Dagblaðið - 05.10.1981, Page 4

Dagblaðið - 05.10.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. SLÁTURGERÐ TELST TIL ÞJÓÐLEGRAR MATARGERDAR Nú eru það ekki síður ungu konumar sem búa til blöðmör og lifrarpylsu Haustið er einhver mesti annatími á heimilunum. Þetta hefur þó lagazt örlítið við það að skólarnir byrja nú fyrr, en þeir gerðu í eina tíð. Þá vildi gjarnan allt rekast á. Börnin að koma heim úr sveitinni og byrja í skóianum um leið og sláturtíðin stóð sem hæst. Ef litið er enn lengra aftur, áttu húsmæður það til, að sjóða niður matvæli til vetrarins. Það var að sjálfsögðu talsvert meiri fyrirhöfn heldur en að útbúa matvæli í frysti í dag. Sláturtilbúningurinn Fyrir nokkrum árum voru það aðallega rosknar og miðaldra hús- mæður sem bjuggu til blóðmör og lifrarpylsu á haustin. Ungu konurnar létu sig hafa að sleppa því, þrátt fyrir að oftast hefur verðlag á slátri verið mjög hagstætt. Nú virðist sem ungar húsmæður séu í æ ríkara mæli farnar að taka slátur og búa til þennan þjóðlega mat. Að sjálfsögðu eru til hefðbundnar uppskrifar, en langsamlega flest gömul heimili eiga sínar eigin uppskriftir. Margar reyndar húsmæður mæla hvorki né vega þeg- ar þær búa til blóðmör og lifrarpylsu, þær hafa þetta allt á tilfinningunni. — Við mælum nú frekar með þvi að nota í það minnsta mæliglas á blóðið því það á að blanda með vatni í ákveðnum hlutföllum. í „tilraunaeldhúsi” DB blöndum við blóðið með einum pela af vatni á móti einum lítra af blóði (1 1 blóð + 2,5 dl vatn) og látum í stóra skál, Það er mikið vandaverk að sniða keppina úr vömbunum. t „tilraunaeldhúsi” DB höfum við fyrir venju að hafa keppina stóra og saumum svo þvert yfir þí þegar búiðeraðfelaupp. Það er ekki hægt að gefa neinar ákveðnar reglur um hvernig sniðið er úr vömbunum. Langbezt er auðvitað að hafa einhvern i það verk sem eitthvað kann fyrir sér i sniðingu og saumaskap, eða hefur í það minnsta auga fyrir sliku. Hjí okkur verða keppirnir stundum skrítnir i laginu en við reynum að nýta allt eins vel og við getum. Auðvitað eru ekki allir keppirnir flennistórir, en lang- samlega flestir. Mariuhúfan, einnig kölluð „keppurinn” er alitaf notuð undir lifrarpylsuna hjá okkur i „tílraunaeldhúsinu.” Það gefst mjög vel. Geymið vambirnar alltaf i saltvatni, þangað til á að nota keppina. gjarnan vaskafat. Rúgmjöli er sáldraö út í blóðið, þar til trésleif rétt hnígur til annarrar hvorrar hliðarinnar. Langhentugast er að hræra rúgmjölinu saman við blóðið með þeytara. Út í venjulegt vaskafat látum við 1 1/2—2 msk. af grófu salti. Mörinn má hvorki brytja of smátt eða of gróft. Ef hann er brytjaður of smátt hverfur hann, þ.e. fitan bráðnar og rennur út. Ef bitarnir eru of stórir verður blóðmörinn alltof feitur. Margir kjósa að nota rúsínur í blóðmörinn og er það mjög gott. Það er kallað að „fela” upp í keppina að láta blóðmörinn í vamba- keppina. Ekki mega keppirnir vera stútfullir, því þá springa þeir. Bezt er að fylla þá svona um það bil að þrem fjórðu. Þá er saumað fyrir og loks jafnaði keppunum. Ef á að frysta blóðmörinn er bezt að gera það jafnóðum og keppirnir eru tilbúnir. Væntanlega hafa menn munað eftir því að hækka kuldastigið á frystinum daginn áður eða setja á hraðfrysti ef slik stilling er fyrir hendi. Gætið þess að búa vel um blóðmörinn og lifrarpylsuna til þess að það skaddist ekki í geymslunni. Nú eru á markaðnum sérstakir frystipokar bæði innlendir og erlendir og auk þess álform og vaxbornar pappaöskjur. Allt saman prýðilegt. Sennilega er hentugast að láta blóðmörinn og lifrarpylsuna í vaxbornar pappaöskjur (eftir að búið hefur verið um keppina í plasti) Á þann hátt fer minnst fyrir keppunum. Til eru þeir, sem hálfsjóða keppina áðu en þeir eru frystir. Það fínnst okkur afar óhentugt, þá taka þeir alltof mikið rúm í frystinum. Lifrarpylsan Þá er að snúa sér að lifrar- pylsunni. Mörgum þykir hún miklu betri en blóðmörinn, en það er auðvitað smekksatriði. Þeir sem tilheyra „tilrauna- eldhúsinu” eru ekki sérlega spenntir fyrir nýrum s\o þau eru jafnan hökkuð með lifrunum í lifrar- pylsurnar. Stærstu æðarnar eru teknar í burtu og lifrarnar hakkaðar í hakkavéi. Þeir sem eru svo lánssamir að eiga matarkvörn eru ekki svipstundu að hakka lifrina í henni,- Lifrin er látin í skál eða vaskafat. Við notum um það bil 3,5 di af mjólk út í hverja lifur (450—500 gr á þyngd). Og eins mikið rúgmjöl og deigið þolir, þangað til trésleif stendur upprétt í deiginu. Gott getur verið að draga aðeins af rúgmjölinu og nota haframjö! að hluta. Og ekki má gleyma Maggikjötkraftinum sem jafnan er notaður í lifrarpylsuna í tilraunaeldhúsinu”. Um það bil slétt- full matskeið út í hverja lifur. Lifrar- pylsudeigið er saltað eftir smekk, gæti trúað að svona 1/2 msk. af grófu salti passaði út í eina lifur. Við höfum sama háttinn á með mörinn í lifrarpylsuna og í blóðmörinn, reynum að brytja hann hvorki of smátt eða of stórt. Ein regla er algerlega ófrávíkjanleg í „tilraunaeldhúsinu” Það er að nota Maríuhúfuna (keppinn) sem fyigir hverju slátri, undir lifrarpylsuna. Að 'öðru leyti er lifrarpylsan látin í vambakeppi eins og blóðmörinn. Suðutíminn í gamla daga var slátur jafnan soðið í marga klukkutíma. í gamalli bók eftir Helgu Sigurðardóttur segir að sjóða eigi blóðmörinn í 4—5 klukkustundir. Þetta er ekkert nema óþarfa rafmagnseyðsla. Alveg nóg að sjóða slátur í 2 1/2—3 klst. Nú höfum við heyrt að hægt sé að sjóða slátur í örbylgjuofnum og þá ekki nema í fáeinar mínútur! Mikil er sú tækniþróun, sem orðið hefur í elda- vélaiðnaðinum á undanförnum árum! Blóðmör og lifrarpylsu á jafnan að láta út í sjóðandi vatn og stingið í keppina með prjóni um leið og þeir koma út í vatnið. (pikkið þá). Látið keppina út í smám saman til þess að halda suðunni betur á vatninu. Suðutíminn er talinn frá því að suðan er vel komin upp í pottinum. Saltið í pottinn eftir smekk. Svo vonum við að sláturgerðin takizt vel. Um að gera að undirbúa allt nógu vel og ætla sér góðan tíma til allrahluta. -A.Bj. Hverjir leigja út f rystihólf? Þóra Sigurðardóttir hringdi og sagðist hafa haft frystihólf á leigu í sænska frystihúsinu. Nú er það ekki lengur til, þannig að Þóra stendur uppi frystihólfslaus. Hún bað okkur um að upplýsa hvort einhverjir aðrir aðilar leigðu út frystihólf. Einfaldasta lausnin er að auglýsa hreinlega eftir þessum upplýsingum hér á neytendasíðunni og gerum við það hér með. Þeir, sem hafa frystihólf á leigu eru beðnir um að hafa samband við neytendasíðuna. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.