Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. FÓLK ELÍN ALBERTSDÓTTIR Guðrún Guðlaugsdóttir, nýr fréttamaður hjá útvarpi: Lœkjarbrekka opnuð um nœstu mánaðamót: Hefalltafhaft áhuga á veitingahúsarekstri — og þá sérstaklega í gömlu húsi, segir Kolbrún Jóhannesdóttir Fœrði sig niður um eina hœð í Utvarpshúsinu „Þegar þessi staða losnaði sótti ég um, enda hef ég alltaf haft áhuga á fjölmiðlun,” sagði Guðrún Guðlaugsdóttir, nýr fréttamaður hjá útvarpinu, í samtali við DB. ,,Ég hef núna verið í þrjá daga og lizt vel á mig,” hélt hún áfram. Guðrún er ekki óvön útvarpinu, hefur starfað þar síðan 1974, nú síðast sem dagskrárfulltrúi. Þá hefur hún verið með fjölmörg viðtöl, séð um barnatíma og margt, margt fleira. ,,Ég kom fyrst fram í útvarpinu t útvarpsleikriti,” segir Guðrún en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1967. Hún lék 1 nokkrum leikritum, þar á meðal Línu langsokk er það var sýnt í Kópavogsbíói við mikinn fögnuð áhorfenda. „Fréttamannsstaðan er mjög ólík mínum fyrri störfum en það kemur sér vel að hafa unnið ögn við útvarp- ið. Ég er í innlendum fréttum og hér er unnið á margskiptum vöktum. Á fréttastofunni er líka svolítið öðruvísi vinnuaðstaða en á fimmtu hæðinni þar sem ég var. Hér eru mikil þrengsli en í dagskrárfulltrúastarfinu var ég i nokkuð góðu herbergi ásamt einum manni,” sagði Guðrún. „Ég ætla að opna hér um næstu mánaðamót, að öllu forfallalausu,” sagði Kolbrún Jóhannesdóttir gal- vösk er DB-menn heimsóttu hana í hið væntanlega veitingahús — Lækj- arbrekku. Umhorfs var þar líkt og sprengja hefði fallið með þeim afleið- ingum að allir veggir væru á bak og burt. „í raun ætlaði ég að opna 1. ágúst en verkið hefur tafizt þar sem hér hefur gjörsamlega þurl't að byggja frá grunni,” sagði Kolbrún. Hún, ásamt börnum sínum tveimur, Lindu Ingvarsdóttur og Guðmundi Ingvars- syni, hefur fengið húsið á leigu hjá Torfusamtökunum. Samtökin sjá sjálf um uppbygginguna en Kolbrún um innréttingu og allt sem viðkemur rekstrinum. Formaður Torfusamtakanna sagði DB-mönnum að byggingakostnaður væri áætlaður 1.113.000 til 1.114.000 krónur (um 111 milljónir gamlar). Kolbrún sagðist bæta álíka upphæð við fyrir innréttingum og því sem að henni snýr. „Ég er löngu búin að kaupa borð og stóla og allt það sem mig vantar. Það bara bíður og hefur beðið lengi,” segir Kolbrún. Hún starfaði á Hress- ingarskálanum þegar hún hófst handa við uppbyggingu á veitinga- húsinu Torfunni ásamt Erni Bald- vinssyni. Þau ráku Torfuna saman um skeið en síðan ákvað Kolbrún að sækja um hinn helming Bernhöfts- torfunnar og setja upp eigið veitinga- hús. „Ég fékk góðar viðtökur er ég fór fram á þetta og núna er unnið baki brotnu við smiðarnar,” sagði hún. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á veitingahúsarekstri, og þá sérstak- Kolbrún ásamt Guömundi syni sínum 1 salnum er snýr ið Bankastræti. Þar veröur væntanlega huggulegt fyrir gesti aö sitja og horfa á umferðina streyma fram hjá. Hún sagðist hafa hug á því að halda áfram starfi á fréttastofunni. Heima á hún fimm börn, allt frá átján ára stúlku til fimm ára tvíbura. Guðrún er gift Júníusi Kristinssyni skjala- verði hjá Þjóðskjalasafni og sagði hún að allt gengi þetta vel þegar allir á heimilinu vinna saman. -ELA. Guðrún Guðlaugsdóttir hefur starfað hjá útvarpinu siðan 1974, nú sfðast sem dagskrárfulltrúi. DB-mynd. lega í gömlu húsi. Hérna verð ég með mat og vín og legg aðaláherzlu á að húsnæðið verði eins og það var.” Þegar hið margumtalaða útitafl var vfgt á dögunum mættu tveir ungir skáksveinar til leiks. Skákin endaði með jafntefli, svo sem vitað er, en áður en hún hófst ræddu þeir félagar við borgarstjórann, Egil Skúla Ingibergsson. Bjarnleifur Ijósmyndari smellti mynd af en ekki virtust strákarnir kvfða fyrir aö tefla fyrir framan fjölda fólks. Tómas Björnsson er skólaskákmeistari íslands, og Þröstur Þórhallsson skólaskákmeistari Reykjavfkur. Borgarstjórinn sjálfur tók að sér aö leika fyrsta leikinn og vera má að þeir félagarnir ungu hafi verið að gefa honum góð ráð, einmitt þegar Bjarnlcifur smellti myndinni góðu af. -ELA. Kolbrún, sem er 41 árs, mun sjálf vinna á staðnum auk barna sinna. Þá hefur hún þegar ráðið'hhita starfs- fólksins. — En af hverju heitir staðurinn Lækjarbrekka? „Jú, það er af því að brekkan er hér fyrir neðan og Lækjargatan liggur hér. Mér fannst því tilvalið að nefna staðinn þessu nafni.” Gengið verður inn i staðinn að framanverðu en í framtíðinni er ákveðið að útigarður verði bak við húsið. Verður þá einnig hægt að ganga þar í gegn. Lækjar- brekka verður á tveimur hæðum. Á loftinu er ris, sem minnir á baðstofu, og verður kappkostað að gera það sem vistlegast. -ELA. Og á baðstofuloftinu ætlar Kolbrún að gera vistlegan sal. DB-myndir Sig. Þorri. Skákmeistararnir og borgarstjórinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.