Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 28
Allt í háaloft í 100 manna sveitarfélagi á Snæfellsnesi: Oddvitinn sagði af sér og flutti (fr hreppnum — Byggðin á Arnarstapa að leggjast í eyði vegna deilna? Agreiningur meðal ráðamanna í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi hefur leitt til þess að oddviti hrepps- ins, Hjörleifur Kristjánsson, hefur sagt af sér störfum, bæði sem oddviti og hreppsnefndarfulltrúi. Hefur Guðbjartur Karlsson, sem fyrir var í hreppsnefndinni, tekið við oddvita- starfinu og varamaður komið inn í hreppsnefndina í stáð Hjörleifs. Aðdragandi þess að oddvitinn ákvað að segja af sér mun, eftir því sem Dagblaðið kemst næst, vera nokkuð langur. Ástæðu afsagnarinn- ar mun hins vegar aðallega vera hægt að rekja til samvinnufélags sem rekið hefur saltfiskverkun í tengslum við smábátaútgerð frá Arnarstapa. Um þrjátíu aðilar standa að þessu samvinnufélagi sem stofnað var fyrir rúmum tveimur árum. í framhaldi af aðalfundi félagsins í apríl sl. bloss- uðu upp deilur sem leiddu til þess að 3—4 af um 12 smábátum lögðu ekki inn afla sinn til samvinnufélagsins sl. sumar. Eigendur bátanna, sem skáru sig úr samvinnufélaginu, tóku það til bragðs í staðinn að hengja sjálfir upp afla sinn og verka í skreið. Nokkuð er óljóst hvað veldur þeim ágreiningi sem innan samvinnufélags- ins er eða um hvað sá ágreiningur snýst. Þeir aðilar sem Dagblaðið náði tali af og tengjast þessu máli fóru allir undan í flæmingi og vildu sem minnst ræða þetta mál. Vísuðu menn til þess að hér væri um litið sveitarfé- lag að ræða og því málið persónulegt og viðkvæmt. Einn viðmælanda blaðsins lét að því liggja að þessar deilur ætluðu að leiða til þess að í fyrsta sinn frá upphafi fslandsbyggðar yrði engin búseta i hinum litla þéttbýliskjarna á Arnarstapa í vetur. Er oddvitinn fyrr- verandi þegar fluttur af staðnum, til Ólafsvíkur. íbúar Breiðuvíkurhrepps eru ekki nema um eitt hundrað talsins. Land- búnaður er aðalatynnuvegur sveitar- innar en róðrar hafa verið stundaðir á sumrin, aðallega sem búdrýgindi. -KMU. 1» Verða deilurnar á Arnarstapa til þess að byggð leggst þar af i fyrsta slnn fri upphafi íslandsbyggðar? Myndin er tekin á bryggjunni á Arnarstapa, en þar hefur verið stunduð talsverð smá- bátaútgerð. DB-mynd: JH. ...og nú er haustið örugglega komið Það leynir sér ekki að haustið er komið um mest allt landið. Á Norðurlandi og Vest fjöröum hefur snjóað og gangnamenn norðan heiða lent f vonskuveðri og hrið. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem helmingur landsmana býr, er það jafn'an fyrsta merkið um haustiö þegar snjóar i Esjuna — jafnvel þótt lítið sé cins og nú. DB-mynd: Einar Ólason. r .......... Fjárveitingavaldið vill ekki mannhelda girðingu umhverf is Litla-Hraun: FANGIAF LITLA-HRAUNI TÝNDUR SÍÐAN Á MÁNUDAG — ekkert auðveldara en að strjúka héðan, segir fangelsisforstjórinn Fangi, sem strauk frá fangelsinu á Litla-Hrauni um miðjan dag á mánudag er ófundinn enn. Maöurinn er nær þrítugu og átti hann nokkra mánuði eftir í afplánun er hann strauk. Helgi Gunnarsson, forstjóri vinnuhælisins að Litla-Hrauni, sagði I morgun, að fanginn væri ekki hættulegur öðrum. Strokið var tilkynnt lögreglunni á Selfossi en þar sem frétzt hefur af fanganum í Reykjavík er málið í höndum Reykja- vikurlögreglu og rannsóknarlögreglu ríkisins. Helgi Gunnarsson sagði í morgun að maðurinn hefði strokið frá vinnusvæði fangelsisins. ,,Það er enginn hlutur léttari. Hér er engin girðing umhverfis fangelsið og það þarf því enga afreksmenn til þess að sleppa héðan. Við höfum alltaf legið í fjárveitingavaldinu til þess að fá hér giröingu þó ekki væri nema til að sýnast, en enga áheyrn fengið. Okkur þykir hart að steypustöðin hér á höfðanum er girt mannheldri girðingu meðan við getum ekkert gert. Ég hélt að það væri ekki þvílík ásókn í sementið. Hreppstjórnin á Eyrarbakka hefur margoft skrifað okkur og beöið um mannhelda girðingu. Við fórum alveg nýlega á fund aðstoðarmanns fjármála- ráðherra vegna þessa en fengum ekki nokkraáheyrn. Þegar fanginn finnst neyðumst við til þess að straffa hann, en þetta girðingarleysi er óneitanlega freisting fyrir fangana.” -JH. N ✓ frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 9. SEPT. 1981, >rLenti íbyrjun semég kunni ekki” — Jón L. og Margeir gerðu báðir jafntefli ígær ,,Ég lenti í byrjun sem ég kunni ekki, einhverju Sikileyjarvarnar-afbrigði og eyddi miklum tíma í fyrstu leikina. Hann bauð síðan jafntefli eftir 17 leiki og ég þáði það, enda staðan lokuð,” sagði Jón L. Árnason, eftir að hafa gert jafntefli við Hodgson, titillausan Englending, á alþjóðamótinu i skák i Manchester í gær. Þá var tefld fimmta umferð og eftir hana er Jón L. með þrjá vinninga. Margeir Pétursson er jafn honum en hann gerði í gær jafntefli við Hollend- inginn van der Sterren. Sú skák varð tæpir 50 leikir og var barizt fram í rauðan dauðann. Endirinn varð sá að Margeir pattaði andstæðing sinn í peðsendatafli. Þeir Jón L. og Margeir eru rétt fyrir ofan miðju keppenda, sem eru á milli 60 og 70. Englendingurinn Miles er efstur með fjóra vinninga og biðskák en hann tefldi í gær við Koulikowsky frá Póllandi. Það var hörkuskák og er hún fór í bið var Miles með frumkvæð- ið. Hann hafði biskupapar gegn báðum riddurum Pólverjans. Pólverjinn á þó að geta haldið jöfnu. í 2.—3. sæti á mótinu eru Murray frá ísrael og Rasman, Englandi, með fjóra vinninga hvor . Fjórar umferðir eru nú eftir á mótinu. -SA. IVIKU HVERRl ÍDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing í biaðinu f dag? Til sölu 307 Chevrolet mótor og sjálfskipting, hvort tveggja í góðu lagi. Uppl. f sfma 52853. Hver er auglýsingasfmi Dagblaðsins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á M0RGUN Vinningur vikunnar: er Útsýnarferð til Marbella Vinningur í þessari viku er Ct- sýnarferð til Marbella með Ferða- skrifstofunni (Jtsýn, Austurstrœti 17 Reykjavlk. 1 dag er birt á þessum stað í blaðinu spurning, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið út og birt í smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylg- izt vel með, áskrifendur, fýrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegri utanlandsferð ríkari. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU StmiLis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.