Dagblaðið - 09.09.1981, Page 4

Dagblaðið - 09.09.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Súrt og gott úr „tilraunaeldhúsi” DB: NOTFÆRIÐ YKKUR ÓDÝRA GRÆNMETIÐ Viö fundum ekki sellerffræ, þannÍR aö viö notuðum selleriflögur i staðinn. Þaö gefur auðvitað sama bragðið en er samt öðruvísi. Undanfarið hefur grænmetið verið selt á mjög hagstæðu verði og hafa húsmæður væntanlega notfært sér það. Við tókum okkur til um helgina og bjuggum til tvenns konar „pikl- es”. Annar var sinnepspikles og hinn svokallað relish, svipað eins og Dalsgarðs relishið sem við vorum með fyrir nokkrum árum. — Hafiðallt við höndina Áður heldur en hafizt er handa um sultun, hvort heldur er grænmetis eða ávaxta, verður að byrja á því að at- huga hvort allt, sem þarf að nota, er fyrir hendi. Það er mjög bagalegt í miðju kafi að vanta eitthvað sem er mjög áríðandi. Þetta á ekki síður við um bakstur, eins og t.d. jólabakstur- inn. En þetta vita auðvitað allar gamalgrónar húsmæður. Þá er einnig gott að huga að niðursuðuglösunum og þvo þau og hafa tilbúin til notkun- ar þegar það sem í þau á að fara er til- búið. Relishið Þegar búið er til relish er allt græn- metið saxað eða skorið niður mjög smátt. Við gerðum það í Moulinex kvörninni okkar en áður en hún kom til sögunnar notuðum við hreinlega venjulega handsnúna hakkavél. Hægt er að nota nánast „allt” grænmeti í relish. Við notuðum agúrkur, græna, rauða og gula pap- riku, venjulegan lauk, gulrætur og hvítkál. í upphaflegu uppskriftinni eru grænir tómatar en við áttum þá ekki svo við slepptum þeim. Við gátum heldur hvergi fengið rauðar paprikur þannig að við keyptum eitt glas af rauðri búlgarskri papriku í strimlum og notuðum hana í staðinn fyrir ferska. Það tókst mjög vel. Lögurinn er búinn til úr eftirfar- andi: 4 bollar edik 2 bollar vatn 1/2 tsk. turmerik 1 msk. sellerífræ (korn) 2 msk. sinnepsfræ 6 bollar sykur Byrjið á að hreinsa grænmetið í köldu vatni. Því næst er vatnið látið leka vel af. Flysið agúrkurnar og Svona eru sinnepsfræin. Þau eru mjög góð og alveg ómissandi f relishið. DB-myndir Sigurður Þorri. Þegar smátt skorið grænmetið i relishið hefur legið i vatnsbaði i cinn sólarhring er látið siga af því vatnið I sigti. Skerið grænmetið, sem nota á í sinn- epspiklesinn, f ámóta stóra bita og látið liggja f saltvatni I einn sólarhring. Hver tegund verður aö vera i sér skál. skerið í bita sem henta í grænmetis- kvörnina. Gætið þess að allt fari ekki í mauk með því að vinna það of lengi í kvörninni. Grænmetið er síðan látið í skál og þegar búið er að saxa það hæfilega smátt er góður hnefi af grófu salti látinn út í og þetta látið standa á köldum stað í einn sólar- hring. Þá er grænmetið látið í sigti og látið leka af því, það mesta. Daginn eftir er lögurinn soðinn. Edikið ásamt vatninu og sykri látið í pott og suðan látin koma upp. Kryddið og loks grænmetið látið út í löginn og látið sjóða i þrjár mínútur (það er í rauninni ekki nema rétt aðeins augnablik). Við höfum áður sagt frá piklesupp- skrift þar sem átti að nota sellerífræ. Við gátum ekki fundið þau þá og heldur ekki nú og notuðum í staðinn selleríflögur. Það gefur rétt bragð en ekki er það samt alveg eins og það á að vera. Nú er relishið tilbúið og látið í tandurhrein glös. Látið smjörpappír, vættan í rotvarnarefni ofan á glasið og bindið smjörpappír eða plast yfir. Gott er að geyma pikles og annað niðurlagt grænmeti á köldum stað. Svona pikles er hægt að nota ein- tóman með steik. Hann hentar einnig mjög vel í kaldar sósur eins og t.d. remúlaði-sósu. Betra er að láta vökv- ann renna af honum áður en honum er blandað saman við mayonaise og sýrðan rjóma. V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.