Dagblaðið - 09.09.1981, Síða 17

Dagblaðið - 09.09.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. 17 Friðrik Ólafsson forseti Alþjóða- skák- sambandsins: „Ég hef eingöngu haft samband við lögfræðing Kortsnojs og ekki talið Petru Leeuwerik, ritara Kort- snojs, ábyrgan talsmann hans,” sagði Friðrik Ólafsson forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, í gær. ,,Hún hefur sjálfsagt sínar meiningar konan, en þeir sem til mál- anna þekkja, leggja ekki mikið upp úr þeim”. „Hún hefur sjálfsagt sínar meiningar konan" —en Petra Leeuwerik getur ekki talizt ábyrgur talsmaður Kortsnojs — Út í hött að ég sé hræddur um að missa embættið, segir Friðrik í dagblaðinu Timanum á laugar- dag er haft eftir Petru Leeuwerik, að Friðrik Ólafsson hafi ekki gert neitt annað en valda hneyksli með þessu brölti sínu með tímasetningu einvígis- ins og einnig að hann hafði séð að Sovétmenn gætu komið honum úr embætti forseta FIDE og því hafi hann orðið hræddur og látið undan kröfum þeirra í staðinn. „Það er út í hött að ég sé hræddur um að missa stöðuna,” sagði Friðrik. „Ég gerði mér grein fyrir því, að ákvörðun um seinkun heims- meistaraeinvígisins gæti haft slíkar afleiðingar. Mér er þetta embætti heldur ekki það mikið kappsmál. Þessi læti nú eru hálf kjánaleg. Ég skýrði lögfræðingi Kortsnojs frá því 24. júlí sl., að leyfi til Bellu og Igors Kortsnojs um brottför frá Sovétríkj- unum væri ekki dagsett og hann hefur væntanlega komið því til Kort- snojs,” sagði Friðrik. Friðrik hefur áður greint frá því að hann telur sig hafa vissu um farsæla lausn málsins. Slíkt sé betra en að krefjast einhvers sem ekki er fáan- legt. Komið hefur fram, m.a. í viðtali DB við Petru Leeuwerik, að Igor Kortsnoj losni ekki fyrr en í maí á næsta ári. Samkvæmt heimildum DB fer móðir hans alls ekki úr landi nema hann komi með. Igor Kortsnoj afplánar nú dóm vegna brota á herþjónustuskyldu og hefur sú afplánun helzt staðið í vegi fyrir því að málið leystist skjótar. -JH. Nýstárleg hugmynd um lausn á brýnasta húsnæðisvandanum íReykjavík: Verkalýðsfélögin og borgin byggi saman leiguíbúðir — sem félagar í verkalýðsfélögunum hafi forgang að, segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir form. Sóknar „Ég hef fært þá hugmynd í tal við marga að verkalýðsfélögin komi til móts við Reykjavikurborg og þessir aðilar hjálpist að við að leysa þann húsnæðisvanda sem nú ríkir i höfuð- borginni. Verkalýðsfélögin legðu þá fram fjármagn það sem þau eiga í bönkum til byggingar íbúða í samstarfi við Reykjavíkurborg,” sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins, Sóknar, í sam- tali við DB. Ibúðirnar yrðu síðan leigðar út og verkalýðsfélögin fengju rétt til að hlutast til um hverjir fengju íbúðirnar á leigu. Eðlilegt væri að félagar í verka- lýðsfélögunum gengju fyrir, enda myndu ibúðirnar vera byggðar fyrir þeirra fé. Mál þetta er rétt í athugun og ekki komið á rekspöl, en ég hef aðallega í huga stóru verkalýðsfélögin í þessu sambandi,” sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og bætti við að margir hefðu lagt við eyrun, þegar hún hefði orðað þessa hugmynd við þá. -SA. SILUNGSHROGN A BÍLAÞVOTTAPLANI? — Ekki á þessum stað þar sem eru bezt lokuðu vatnskerf i borgarinnar, segir Vatnsveitan „Er hugsanlegt að í bæjarkerfi Vatnsveitunnar geti verið mengað vatn og í því úrgangur silungshrogna eða afgangur frá seiðakerjum,” spurði Július Þorbergs sendibílstjóri í Reykja- vík er hann kom á fund DB á mánudag. „Ég fór með rútubíl sem ég hafði tekið að mér að aka í skemmtiferð á sunnudag á þvottaplan i Árbænum um hálfellefuleytið á sunnudagsmorgun. Enginn var að þvo og ég hef kannski verið fyrstur að krananum. Er ég hóf þvottinn kom þegar sjávar- lykt af vatninu. Ég smakkaði á því og að því var óbragð. í sama mund kom grugg úr slöngunni, líkast smáum hrognakúlum, á stærð við sagógrjón, svo að eitthvert dæmi sé tekið,” sagði Júlíus. Hann sagði að þó nokkuð af þessum smáu kúlum hefðu fallið á þvotta- planið og hann getað tekið þær i lófa sér af planinu. Líktist vatnið og gruggið allt eins og það kæmi úr seiða- kerjum, sem silungur hefði verið í, að dómi Júlíusar. DB bar þessa sögu undir ráðamenn Vatnsveitunnar. „Bæði þvottaplanið í Árbæ og þvottaplan Esso á Ártúnshöfða fá eins Hafnarfjörður: „Hjólaþjófnaður” fyrir misskilning —og f réttin í DB varð til þess að þau komustrax fram og allt þetta byggðahverfi vatn sitt frá Bullaugum. Þar er vatnið tekið með dælum djúpt úr jörðu, svo að óhugsan- legt er að því fylgi silungshrogn eða óhreinindi úr seiðakerjum,” sagði Hólmsteinn Sigurðsson skrifstofu- stjóri. Hann taldi hugsanlegt að á undan bil Júlíusar hefði fiskbíll verið á planinu, því komið gæti fyrir að sog myndaðist i vatnsslöngum og kæmi síðan aftur úr sömu slöngu og væri þá álitið mengað vatn. Aðra skýringu gat Hólmsteinn ekki gefið og taldi Bullauga — vatnsból Árbæinga — mjög vel lokað vatnsból. -A.St. Já, það er eins gott að hafa góða regnhlff meðferðis þegar fólk bregður sér bæjarleið — eins og veðrið var I höfuðborginni á dögunum. DB-mynd: Einar Ólason. Pelsar og kjólföt í Naustinu Mikið verður um dýrðir á Naustinu í kvöld og þar sýndur dýr og fínn klæðn- aður. Það er Eggert feldskeri Jóhanns- son sem sýnir matargestum pelsa og dýra feldi af ýmsu tagi, bæði þá sem hann hefur sniðið sjálfur og eins inn- flutta frá Svíþjóð, Finnlandi og fleiri Iöndum. Þá sýnir herrafataverzlunin Ragnar kjólföt, smókinga og fleira af fínum fatnaði. Sýning þessi verður fyrir matargesti eingöngu og hefjast herleg- heitin um kl. 19:30. -ÓV. Örskömmu eftir að Dagblaðið barst lesendum í Hafnarfirði i fyrradag með frétt um „bíræfinn hjólaþjófnað” þar í bæ, hringdi maður er kvaðst hafa umrædd hjól undir höndum. Hjólin hafði hann hirt við öskutunnur smurstöðvar Esso í Hafnarfirði. Hafði dóttir hans séð er „bilstjórinn ætlaði að henda hjólunum og segli sem verið hafði uppi ábílnum.” Taldi maðurinn ástæðulaust að henda heilum hjólum, hirti þau án þess að kanna fullyrðingu dóttur sinnar betur. Er hann sá fréttina í DB rann upp fyrir honum ljós. Hafði hann þegar samband við lögregluna og kom síðan með hjólin og seglið niður á stöð. Þar bíða hjólin og seglið nú rútubílstjórans, sem „lagði þau” en „henti” ekki meðan verið var að smyrja bil hans. -ASt. rrmTgrmiwitwttfwwwi ■'■■■■■< FILMUR OG VELAR S.F. iAAAIUUl SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. BORGAR- SPÍTALINN RAUÐI KROSS ISLANDS SJÚKRAFLUTNINGANÁMSKEIÐ Rauði kross íslands og Borgarspítalinn efna til námskeiðs í sjúkraflutning- um dagana 30. október til 7. nóvember nk. Kennsla fer að mestu fram á Borg- arspítalanum í Reykjavík. Skilyrði fyrir þátttöku er að umsækjandi starfi við sjúkraflutninga og hafi áður tekið þátt í skyndihjálparnámskeiðum. Þátttöku- gjalder kr. 1.700. Umsóknarfrestur er til 18. september og verður tekið við umsóknum í síma 91-26722 þar sem einnig verða veittar nánari upplýsingar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.