Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 2
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Skrifin um fiskvinnsluna á Þingeyri: Óréttmæt með öllu i — segja 5 útlendingar )g óskiljanleg Geoffrey Armour, Sharon McGrud- dy, Vicki Horsfall, Susan Eddy og Aureen Green skrifa frá Þingeyri: Við viljum svara hinu furðulega bréfi og grein, sem birtust í DB 22. ágúst, viðvíkjandi áliti tveggja er- lendra stúlkna (Jillian Mercer og Janice Downie) á íslenzkum fisk- iðnaði. Fyrsta ranga fullyrðing þeirra, af mörgum, er ,,aö við útlendingarnir séum sammála um” þetta. Við höfðum ekki hugmynd um þessar yfirlýsingar og erum auk þess algjör- lega öndverðrar skoðunar. Jillian Mercer segist hafa verið ráðin til starfa á Þingeyri af umboðs- skrifstofu i Lundúnum. Ef til vill Raddir lesenda hefur verið um misskilning blaða- manns að ræða en okkur er kunnugt um að hún kom hingað til þess að heimsækja ættingja sinn og fékk vinnu hér upp á eigin spýtur. Það hefði verið okkur ánægjuefni að fá tækifærí til þess að hressa dálítið upp á minni ungfrú Mercer. Hún nefnir m.a. atvik þegar „nýr piltur kom frá Ástralíu” og var send- ur til vinnu í frystiklefa án „einangrunarfata” í 28 stiga frosti. KEMUR EKKITIL HUGAR AÐ BORÐA RSK FRÁ ÍSLANDI — segir nýsjálenzk stúlka sem kynnzt hefur vinnubrögðum ífiskiðjuá Vestfjörðum Fyrir nokkrum dögum barst hefur unnid i fiskvinnslu hér Daf’blaðinu bréf frá nýsjá lendis. I bréfi sínu fjallar lenzkri sllilku. Janice Downie. Janice um nokkur alriði sem sem undanfarna nlu mánuði hún kynnlist I vinnu sinni og lelur að erindi cigi tíl Islend■ inga. Eftir að hafa lesið bréfið ákvað blm. að hafa upp á Janice Downie og spjalla við hana nánar um ýmsa hluli sem hún mínnist á. Þvl miður reyndisl Janice farin af landi brott en I hennar stað var rœtt viö vinstúlku hennar sem enn er hérlendis og unnið haföi með Janice. Heitir sú Jillian Mercer og erfrá Ástrallu. Bréf Janice Downie fer hér á eftir: ■ KMU , Bréf Janice Downie Kr rr nýijálenik og hrf vrrið starfvmaður i rlnni af ykkar morgu flsklAJum undanfarna niu mánuAi. Mér finnvl að mar|! af þvi srm ég kyantisl i rrkslri flsklðjunnar srm ég vana hjá rlgi rkki aA vrra úsagi þtgar ég yfirgrf ívland. Aðrir úl- Irndir vrrkamrnn og ivlrnikir, «rm ég hrf hafl samband viA, rru lomu skoðunar og ég. Jillian Mercer, áströlsk stúlka sem vann hér í tæþa fimm mánuði: Hreint ótrúlegt hvað þetta var ógeöslegt — hægt að stinga f ingrunum í gegnum fiskinn, svo úldinn var hann —fórsamtígegn I-insiig fram kom lici aðlraman cr njólfarmisleg vinnubrögð og þyngdina en hraðann. Þeir sem annan kassa. Sá kassi er vigtaður og brcfriiariun. Janice Dimnic, farinn jafincl svik. l-öikið fær borgað fyrir snyria fá 20 kg kassa mcð hráefni i. mismunurinn á þyngd hans og hins af landi brnii Þsi lóksi ekki að na hraða og þyngd. Og meira fyrir Það sem búið er að snyria er sell i fyrri virkar sem frádrállur á launin. lali af hcnni cii i siaðinn var spjallað inkonu hcnnar. Iillnui Mcrcct. Greinin sem birtist i DB 22. ágúst og fimm útlendingar vitna til i bréfi sínu. Reyndar er hér um kærastann hennar að ræða sem kom sérstaklega til þess að hitta hana. Hann hefði átt að hafa rænu á að láta flytja sig fyrst hann þoldi ekki við fyrir kulda. Vinnubrögð Jillian Mercer og Janice Downie Viðvíkjandi bónuskerfinu og athugasemdum Jillian og Janice um það þá minnumst við þess sérstak- lega að Janice fékk sama kassann endursendan tvisvar vegna galla sem eftirlitið (3 manneskjur) fann. f siðara skiptið mun hún hafa orðið eitthvað stressuð, því hún bætti tveim dálkum (fiskhryggjum), sem hvor um sig eru ein 20 bein, i kass- ann. Þegar henni var bent á að gera ekki þess háttar neitaði hún að vinna lengur þann daginn og fór. Maður gæti helzt látið sér detta í hug að vitn- eskju um vinnusvik megi rekja til vinnuaðferða þeirra sjálfra. Við mótmælum eindregið athuga- semdunum um vinnslu ónýts hrá- efnis. Viðvikjandi „hvíta fiskinum sem lyktaði ekkert” þá er á hvers manns vitorði að línufiskur er hvítari en togarafiskur. Hér er linufiskur venjulega saltaður og ekki snyrtur fyrr en við höfum unnið úr togaraafl- anum. Síðan er jafnframt mismun- andi mikil lykt af fiski eftir tegundum og fiskur er linholda svo ekki er mikill vandi að stinga fingri i gegnum hann. Okkur finnst mjög ósanngjarnt að reynsluleysi þeirra og vankunnátta komi Þingeyri í koll þar eð fisk- vinnsla er mikilvægasta atvinnu- greinin hér. Okkur finnst heldur hlægilegt að þær skuli aldrei ætla að borða íslenzkan fisk því við höfum öll margoft borðað fisk sem hefur verið unninn í okkar fiskvinnslu og hefur svo sannarlega ekki orðið meint af. Tveir útlendingar sýndu Jillian Mercer hvernig ætti að snyrta fisk en hún gat ómögulega gert sig ánægða með það heldur þurfti endilega að eyða þessum dýrmæta bónustima sínum í að ráðfæra sig við íslendinga sem ekki skildu ensku. Síðan segir hún að íslendingar virðist ekki skilja hvers vegna fiskur er frystur. Þetta er nú fáránlegt miðað við þá reynslu sem íslendingar hafa i þeim efnum. í sambandi við athugasemdirnar um erfiða vinnu og langan vinnudag þá ber að hafa í huga að enginn er neyddur til þess að vinna að þessu fremur en hann sjálfur kýs. Af hverju bfða þœr til brottfarardags? Ef fiskurinn var svona skemmdur eða „úldinn”, af hverju sögðu þær þá ekki eitthvað um þaö fyrr? Hvers vegna bíða þar til rétt áður en þær hverfa brott af landinu? Það er líka makalaust að samvizkan skyldi leyfa þeim að framlengja veru sína hér og það langt fram yfir áætlaðan brott- farartíma. Tilgangur þessa bréfs er að reyna að bæta eitthvað fyrir ummæli Jillian Mercer og Janice Downie en til- gangur þeirra er okkur með öllu óskiljanlegur. Við höfum ekki orðið vör við neinar misfellur, hvorki í vinnu né i umgengni við fólkið hér. Við erum þeirrar skoðunar að allt viðmót gagn- vart okkur hafi verið með bezta móti. Við skiljum ekki að efni af þessu tagi skuli vera birt án þess að ganga úr skugga um réttmæti þess. Á árifatlaðra: I Borgarnesi eru ekki ská- brautir fyrir hjólastóla —opinberar byggingar ekki aðgengilegar f ötluðum 4C Hans Meyvantsson segir að i Borgar- nesi sé ekki ein einasta opinber bygg- ing sem fatlaðir geti notað aðstoðar- laust. Hans Meyvantsson hringdi frá Borgarnesi: Á ári fatlaðra vil ég vekja athygli á því, að hér í Borgarnesi er ekki ein einasta opinber bygging sem fatlaðir geta notað aðstoðarlaust. Raunar stendur til að setja hjóla- stólaskábraut við nýja sparisjóðinn, en elliheimilið, hótelið og íþrótta- húsið eru fötluðum i hjólastól ekki aðgengilegar byggingar, nema þeir séu bornir inn. Það er þó verst að þetta á við læknamiðstöðina líka, en þar væri þó lítið verk að bæta úr. Vegna skrifa Franziscu Gunnarsdóttur, Ólafs H. Sigurjónssonar og 4972-1293: /þeim er veitzt að persónuleika og trú sr. Ólafs Skúlasonar dómprófasts í einu tilfelli farið með rakalaus ósannindi Séra Sigurður Sigurðarson, sóknar- prestur, Selfossi, skrifar: Athugasemd um skrif í Dagblaðinu um biskupskjör. Vegna skrifa þeirra frú Franziscu Gunnarsdóttur, Ólafs H. Sigurjóns- sonar og 4972 1293 í Dagblaðinu á síðustu dögum vil ég taka eftirfar- andi fram. Þessi skrif eru öll lík um það að i þeim er veitzt að persónuleika og trú séra Ólafs Skúlasonar dómprófasts og í einu tilfelli farið meö rakalaus ósannindi um hegðan séra Ólafs fyrir síðasta biskupskjör. Óhjá- kvæmilegt er að draga þá ályktun af skrifum þessum að þau þremenning- arnir séu fegin úrslitum biskupskjörs og auðvitað eru þau ekki ein um það. Hins vegar er erfitt að skilja hvers konar lund og hvaða hvatir búa að baki því að undirstrika þennan fegin- leik með þvi að rakka niður þann mann sem beið lægri hlut i kjörinu. Ekki ætla ég að geta upp á neinu um það en áframhald slíkra skrifa hlýtur þó fyrr eða síðar að leiða til þess að farið verður út í frekari mann- jöfnuð milli þeirra manna sem at- kvæði hlutu í biskupskjöri. Stuðn- ingsmenn séra Ólafs vita að þeir þurfa ekkert aö hopa fyrir slíkum skrifum og það munu þeir ekki gera. Þátttaka séra Ólafs í biskupskjöri stafar ekki af metnaði og hégóma- girnd hans sjálfs heldur af trausti sem hann nýtur meðal margra kirkjunnar manna. Okkur stuðningsmönnum séra Ólafs var alvara með stuðningi okkar við hann og okkur er enn alvara með þau kirkjulegu sjónarmiö sem lágu til grundvallar þeim stuðn- ingi. Þessara kosninga mun lengi minnzt og sjaldan hefur minnihluti þurft að sætta sig við jafnóljós úrslit og nú. Við stuðningsmenn séra Ólafs sættum okkur við úrslitin. Það er ekki vegna þess að réttlætisvitund allra sé fullnægt heldur vegna hins að við viljum drengilega sátt og einingu i kirkjunni. Þeim þremenningunum til hugg- unar vil ég að lokum geta þess að á síðustu dögum hefur séra Ólafur sannað okkur stuðningsmönnum sínum að hann hefur andlega burði til að taka ósigri af rósemi. Það hefur raunar verið lærdómsríkt að kynnast því hvernig séra Ólafur setur heill kirkju og þjóðar ofar sínum eigin metnaði og metnaði stuðnings- manna sinna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.