Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent a REUTER i Líbanon: / lögreglu- fylgdískóla Nýlega luku 40.000 líbanskir menntaskólanemendur prófum sínum. Það óvenjulega við próf þessi var að nemendur mættu til prófa í fylgd her- og öryggislögreglu vegna þeirrar áhættu sem fylgir því að komast á próf- stað. Á meðan félagar þeirra í flestum öðrum löndum lita á það sem örðugasta hjallann að svara sjálfum prófspurningunum er það oft minnsta áhyggjuefni líbanskra nemenda í landi þar sem blóðugar trúardeilur hafa nú staðið yfir i sex ár. Bardagar í júlí urðu til þess að fresta varð stúdentsprófum um tvo mánuði en útkoma þeirra ákveður hverjir fá að halda áfram námi við háskóla. New York: Metsala á fornmunum Hið fræga uppboðsfyrirtæki Southby’s í New York varð í gær að hætta við stórt uppboð á antikhúsgögnum, þar sem viðskipta- vinur, sem ekki vill láta nafn síns getið, varð fyrri til og keypti þau öll á met- verði. Er þetta í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins sem það verður þannig að hætta við uppboð. Ekki hefur verðið á húsgögnunum verið gefið upp en taismaður fyrirtækisins sagði að það slægi fyrra met í slikri sölu, en það var 3,9 milljónir dollara. Danmörk: Djúpfrystir peningar Þrítugum þjóni frá Friðrikshöfn hafa nú verið dæmdar skaðabætur að upphæð 23.000 dkr. fyrir óréttmæta handtöku. Kona hans og tengdamóðir, sem einnig voru handteknar, fengu einnig skaðabætur. Upphaf málsins var það, að þjónn- inn birtist í banka einum til að skipta stórri fjárupphæð í erlendum gjaldeyri. Bankastarfsmönnum fannst þetta grunsamlegt og gerðu lögreglunni við- vart. Lögreglan var sömu skoðunar og handtók fólkið á flugvellinum í Ála- borg, en það var á leið til Spánar. Við húsrannsókn fundust 180.000 krónur í frystikistu. Þjónninn kvað þetta drykkjupeninga sína, en lögregl- an áleit þetta vera afrakstur nýaf- staðins ráns. Þjóninum var því stefnt fyrir rétt en þar kom ekkert fram sem afsannaði mál hans. Fjölskyldan fór því í mál við yfirvöld vegna ærumeiðinga og vann það. Hins vegar komu frystikistupeningarnir þjóninum í koll þar sem þeir höfðu aldrei komizt á skattskýrsluna hans. Hann var því dæmdur fyrir skattsvik. Barbra Streisand. NIX0N: GAMALL ÞREYTTUR MAÐUR Það hefur verið heldur hljótt um Nixon, fyrrverandi forseta Bandarikjanna, siðan verstu öldurnar lægði i sambandi við Watergatehneykslið.Tíminn hefur tekið sárasta broddinn af þcirri persónulegu niðurlægingu við afsögn hans og þegar hann var ný- lega á ferð í Danmörku féll honum greinilega vel i geð er fólk ávarpaði hann „herra forseti”. Annars kom hann mönnum fyrir sjónir sem þreyttur gamall maður sem reynir ekki einu sinni lengur að bregða fýrir sig fornri glæsimennsku stjórnmála- mannsins. Svona geta sjálfsmorð misheppnazt: GAT Á MÚRNUM Einstæður atburður austantjalds: Eiring fær skrifstofu í New York — Stjórnin íVarsjá ekki látin vita Hin frjálsu samtök verkalýðs- gamall blaðamaður, sagðist hafa félaganna i Póllandi, Eining, hafa komið til New Y.ork fyrir viku til að sent erindreka til New York til að undirbúa opnun upplýsingaþjónustu opna fyrstu skrifstofu samtakanna á fyrir Einingu. Hann sagði að starf erlendri grund án þess að láta hans yrði falið í því að útvega banda- kommúnistastjórnina i Varsjá vita. rískum blöðum og sjónvarpi fréttir af störfum Einingar og kæmu þær í Skrifstofunni verður komið á fót skeytum fráVarsjá. Þessi atburður er með hjálp bandarískra verkalýðs- einstæður í sögu utanríkismála félaga og erindreki Einingar, austantjaldslandanna. Zygmunt Przetakiewicz, sagði að Bandarísku kennarasamtökin, Eining hefði ekki tdkynnt stjórninni í sem ásamt öðrum verkalýðsfélögum Varsjá um áætlanir sínar þar sem hafa lagt fram fé til styrktar Einingu, samtökin teldu sig frjáls og óháð. hafa lánað Przetakiewicz skrifstofu í Przetakiewicz, sem er 35 árat aðalstöðvum sínum. Danmörk: Ökumenn í fangelsi Danir hafa nú eignazt sitt fyrsta sér- saka fangelsi ætlað ökumönnum sem teknir eru ölvaðir við akstur. Húsnæðið, sem er í Mjörring, var áður notað sem heimavistarskóli fyrir Grænlendinga. Er áætlað að þar geti um 2000 sekra ökumanna afplánað dóm sinn á ári. Tekið var á mótiu fyrstu sökudólgunum nú um helgina og var þeim fagnað með máltíð sem samanstóð af steiktri síld og súrmjólk. Þrír eru um hvern klefa og er þetta fyrsta fangelsið í Dannmörku sem ekki hefur neinar fastar reglur. Eina bann- varan er áfengi og eiturlyf Fangarnir eiga að greiða 50 dkr. á dag í reiðufé, ekki er tekið við tékkum og heldur enginn möguleiki á að fá þetta skrifað hjá sér. Þeir mega gjarnan vinna í eldhúsi eða á smíðaverkstæði fangelsisins og greiðir þá rikið 120 dkr. í vikulaun. Einnig greiðir ríkið járnbrautarferð til og frá heimabæ fanganna. TOPPLÚGUR - GLUGGAFILMUR Á FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA Eigum fyrirliggjandi topplúgur með reyklituðu og speglagleri. Gluggafilmur í 4 litum. Ragstœtt verS og kjör. Sendum í póstkröfu. MART VATNAGARÐAR 14. - SÍMI 83188. Austur-þýzkur verkamaður, umkringdur varðmönnum, gerir hér við gat á Berlínarmúrnum fræga. Það orsakaðist þannig að ungur Vestur- Þjóðverji ók bifreið sinni á fullri ferð á múrinn og er álitið að hann hafi þannig ætlað að fremja sjálfsmorð. Það tókst þó ekki betur en svo að hann liggur nú í sjúkrahúsi í Austur-Berlín. Enn eykur Barbra hróðursinn: STREISAND í LA SCALA Það hefur nú heldur hækkað hið menningarlega ris á bandarísku söng- konunni Barbra Streisand því henni er boðið að koma fram í einu frægasta óperuhúsi heims, La Scala í Mílanó, í apríl nk. Hún fær þar hlutverk í óperunni La Vera Storia eftir tónskáldið Luciano Berio. Annars er söngkonan þekktari fyrirsöng af léttari taginu og Ieik sinn í kvikmyndum. TORFÆRUAKSTURSKEPPNI VIÐ GRINDAVlK sunnudaginn 13. sept. kl. 14. ÞÁ7TTAKA TILKYNNIST ÍSÍMA 2430-1102 • Aukaverðlaun kr. 1000 fyrirbeztu tíma í tímabraut 1. verðlaun kr. 4.000,00 2. verðlaun kr. 2.500,00 3. verðlaun kr. 1.500,00 ÖKEYPIS FYRIR 12 ÁRA 0G YNGRI BJÖRGUNARSVEITIN STAKKUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.