Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. 11 „Hætt við að viðvörunin hafi komið of seint” — segir Sigurður Ólafsson, f ormaður heilbrigðisnef ndar Akraness „Ég hafði í raun enga hugmynd um hversu slæmt vatnið var fyrr en Heil- brigðiseftirlit ríkisins hafði samband við mig eftir sýnistöku í sl. viku,” sagði Sigurður Ólafsson, formaður heil- brigðisnefndarinnar á Akranesi. ,,Það varð því úr, i ljósi þeirra niðurstaðna sem lágu fyrir, að við beindum þeim tilmælum til fólksins að það syði vatnið áður en af neyzlu yrði”. Ferð fólk eftir þeim tilmælum? „Það er vafalítið persónubundið eftir hverjum og einum en hinn al- menni bæjarbúi gerir það vafalítið ekki. Hins vegar þekki ég til fólks, sem hefur soðið sitt neyzluvatn í mörg ár,” sagði Sigurður. „Sjálfur hef ég alltaf drukkið vatnið og aldrei orðið meint af,” bætti hann við. Hversu strangt hefur eftirlit með vatninu verið undanfarið? „Hér hefur reynar enginn heil- brigðisfulltrúi verið á annað ár en það stendur nú til bóta. Hann sá áður um sýnatöku, en tæknideild bæjarins hefur séð um þessa hlið málanna síðan.” Er vatnið núna verra en það hefur verið? „Það er í rauninni nokkuð erfitt að svara því, en okkur þótti full ástæða til að vara fólk við eftir að þessara gerla varð vart”. Var fólk ekki búið að drekka þetta vatn í nokkra daga áður en viðvörunin kom? „Það er hætt við að svo hafi verið. í kjölfar rigninganna fyrir skemmstu var geysilega mikið yfirborðsvatn í fjallinu og því er hætt við að það versta sé nú afstaðið.” -SSv. „Fékk óþægindi í maga af vatninu” — segir Egill Egilsson, eigandi veitingahússins Stillholts ,,Við látum okkar viðskiptavini ekki fá vatn hér úr krananum án þess að gera þeim grein fyrir því ófremdar- ástandi, sem ríkir í neyzluvatnsmálum hér á staðnum,” sagðis Egill Egilsson, eigandi veitingahússins Stillholts, er DB menn bar að garði. „Okkur er frjálst að nota vatnið við alla matarvinnslu enda e.t.v. ekki svo ýkja mikil hætta á ferðum þar.sem um rennandi vatn er að ræða. Ég er ekki héðan af Akranesi og hef reyndar aðeins búið hér í 3 ár. Mér fannst vatn- ið hérna strax vera vont ogfékk meira aði segja óþægindi í maga fyrst eftir að ég kom hingað. Eftir það hef ég ekki drukkið vatnið öðru vísi en að sjóða það og ég sýð meira að segja vatnið „Drekk aldrei vatnið hér,” segir Egill Egilsson, veitingamaður. ofan í hundana mína,” sagði hann. „Það er ekkert gamanmál að eiga við mengað vatn. Ég lenti eitt sinn í þvi er ég var á varðskipi að við fengum illa mengað vatn, sem tekið var á ísafirði. Mönnum varð meira og minna bumbult og okkur var fyrirskipað að halda strax til næstu hafnar og snerta ekki frekar á vatnsbirgðum skipsins. Ég tek því, að fenginni reynslu, enga áhættu í sambandi við neyzluvatniði” sagðiEgilI. -SSv. "J ' Séð inn eftir Akrafjalli. Berjadalsá sem er uppistaðan I neyzluvatni Skagamanna, rennur eftir miðri mynd. Mengað yfirborðsvatnúr hliðunum, beggja vegna árinnar, blandaðst siðan uppsprettuvatninu og spiilir þvi. r „ÞURFUM AÐ SJOÐA100 11 r r LITRA AF VATNIA DAG” —segir Steinunn Siguröardóttir, hjúkrunarforst jóri Fjórðungssjúkrahússins á Akranesi „Við héldum stuttan fund i morgun og á honum var ákveðið að sjóða allt það vatn, sem fer til neyzlu á sjúkra- húsinu,” sagði Steinunn Sigurðardótt- ir hjúkrunarforstjóri við DB í gær. „Vatn hefur ekki verið soðið áður það ég veit á sjúkrahúsinu en okkur fannst það vera eðlilegt, a.m.k. núna fyrst um sinn”. Hversu mikið magn er hér .um að ræða? „Við reiknuðum það lauslega út í dag að það þyrfti a.m.k. um 100 lítra á dag, þannig að þetta er talsvert umstang. Það verður að sjóða allt vatnið í eldhúsinu og dreifa því síðan á hverja deild fyrir sig”. Hefur orðið vart við óeðlilega háa tíðni magakveisa undanfarið? „Ekki held ég að svo hafi verið. Það er auðvitað alltaf eitthvað um slíkt en ég held ekki að það hafi aukizt neitt undanfarið. Hins vegar var það dálítið skemmtileg tilviljun að naer allir þeir sem við buðum vatn að drekka í morgun spurðu hvort búið væri að sjóða það þannig að greinilegt er að fólki stendur ekki á sama,” sagði Steinunn. -SSv. „Mér hefur aldrei oröið meint af vatninu,” segir Sigurður Ólafsson, formaður heilbrigðisnefndar Akraness. „Meiri háttar vandamál að bægja fugl- inum f rá” segir Ágúst Sveinsson, verkst jóri hjáHBogCo „Við megum ekkert vatn nota hér við fískvinnsluna án þess að klórblanda það. Klórinn verður að vera a.m.k. 5 prómill, en síðast í gær var tekið sýni hjá okkur og þar kom í ljós að við vorum með 8 prómill klór- blöndu í vatninu.” sagði Ágúst Sveins- son, verkstjóri í fyrstihúsi Haraldar Böðvarssonar og Co. „Ég vil hins vegar segja það að ég drekk aldrei vatnið hérna úr krönunum. Hins vegar er það eitt það fyrsta sem ég geri þegar ég kem til Reykjavíkur að fá mér vatn að drekka. Ég er utanbæjarmaður, frá Grundar- firði, og í sjálfu sér ekki neitt sérstöku vatni vanur þaðan, en það er mun verra hérá Akranesi”. Ágúst taldi að rekja mætti viðbjóð- inn í vatninu beint til svartbaksins. „Hann á erfiðara um vik en áður við fæðuöflun þannig að hann étur verri úrgang en áður. Ágangur er svo mikill í fuglinum að hann steypir sér í hundraðavís yfir bílana hjá okkur þegar þeir eru að koma hingað til að losa. Það er meiriháttar mál oft á tíðum að bægja honum frá,” bætti hann við. Þá fannst Ágústi það ekki vera beint gæfuleg ráðstöfun að planta niður skreiðarhjöllum alveg við fjallsræt- urnar þegar unnið hefði verið að því skipulega mörg undanfarin ár að útrýma þeim í nágrenni bæjarins. -SSv. verkstjóri hjá HB og Co.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.