Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. 12 Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarrítstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín AJbortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurflur SverríssOn. Ljósmyndir: ÐjamleHur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Porrí Sigurflsson og Svoinn Þormóflsson. SkrifBtofusljórí: Úlafur EyjóHsmon. Gjaldksri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeróur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sióumúla 12. Afgrsiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverfiofti 11. Aðalsimi blaðsins sr 27022 (10 li nur}. Satning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plðtugarð: Hiknir hf„ Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf„ SkaHunni 10. Áskriftarvarð á mánuðl kr. 05,00. Varð I lausasöki kr. 0.00. að hér er orðið úr Umferðarmenning óskast! Umferðarmenningu okkar íslendinga hefur löngum þótt vera ábótavant. Það hefur verið sagt að við ækjum eins og við værum einir í heiminum og kynnum ekki að taka tillit til annarra. Með auknum utanferðum íslendinga er mönnum smám saman að verða Ijóst pottur brotinn og úrbóta þörf, en minna verki. Umferðaráróður hér á landi er því miður of handa- hófskenndur og ekki nægilega markvisst að málum unnið þannig að árangur náist. Umferðarráð hefur af veikum mætti reynt að spyrna við fótum og reynt að miðla fræðslu en vegna of lítils fjármagns og mannafla gengur hægt. Aðeins einu sinni á seinni árum hefur verið unnið markvisst að umferðarfræðslu með þeim árangri að umferðarmenning stórbatnaði og slysum fækkaði. Þetta var árið 1968 þegar tekin var upp hægri umferð hér á landi. Með markvissum áróðri tókst þá að skapa grundvöll fyrir umferðarmenningu. Yfírvöld umferðarmála fengu þá aukin fjárráð til fræðslu. Fræðslunni var komið til almennings í dagblöðunum, í útvarpi og sjónvarpi sem þá var nýr miðill hér á landi. Þessi herferð bar árangur og ekki sízt á þann veg að fólk tókst á við hina nýju hægri umferð með bros á vör. Síðan þetta var hefur' mikið vatn runnið til sjávar en árangurinn frá 1968 virðist einnig hafa skolazt á brott. Nú er svo komið að við verðum að taka á honum stóra okkar ef takast á að koma umferðinni á réttan kjöl á ný því nú hefur enn einn vandinn bætzt við í um- ferðinni en það er hin stóraukna reiðhjólaeign lands- manna. Á liðnu vori deildu menn hart um þá lagasetningu að skylda notkun öryggisbelta í bílum. í þeirri umræðu sýndist sitt hverjum en hið jákvæða við þessar deilur var að umræðugrundvöllur skapaðist um hættur í um- ferðinni og hvað væri til úrbóta. Því miður var þessari umræðu ekki fylgt eftir sem skyldi. Nú fer í hönd sá árstími sem þykir hvað hættuleg- astur í umferðinni. Langar sumarnætur hverfa en við tekur hauströkkrið og síðan dirnm skammdegisnóttin. Einmitt á þessum hættulegasta tíma í umferðinni stígur stór hópur gangandi vegfarenda sín fyrstu sjálf- stæðu spor í umferðinni en það eru börnin, sem eru að hefja sína fyrstu skólagöngu þessa dagana. Þessir nýju vegfarendur eiga heimtingu á að við hin sýnum fyllstu aðgæzlu í umferðinni og stuðlum á þann hátt að öryggi þeirra. Þessum nýju vegfarendum, svo og öðrum í umferð- inni, þarf að mæta með stóraukinni umferðarfræðslu. Sjónvarpið, sem reyndist vel í upphafi hægri umferðar, þarf að nýta til fulls. Þar er kjörinn miðill til raun- hæfrar umferðarfræðslu sem ekki má liggja ónýttur. Aðra fjölmiðla má einnig nota með góðum árangri því jákvæð umræða um umferðarmál leiðir að settu marki — bættri umferðarmenningu. Stjórnvöld mega ekki láta sitt eftir liggja. Á kom- andi Alþingi er nauðsynlegt að taka lagabálka og reglu- gerðir um umferðarmál til gagngerrar endurskoðunar og færa til þarfa dagsins i dag. Ennfremur þarf að bæta fjárhag yfirvalda umferðarmála þannig að þeim sé unnt að sinna fræðslu þannig að gagn sé að. En skyldan liggur fyrst og fremst hjá okkur sjálfum. Ef hver og einn er sér meðvitandi um skyldur sínar í umferðinni þá erum við komin meira en hálfa leið að settu marki — við eignumst umferðarmenningu og slysum fækkar. FERÐAMENN m. HVERS? f Gjafavara Siðastliðið sumar og raunar allt frá því að bílferjan Smyrill hóf ferðir hingað til lands hefur nokkuð borið á ferðamannahópum sem um flest virðast sjálfum sér nægir. Steininn hefur þó tekið úr í sumar en fjöldi „óháðra” ferðalanga virðist aldrei hafa verið meiri. Þessir ferðalangar koma að eigin sögn með flest eða allt sem þeir þurfa á að halda í sumarleyfinu á tslandi. Enda segja þeir um leið að það sé vegnaþess hveallt sédýrt hér. Eftir nýjustu upplýsingum að dæma um kostnað við gistingu og uppihald víðs vegar að úr heiminum er þetta rangt, a.m.k. svo fremi sem um er að ræða ferðalanga, sem nýta sér gistingu og þjónustu landsmanna í viðkomandi landi. ísland mun sam- kvæmt þessum upplýsingum verða með ódýrustu löndum fyrir þá ferðalanga, sem skoða vilja landið og njóta í því efni þjónustu landsmanna. Þeir ferðalangar, sem koma hingað á eigin bílum og með til dæm- is 150 litra af rauðvíni eða, eins og annar hópur sagði í blaðaviðtali, með allt það bensín, sem ætlað var í ferðina eða með matarbirgðir erlend- is frá, eru vitanlega alls ekki eftir- sóknarverðir. Því má bæta við að ferðamenn innlendir, sem verið hafa samtimis ýmsum erlendum ferðamönnum í tjaldstæði, segja frá matarbirgðum sem þessir erlendu ferðamenn hafa dregið upp úr kistum sínum. Meðal annars frystu kjöti og þar á meðal frystum kjúklingum. Af umbúðunum mátti sjá að ekki var um íslenska vöru að ræða. Sagnir um rauðvínsbirgðir, bensínbirgðir og matvörubirgðir sýna ótvírætt að hópur erlendra ferðamanna lítur einungis á tsland sem einhvers konar gjafavöru, en landið sem ferða- Kjallarinrt Kristinn Snæland mannaland átti aldrei að verða að gjafavöru eða ókeypis. Tröllabflar íslendingar hafa um óbyggðir einkum ferðast á jeppum og minni fjallabílum. Þó má geta bíla sem ætlaðir eru í hópferðir en þá eru aðallega áberandi bílar Guðmund- ar Jónassonar og Úlfars Jackobsen. Þó að bílar þessara manna eða fyrir- tækja séu stórir eða sannkallaðir tröllabilar, þá er einkenni notkunar þessara bíla það að þeir taka hópa íslendinga og útlendinga í skipulagðar ferðir ,,um óbyggðir landsins. Þar fer saman góð skipulagning, góð stjórnun úrvals leiðsögumanna og nærgætin umferð um viðkvæm landsvæði. Þessir menn og þeirra ferðafólk fara vel með landið og skila þar að auki góðum tekjum í stóra sjóðinn. Útiendingar á eigin tröllabílum með bensín, rauðvíns- og matar- 'birgðir hafa svo aftur á móti gerst sekir um að fara illa með viðkvæm Iandsvæði og stórskemmt hafa þeir vegi sem ekki var búið að opna fyrir umferð að vori. Slíkir óþurfta- gemlingar, hvort scm þeir eru á tröllabílum, eða venjulegum fjalla- eða ferðabílum, verða að finna að öUu eru takmörk sett. Þó að sleppt sé dæminu um Þýzkir ferðamenn á tólf tonna trukki á KjaLvegi að vorí til. ^ „Vel útbúinn ferðabíll gæti hugsanlega borið upp undir 100 litra af bensíni. En þegar ferðafólk erlendis frá segist hafa haft með sér bensín, sem átti að duga í mánuð eða svo, er vitanlega um miklu meira magn að ræða.” rauðvínið, hvort sem það er satt eða ekki, þá er ljóst að eitthvað er ekki sem skyldi. Það er t.d. ljóst að innflutningur á bensíni, umfram það sem eðlilega kemst á venjulega tanka ökutækis, hlýtur að vera ólöglegur. Vel útbúinn ferðabíll gæti hugsanlega borið upp undir 100 lítra af bensíni. En þegar ferðafólk erlendis frá segist hafa haft með sér bensín sem átti að duga í mánuð eða svo er vitanlega um miklu meira magn að ræða. Ef íslendingur á smábíl fer hringinn, má ætla að hann eyði allt að 1501ítrum. Hér er trukkurinn kirilega sokkinn niður I vegarslóðina. Þessar myndir birtust I þýzku blaði með frásögn ferðamannanna af veiðureign þeirra við islenzku vegina. Takmörk öllu eru takmörk sett og þá ekki síst um það hvað koma má með til lansins i pússi sinu. íslenskir ferðamenn kannast við að tiltekinn kvóti er á þeim vörum sem þeir mega koma með. íslendingar þurfa ekki að vera feimnir við að setja nauðsynlegar reglur eða að framfylgja reglum, sem þegar eru til, í því skyni að koma í veg fyrir innflutning bensins, rauðvíns eða ólöglegra matvæla. Um ferðir tröllabíla á vegum erlendra ferðamanna mætti einnig setja reglur (sem ekki eru til núna) sem fælu í sér takmarkanir um notkun tröllabíla, t.d. í óbyggðum. Með þessu er átt við að útlendingar sem koma með risavaxna fjallabíla, sem ég kalla tröllabíla, fengju ekki að aka þeim utan byggða nema með leiðsögumanni og á ábyrgð hans. Auk þessa yrði að sjálfsögðu að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning bensins, vins og matvæla. Væri þessu sinnt myndarlega yrði íslensk náttúra ekki lengur gjafavara. Krístinn Snæland.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.