarsson og Guðbjartur Rúnarsson. Heimili þeirra er að Öldugötu 40 Reykjavík. Studio Guðmundar Einholti 2. Gefin hafa verið í hjónaband í Lang- holtskirkju, Hulda Þorleifsdóttir og Heiðar Þorvaldsson. Heimili þeirra er á Lindargötu 41 Reykjavík. Prestur var séra Sigurður Haukur. Studio Guð- mundar Einholti 2. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 170 Ferflamanna- 9. SEPTEMBER 1981 KL. 09.15. gjaldoyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7.878 7.898 8.687 1 Sterlingspund 14.070 14.110 15.521 1 Kanadadollar 6.540 6.658 7.213 1 Dönsk króna 1.0357 1.0386 1.1425 1 Norsk króna 1.2954 1.2990 1.4289 1 Sœnsk króna 1.5038 1.5080 1.6588 1 Finnsktmark 1.7318 1.7366 1.9103 1 Franskur franki 1.3518 1.3556 1.4912 1 Belg.franki 0.1977 0.1982 0.2180 1 Svissn. franki 3.7331 3.7436 4.1180 1 Hollonzk florina 2.9214 2.9295 3.2225 1 V.-þýzktmark 3.2385 3.2475 3.5723 1 Itölsk l(ra 0.00647 0.00649 0.00713 1 Austurr. Sch. 0.4600 0.4613 0.5074 1 Portug. Escudo 0.1194 0.1198 0.1318 1 Spánskur poseti 0.0803 0.0806 0.0887 1 Japansktyen 0.03386 0.03396 0.03735 1 IrsktDund 11.781 11.813 12.994 8DR (sórttök dráttsrráttfndO 01/08 8.9096 8.9345 Sfmsvari vagna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.