Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Grænmetið er tekið úr saltvatninu og látið renna af því áður en það er látið út I löginn. Sinneps-pikles Við bjuggum einnig til sinneps- pikles sem er allt öðruvísi en relishið. í hann notuðum við fjórar tegundir graenmeti, blómkál, gulrætur, agúrkur og lauk. Lögurinn er búinn til úr eftirfar- andi: 31 edik 1 dl. Colmanns sinnepspulver (mustard) 1 dl karrí 10 dlsykur 2 dl hveiti (hrært út í vatni) Það skaf tekið fram að þetta er nokkuð stór uppskrift og fyrir meðal heimili getur verið hentugt að skipta henni í tvennt. Þaðgerðum við. Fyrst er byrjað á að þvo græn- metið, flysja lauk, gúrkur og gul- rætur, gott að láta blómkálshausinn liggja í bleyti í köldu vatni á meðan. Blómkálinu er síðan skipt niður í greinar. Annað grænmeti er skorið í litla bita. Hver tegund látin i skál fyrir sig og saltlegi (3 msk. salt í 1 1 af vatni) hellt yFir, látið standa til næsta dags. Þá er lögurinn búinn til og grænmetið soðið í vatni í um það bil fimmmín.Fyrsterlaukurinn látinn út í, þá blómkálið, loks gulræturnar og síðast agúrkurnar (þær mega ekki sjóða nema rétt aðeins). í þennan pikles er betra að láta rotvarnarefni. Sinnepspikles er mjög góður með lambakjöti, t.d. grilluðu. Þá verður helzt að láta löginn renna aðeins af honum eða taka hann upp með litlu sigti. Hann er einnig mjög góður með alls kyns pottréttum. -ARi. Ekki gef ið upp nákvæmt magn Við gefum ekki upp nákvæmt magn af grænmetinu sem við notuð- um, vegna þess að við lékum þetta „svolítið eftir eyranu” eins og sagt er. Það verður aðeins að gæta þess að hafa edikslöginn í þeim hlutföllum sem upp eru gefin. Annars getur þetta orðið of súrt eða of sætt og hvorugt er gott. Það má einnig benda á að í relishið má nota fleiri grænmetistegundir en getið er um, ef þær eru fyrir hendi. Ef grænmetið er byrjað að skemmast verður að fjarlægja skemmdirnar. Munið ef á að frysta grænmeti verður það að vera alveg fyrsta flokks. -A.Bj. Relishið er t.d. gott að nota i remúlaðisósu. Þá verður að láta vökvann renna aðeins af áður en þvi er blandað saman við mayonesið og sýrða rjómann. Sinnepspikles er t.d. góður með grilluðu lambakjöti, pottréttum og svo ekki sé nú minnst á hve hann er góður með góðri kindakæfu. Hann má einnig nota til þess að skreyta smurt brauð. 5 Date / fyrsta sinn á islandi SHAMPOO DEO COLOGNE ILMVATN DATE DEO GOLOGNE er miH og þurrt „Deodorant" með fínum ilmi. Lyktin er svo frísk og hrein, að þú getur notað Date Deo Cologne á allan lík- amann, og eins og önnur góð ilmefni er Date í glerflösku með „pumpspray" án þrýstigass þannig að innihaldið kemur mjúklega við hörundið. DATE COLOGNE SHAMPOO aðskilur sig frá öðrum shampootegund- um með sinni sérkennilegu og persónu- legulykt. Date er miH shampoo sem nota má dag- lega. DATE ROLL PERFUME er ilmvatn í IHIum glösum á stærð við varalit og fer þvi vel i veskjum. Svo að ekki fari einn einasti dropi tit spillis er höfð litil kúla Iroll) á glasinu sem þú strýkur lóttilega á hálsinn eða bak við eyrun og þá kemur lyktin nákvæmlegaá þanr stað sem þú viH og i þvi magni semþú vilt CHRIS—JESSICA PAMELA—NADJA Fjórar tegundir Svo að þú getir valið þina persónulegu lykt þá er Date framleitt í 4 mismunandi tegundum. Hver og ein er einkennd með stúlku sem gefur lyktinni nafn: Pamela-Chris- Jessica og Nadja. Stúlkurnar gefa Date vörunum persónulegan svip og gera þór auðveft að þekkja þær aftur. Hugmyndin með Date er mjög einföld: Þú færð sömu góðu lyktina i hárið og á likamann. Þú blandar aldrei tveimur tegundum saman og þess vegna þarft þú ekki á fleiri að halda. Heildsö/ubirgðir J.S. Heigason hf. Sími: 37450.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.