Dagblaðið - 09.09.1981, Page 10

Dagblaðið - 09.09.1981, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 DB-myndir: Sig. Þorri. Akurnesingar varaðir alvarlega við ósoðnu neyzluvatni: VATNSBÓUÐ í SVARTBAKSBYGGÐ —ætisöf lun svartbaks viðfiskiðjuverin hef ur hrakið varginn upp ífjall, þarsem skreiðarhjallareru skammt frá neyzlu- vatnsbóli Akurnesinga girtar af og net strengt yfir þær og fisk- iðjuverin hafa lagt sitt af mörkum til að fuglinn eigi erfiðara um vik við ætis- öflun. Afleiðingin er hins vegar sú að fuglinn sækir meira en nokkru sinni í æti, sem hann ella hefði e.t.v. látið óhreyft, og er hér oft um að ræða úldinn mat og stórskemmdan. Fátt vinnur hins vegar á meltingarfærum svartbaksins og hann skilar úrgangi, sem er iðandi af alls kyns stórhættu- legum gerlum. Dagblaðsmenn gerðu sér ferð upp á Akranes í gær, ræddu við bæjarbúa og skoðuðu vatnsból bæjarins. Þrátt fyrir nokkuð ramlega girðingu umhverfts uppistöðulónið er hægðarleikur, fyrir t.d. hunda og lömb, að komast undir girðinguna. Ofar í fjallinu eru hins vegar hæg heimatökin fyrir alla ferfætlinga að komast í neyzluvatnið. Fuglinn lætur sig svo auðvitað engu skipta hvort ein girðing er til staðar eður ei. Það hefur vakið nokkra undrun bæjarbúa að rétt við fjallsræturnar, örstutt frá uppistöðuióninu, eru skreiðarhjallar. Er því tilvalið fyrir varginn að fá sér í gogginn þar og fara svo að þvo sér í uppistöðulóninu. Ákaflega erfitt virðist vera að komast fyrir hina gífurlegu fjölgun fuglsins í fjallinu. Reynt hefur verið að eitra fyrir hann, en hætt var við þá ráðstöfun þar sem aðrar fuglategundir sóttu í það æti, sem lagt var fyrir fugl- inn. Eggjatínsla hefur verið stunduð nokkuð, en skotvopn hafa lítt dugað í baráttunni við svartbakinn. Það er ekki ný bóla að neyzluvatn Skagamanna sé úrskurðað iil- eða ódrykkjarhæft. Svo hefur verið um langt skeið . Hins vegar hafa bæjar- búar lítt skeytt um þau tilmæli heil- brigðiseftirlits að sjóða neyzluvatnið. Virðist fæstum heimamanna verða meint af sopanum, en utanbæjarmenn margir hverjir taka það ekki í mál að láta vatnið inn fyrir sínar varir eftir að hafa reynt það nokkrum sinnum. Gárungarnir á Akranesi hafa haft það á orði að neyzluvatnið sé ekki hættu- legt fyrir „innfædda” þar sem þeir hafi með tíð og tíma náð að aðlagast öllum þeim sýklum, sem í vatninu kunni að finnast. öðru máli gegni hins vegar um utanbæjarmenn, sem leggist í rúmið á fyrsta sopa. Eins og kom fram í DB í gær verða ný og fullkomin dauðhreinsunartæki sett upp við vatnsbólið upp úr ára- mótum. Er hér um að ræða tæki sem sendir frá sér útfjólubláa geisla og á þar með að ganga frá öllum þeim sýklum, sem vatnið inniheldur. Margir þeirra bæjarbúa, sem DB ræddi við í gær, höfðu litla trú á tiltækinu en höfðu á orði að það sakaði svo sem ekkert að reyna þetta — vatnið gæti varla versnað. -SSv. „Fólk spurði hvort vatnið væri soðið,” segir Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri. í kjölfar rannsókna á vatnssýnum úr vatnsbóli Akurnesinga beindi Heil- brigðiseftirlit Ríkisins þeim tilmælum til fólks á Akranesi í gær að það syði allt vatn, sem ætlað væri til neyzlu. Við rannsóknirnar kom i ljós óeðlilega mikið magn af svonefndum campylo- bacter-foetur gerlum í vatninu, en gerlar þessir valda magakveisu og niðurgangi komist þeir í meltingarfæri fólks. Til þessa hefur það aðallega verið salmonella sýkillinn, sem herjað hefur á mannfólkið hérlendis en útbreiðsla campylobacterfoetur gerl- anna hefur aukizt mjög undanfarið. M.a. hafa kálfar. sem smitazt hafa af sjúkdómnum, hreinlega drepizt úr skitu. Stór hluti neyzluvatns Akurnesinga er yfirborðsvatn úr hlíðum Akrafjalls. Svartbaksbyggð er óvíða þéttari á landinu og til þessa hefur vatnsmengun in verið rakin til úrgangs frá fuglunum. Svartbaksbyggð var nánast engin á Akranesi fyrir um 40 árum — a.m.k. ekkert í líkingu við það sem nú er. Með tilkomu afkastamikilla fískiðju- verka jókst verulega það magn fæðu, sem svartbakurinn hafði aðgang að. Fjölgaði fuglinum gífurlega ört á skömmum tíma og ekki bætti úr skák að bændur, sem áttu land í hlíðum Akrafjalls beittu öllum tiltækum ráðum til að hindra að fólk kæmist til eggjatínslu. Undanfarin ár hefur ýmislegt verið gert til að koma í veg fyrir að svart- bakurinn komist í auðfengið æti. T.d. hafa þrær Síldarverksmiðiunnar verið Nokkuð rammgerð girðing er umhverfis vatnsból þeirra Akurnesinga, en aðeins nokkra metra frá blaðamanni var hægðar- leikur fyrir smágerðari ferfætlinga að trítla undir girðinguna og baða sig að vild i uppustöðulóninu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.