Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.09.1981, Qupperneq 3

Dagblaðið - 09.09.1981, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981. Lækjartorg: Tómir pappakassar og annað drasl f læk ist fyrir fótum fólks Gunnar Jakobsson skrifar: Ég fæ ekki orða bundizt vegna þeirrar umgengni sem nú er orðin hefðbundin á Lækjartorgi. Ljótur viðskilnaður á Lækjartorgi á kvðldin. Á torginu hefur að jafnaði verið svo mikið drasl að í allt sumar hafa hvorki ryksugubíllinn né vatnsbíllinn komizt að til þess að þrífa vegna tjaldgrinda og annarra lausahluta. Tjaldgrindum fylgir einnig slysa- hætta, því bðrn og ölvaðir unglingar sækja í að klifra í þeim. Þessi aðstaða var veitt viðkom- andi aðilum með því skilyrði að þeir tækju þetta niður á hverju kvöldi, en það er nú öðru nær. Borgarstarfs- menn hafa i sumar verið að tína saman lausamuni frá þessu um allt nágrennið. Tómir pappakassar og annað viðskiladót hefur nú flækzt fyrir fótum borgarbúa i marga mánuði. Er ekki tími til þess kominn að borgaryfirvöld geri eitthvað í þessu? Þau veittu leyfið og er þetta því á þeirra ábyrgð. Umsúrál: Skortur á háttvísi Siggi flug, 7877—8083, skrifar: Mikið skelfingar ósköp lá nú Hjör- leifi Guttormssyni mikið á þegar hann fékk grun um að eitthvað væri kannske ekki sem skyldi með súrál- viðskipti ísal og Alusuisse. Svo mikið lá þessum helzta andstæðingi stóriðju á Islandi á að hann gat ekki beöið eftir skýrslum og skýringu frá svissneska heimsfyrirtækinu Alu- suisse en rauk með grunsemdir sínar í fjölmiðla og síðan í brezka endur- skoðunarfyrirtækið og fól því að kanna vissa þætti viðskipta Isal og Alusuisse (aðeins vissa þætti). Sér- staklega hvort verð súrálsins hefði „hækkað í hafi”. Hér er að sjálfsögðu um algeran skort á háttvisi að ræða að gefa ekki Alusuisse tækifæri til þess að gefa skýringu á þessari grunsemd. I stað þess að senda njósnara til Ástraliu sem átti að njósna um verð það sem súrálið kostar þar um borð í skip. (Heimsmarkaösverð á súráli ku ekki vera til.) Það getur vel verið að eitthvað sé ekki alveg sem skyldi í þessum við- skiptum en iðnaðarráðherra átti að gefa Alusuisse tækifæri til þess að gefa á því skýringu hvernig á ein- hverjum hugsanlegum verðmismun stæði. Það var háttvísi. Helzti andstæðingur stóriðju á íslandi getur ekki á strák sínum setið, svo mikið er í húfi að hér risi ekki stóriðja til stórkostlegs vaxtarauka íslenzku þjóðarinnar. Nú liggur hins vegar mikið við. Hjörleifur Guttormsson ætlar ekki að standa fyrir umræðufundi um súrálsmálið við Svisslendinga, en ætlar það öðrum. Sérstakur fulltrúi hans Flygenring á að stjórna fundun- um og til stuðnings á að hafa for- menn stjórnarandstöðuflokkanna þá Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannesson. Þeir eiga að bjarga Hjörleifi út úr þeim ógöngum sem hann er kominn í í þessu margum- talaða súrálmáli. Karlmannlegt það, Hjörleifur Guttormsson. Allt þetta brambolt getur seinkað þvi mjög að stóriðja komist á hér á landi, líka á Austfjörðum sem Hjör- leifur ber vafalaust einna mest fyrir brjósti eftir allt. Mér datt þetta (svona) i hug. MONSTER MUDDER - DUALMATIC - JACKMAN - BEAVER - ACME JEPPAEIGENDUR NÝ SENDING FRÁ USA MONSTER MUDDER hjólbarðar JACKMAN felgur OVIÐJAFNANLEGT GRIP STÆRÐIR: L78xl5, 10x 15, 12x15.14/35/15,15/38. 5x15, 17/40x15, 10x16, 078x16. 12x16, 14/35X16, 10x16,5. STÆRÐIR: STERKAR OG FALLEGAR 15x7, 15x8, 15x10, 16x8, (5,6og8gata) EINNIG: blæjur, varadekks- og brúsafestingar, gluggaftlmur, þaklúgur, KC-ljóskastarar, driflæsingar, rafmagnstogvindur, drullutjakkar og gúmmíkantar. ÚR FIBER-PLASTI: hús, á pick-up bifreiðar og Willys CJ5 og CJ7. Brctti, hliðar, húdd. toppar, brctta kantar á Bronco og Willys. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR Sendum ípóstkröfu Vatnagarðar 14, Rvík. Sími: 83188. Spurning dagsins Hvernig heldur þú aö landsleikurinn Ísland/Tyrkland fari í kvöld? Alfreð Alfreðsson verzlunarmaður: Ég þori ekki að spá um það. Sveinbjöm Pálsson skoðunarmaður: ísland vinnur 2:0. Ásmundur Þorvaldsson, 11 ára, Foss- vogsskóla: Ég hugsa að Tyrkland vinni með eins marks mun. Ég spái þvi. Hjörtþór Ágústsson rafvirki: Ég held að landinn vinni. Eg myndi segja 3:2. Gréta Jósefsdóttir verzlunarmaður: Ég spái jafntefli. Ólina Karlsdóttir húsmóðir: Ég segi 2:0 fyrir Tyrkland, held ég.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.