Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Ágúst Einarsson fulltrúi LÍÚ: Á erfitt með að sjá að aflinn farí í500 þús- und tonn — má áætla að þorskaf linn fari í440-450 þúsund tonn „Ég á erfitt með að sjá að heildar- þorskafiinn fari i 500 þúsund tonn á þessu ári,” sagði Ágúst Einarsson full- trúi hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmann í gær. Endanlegur afli í fyrra var tæp 411 þúsund tonn og ef við lítum á aflatölur nú og berum þær saman við tölur frá sama tima i fyrra, þá sést að aflinn nú er 29 þúsund tonnum meiri. Þetta þarf engum að koma á óvart. Afli vertíðarbáta var um 20 þúsund tonnum meiri en í fyrra og auk þess var loðnuskipum leyft að fara á þorsk- veiðar og áætlað er að þau hafi fengið um 20 þúsund tonn. Aflinn frá því í september og fram í desember í fyrra var 68 þúsund tonn og ég sé enga ástæðu til þess að veiðin verði meiri nú. Það má því áætla að afli ársins verði um 440—450 þúsund tonn. Það er ofætlun að afiinn verði um 500 þúsund tonn. Þorskafli báta á þessu tímabili er takmarkaður og ég hef enga trú á því að togararnir tv< f aldi a fla sinn. Það hefur alltaf verið stefna LÍÚ að fylgja leiðsögn fiskifræðinga um hámarksafla, en ætíð hefur þó verið farið nokkuð upp fyrir. Ég ætla mér ekki að leggja mat á það hvaða áhrif það hefur, það er fiskifræðinganna að segja til um hvaða áhrif það hefur á uppbyggingu þorskstofnsins”. -JH. Þorskveiðin hefur verið mikil og góð það sem af er árinu, kannski of góð? Um það eru menn ekki allir sammála en þó virðist Ijóst að þorskaflinn i ár fer eitthvað yfir þau mörk sem stjórnvöld settu sér i upphafi árs. Fiskifræðingarnir vildu leyfa að veiða 400 þúsund tonn en sjávarútvegsráðherra 430 þúsund tonn. Fer þorskaflinn yfir 500 þúsund tonn á þessu ári? Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands um afla, fyrstu átta mánuði ársins, liggja nú fyrir eins og fram kom í DB í gær. Þorskaflinn er nú kominn yfir 372 þúsund lestir, en samkvæmt stefnu stjórnvalda var miðað við 430 þúsund tonna heildar- afla þorsks á árinu. Heildarafli þorsks, á sama tíma í fyrra, var rúmlega 343 þúsund tonn. Það stefnir því í mun meiri þorsk- afla í ár en í fyrra og í DB í gær sagði Ingólfur Arnarson hjá Fiski- félagi íslands að aflinn gæti farið í 500 þúsund tonn með sama áfram- haldi. Þá hefur veiði annarra botnlægra fisktegunda en þorsks verið mun meiri en í fyrra, en það er afleiðing skrapdaga togaranna. Dagblaðið bar spádóm Ingólfs Arnarsonar um 500 þúsund tonna ársafla undir Ágúst Einarsson hjá LÍÚ og Jón B. Jónasson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu og fara svör þeirra hér á eftir. Þeir telja að um ofætlun sé að ræða og miða báðir við 450 þúsund tonn sem líklegan ársafla. Eftirtektarvert er i svari Jóns, að hann óttast ofveiði ýsu, ufsa og karfa, sem gæti leitt til stöðvunar togaranna í stað skrapdaganna. -JH. Jón B. Jónasson deildarstjóri ísjávarútvegs- ráðuneytinu: „Fiskifræðingarnir lögðu til að veidd yrðu 400 þúsund tonn af þorski á árinu, en stjórnvöld tóku sína ákvörð- un og miðuðu við 430 þúsund tonna afla,” sagði Jón B. Jónasson deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. „Dreifing afla á þau tímabil sem menn settu sér raskast nokkuð endaerfittað „MER FINNST ÞETTA LITIÐ HAFA FARIÐ ÚR BÖNDUNUM” — ekki mikið þótt aflinn fari upp í450 þúsund tonn — menn uggandi úm karfa, uf sa og ýsu hafa það upp á tonn. Mér finnst þetta lítið hafa farið úr böndunum og tel ekki mikið þótt aflinn fari jafnvel upp í 450 þúsund tonn. Það yrði með því minnsta sem farið hefur verið fram úr þeim kvóta sem settur hefur verið á undanförnum árum. En aukningin hefur einnig orðið í veiðum á öðrum botnfisktegundum en þorski. Þar er aflinn um 20 þúsund tonnum meiri en í fyrra og er það afleiðing af skrapinu. Menn eru því uggandi um að gengið sé of langt í veiðum annarra fisktegunda, karfa, ufsa og ýsu. Ef svo er, þá er engin tak- mörkun á veiðum möguleg nema algert stopp. Þorskafli haustmánaðanna hefur verið mjög breytilegur undanfarin ár. Hann var óvenjumikill á þessum tíma í fyrra, t.d. 18 þúsund tonn í september, en meðalafli þriggja septembermánaða á undán 9-þúsund tonn. Þá var aflinn í október 12 þúsund tonn en sama meðaltal þriggja októbermánaða á undan er 7 þúsund tonn. Ef miðað er við meðaltal áranna verð'ur aflinn ekki langt frá því sem ætlað var, en verði allt á dampi fer aflamagnið fram- úr áætlun, en minna má á, að togararnir eiga 40 skrapdaga eftir”. -JH. Nýi stéttarsambandsformaðurinnvaldamesti landbúnaðarforingi landsins? „Ekki óeðlilegt að sami einstakl- ingur gegni öllum þessum störfum” — segir Ingi Tryggvason, sem nú gegnir f jórum toppstöðum í íslenzkum landbúnaði „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra er treystu mér til að takast þetta starf á hendur og ég vona að stjórn Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs takist að leysa sem farsællegast fyrir bændur, og þá um leið alla landsmenn, þau vandamál er að steðja hverju sinni,” sagði Ingi Tryggvason nýkjörinn formaður Stéttarsambands bænda í samtali við DB í gær. „Það er gott að taka við þessu starfi sem forveri minn hefur sinnt af mikilli kostgæfni en að sama skapi erfitt að feta í fótspor hans. í íslenzkum landbúnaði í dag skiptast á skin og skúrir. Fram- leiðslutakmarkanir hafa mjög sett svip sinn á landbúnaðinn, en hann hefur oæði staðið það af sér og önnur áföll. Þá er það einnig erfitt fyrir bændur þegar verðið á land- búnaðarafurðum er ákveðið eins og gert er nú samkvæmt framleiðslu- ráðslögunum en laun bænda síðan að nokkru leyti heimt af þeim aftur vegna örðugleika á að ná réttu verði. Hvað útflutninginn varðar þá fáum við ekki það verð á erlendum mörkuðum sem við þurfum fyrir afurðir okkar. Ör verðbólga hér heima hefur gert okkur, eins og öðrum atvinnuvegum sem flytja út meira og minna af framleiðslu sinni, erfitt fyrir. Þá er bezti markaður okkar fyrir dilkakjöt, Noregur, í nokkurri hættu. Bæði er vaxandi sauðfjárrækt í Noregi og þá hefur neyzla á dilkakjöti dregizt saman í landinu, vegna minnkandi niður- greiðslna. Er hugsanlegt að út- flutningur til Noregs af dilkakjöti haustsins i haust verði allt að 1000 tonnum minni í ár en í fyrra. Björtu hliðarnar í landbúnaðinum eru þær að framleiðsla og framleiðni hefur aukizt og efnahagur bænda eins og annarra þegna farið batnandi. Náttúrlega eru einstaklingar innan bændastéttarinnar misjafnlega vel settir fjárhagslega. einkum eiga þeir sem staðið hafa i framkvæmdum síðustu árin erfitt um vik vegna þungrar lánabyrði. Bændur verða eins og áður að miða sína framleiðslu við að þeir fái fullt verð fyrir framleiðslu sína. Mér er það mikið áhugamál að byggð í landinu haldist í aðalatriðum eins og hún er núna og ef við ætlum að tak- marka framleiðslu í hinum hefð- bundnu landbúnaðargreinum verðum við að sjá þeim hinum sömu bændum fyrir vinnu og tekjum við aðrar búgreinar. Það er vaxandi , 2 ■ Í Ingi Tryggvason: landbúnaðinum. skin og skúrir i áhugi meðal bænda fyrir loðdýrarækt, fiskirækt og garðrækt, og likur benda til að þeim bændum fjölgi sem fást við þær búgreinar.” — Nú ert þú formaður Stéttar- sambandsins, Framleiðsluráðs og Grænmetisverzlunar landbúnaðar- ins, auk þess sem þú átt sæti í sex manna nefndinni sem ákveður búvöruverð. Finnst þér eðlilegt að sami maðurinn hafi svo marga þræði í hendi sér? „Öll þessi störf tengjast náið og t.d. hefur lengi verið litið á formannsstöðurnar i Stéttar- sambandinu og Framleiðsluráði sem eitt starf. Mér finnst ekki óeðlilegt að sami einstaklingur sé í öllum þessum störfum,” sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambands bænda. -SA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.