Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 21
21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981.
Iþróttir
Fram byrjar vel
— unnu ÍS 92-80 í úrvalsdeildinni
Nýliflarnir I úrvalsdeildinni i körfu-
knattleik, nýbakaðir Reykjavikur-
meistarar Fram, sigruðu ÍS i fyrstu um-
ferð deildarinnar i gærkvöldi með 92
stigum gegn 80. Hið efnilega lið Fram
hafði undirtökin allan timann og kraft-
mikill fyrri hluti síðari háifleiks hjá
Stúdentum kom ekki i veg fyrir sigur
þeirra.
Fram skoraði tvær fyrstu körfurnar í
leiknum og þar með var tónninn gef-
inn. Stúdentum tókst að jafna 14—14,
eina skiptið í leiknum sem Fram hafði
ekki yfir. Símon Ólafsson var mjög at-
kvæðamikill og skoraði 12 af fyrstu 16
stigum Fram. Val Brazy gekk illa að
stilla kanónuna en þegar það tókst eftir
8 mínútur fóru Framarar að síga fram
úr og komust mest 16 stig yfir, 40—24.
í hálfleik var staðan 44—31.
Stúdentar komu tvíefldir til leiks
eftir hlé og ætluðu ekki að láta stigin af
hendi átakalaust. Þeir söxuðu jafnt og
þétt á fcrskotið, minnkuðu muninn í
64—63 og náðu síðan knettinum. En
þeim tókst ekki að komast yfir. Þor-
Vestur-þýzki
handboltinn
Úrslit í vestur-þýzka handknatt-
leiknum um helgina:
Gummersbach-Kiel 23—17
Leverkusen-Essen 17—24
Grosswaldstadt-Niirnberg 25—17
Hofweier-Hiittenberg 30—20
Nettelstedt-Berlin 20—18
Dietzenbach-Göppingen 25—14
-VS.
Ösku
Shankleys
dreift á
Anfield
Ösku Bill Shankley, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Liverpool, var dreift
yfir leikvöll félagsins, Anfield, eftir út-
för hans i Liverpool á föstudag. Þús-
undir frægra knattspyrnumanna, fram-
kvæmdastjóra og aðdáenda voru við-
staddir þegar kista Shankleys var borin
um götur Liverpool og létu ekki rign-
ingu á sig fá. Um 300 komust inn i St.
Mary Parish kirkjuna og þar báru kist-
una sex af beztu leikmönnum Liver-
pool-liðsins frá dögum Shankley, 1959
til 1974; Ron Yeats, Ian St. John,
Kevin Keegan, John Toshack, Emlyn
Hughes og Ray Clemence. Bill Shank-
ley lézt sl. þriðjudag, 67 ára að aldri.
valdur Geirsson kom Fram í 66—63,.
Gunnar Thors svaraði 66—65, Þor-
valdur kvittaði fyrir og eftir það hleyptu
Framarar Stúdentum ekki í námunda
við sig á ný. Dennis McGuire, sem var
búinn að skora grimmt fyrir ÍS, yfirgaf
leikvöllinn með 5 villur og þar með var
draumurinn búinn. Fram komst í 88—
74 og sigraði eins og áður sagði 92—80.
Fram fer því vel af stað eftir dvölina í
1. deild. Þeir gætu komið til með að
berjast um efstu sædn, helzt að tauga-
slappleiki gæti orðið þeim dýrkeyptur.
Mikil samstaða virðist hins vegar vera
innan liðsins og verður fróðlegt að
fylgjast með því í vetur. Stúdentar voru
afar daprir í fyrri hálfleik, hittnin í lág-
marki og allt stefndi í stórtap. Barátta
eins og sú sem liðið sýndi lengst af í
seinni hálfleiknum þyrfti að geta enzt
heilan leik. Takist það ekki bíður erfið
fallbarátta. Símon var sterkastur hjá
Fram. Brazy hitti illa en átti mikið af
fallegum sendingum. Dennis McGuire
skoraði nær helming stiga ÍS og lék vel,
flestum öðrum voru mislagðar hendur.
Stig Fram: Símon Ólafsson 30, Val
Brazy 22, Þorvaldur Geirsson 14,
Björn Magnússon 8, Þórir Einarsson 6,
Björn Jónsson, Hörður Arnarsson og
Ómar Þráinsson 4 hver.
Stig ÍS: Dennis McGuire 35, Bjarni
Gunnar 13, Gísli .Gíslason 12, Árni
Guðmundsson 10, Gunnar Thors 8 og
Ingi Stefánsson 2.
Bræðurnir Gunnar og Sigurður Val-
geirssynir dæmdu þokkalega. -VS.
Fyrsti sigur
hjá Reyni
Handknattleikur, 3. deild,
Reynir—Selfoss, 20—17 (12—8).
Reynismenn, sem hófu handknatt-
leikskeppni i fyrra, unnu sinn fyrsta
sigur í þeirri iþrótt á laugardaginn, með
því að leggja Selfyssinga að velli, með
20 mörkum gegn 17 eftir að hafa verið
yfir 1 hléi, 12—8.
Guðmundur Árni Stefánsson, þjálf-
ari Reynis og fyrrum FH-ingur, skor-
aði flest mörk heimamanna 7 talsins,
en spilað var í Sandgerði. Annars
virðist liðið öllu sterkara en í fyrra enda
búið að fá eldskírnina á fyrsta árinu.
En Reynismenn eru staðráðnir i að
standa sig vel, þótt róðurinn verði
kannski þungur, í tvennum skilningi, í
leikjunum og í fjáröfluninni til hand-
knattleiksdeildarinnar. Leikmennirnir
beita línu sem „kapteinn” liðsins,
Grétar Mar skipstjóri, rær með ásamt
tilfallandi leikmönnum en handknatt-
leiksdeildin fær aflaverðmætið. Segi
menn svo að eldlegur áhugi fyrir íþrótt-
um sé ekki lengur fyrir hendi á Íslandi.
-emm.
„SJALDAN VERIÐ
SAMSTILLTARI”
—segir Gunnar Þorvarðarson eftir
sigur Njarðvíkur á Val
Körf uknattleikur, úrvalsdeild,
UMFIM—Valur, 83-74 (46-30)
íslandsmeistarar UMFN sigruðu bik-
armeistara Vals I fyrsta leik úrvals-
deildarinnar á komandi leiktimabili,
með 83 stigum gegn 74. Leikurinn fór
fram i Njarðvík og var sigur heima-
manna mjög sannfærandi svo að sýnt
er að þeir munu ekki eftirláta öðrum ís-
landsmeistaratitilinn bardagalaust.
„Þeir voru einfaldlega betri en við að
þessu sinni,” sagði Einar Matthíasson
liðsstjóri Val,” en lið okkar á eftir að
styrkjast þegar Ramsey, Ameríkan-
inn, fer að falla inn í liðið. Hann er
aöeins búinn að æfa með okkur í eina
viku og lofar góðu. Við náum áreiðan-
lega stigum af Njarðvíkingum í þeim
þremur leikjum sem eftir eru við þá.”
„Við höfum sjaldan verið samstillt-
ari í upphafi móts,” sagði Gunnar Þor-
varðarson, sá langreyndi leikmaður og
burðarás UMFN-liðsins, „spilinu var
dreift meira en oft áður og flétturnar
gengu oftast vel upp þótt hittnin hefði
kannski mátt vera meiri. Mér sýnist, að
yngri mennirnir ædi að fylla skörðin
eftir þá Þorstein Bjarnason sem gekk í
ÍBK og Guðstein Ingimarsson sem er
hætturíbili.”
Að venju skoraði Danny Shouse flest
stigin fyrir UMFN, eða 37. Hann byrj-
aði ekki vel, hittí illa en spilaði félaga
sína því meira upp. Karl tók brátt við
sér og sýndi allar sínar beztu hliðar,
eins og svarta smaragðnum sæmdi.
Gunnar Þorvarðarson er enn að bæta
sig sem körfuknattleiksmaður og er
hinn mesti máttarstólpi fyrir UMFN,
snjall spilari og hittínn. Jón Viðar og
Valur Ingimundarson lofa mjög góðu
og greinilegar framfarir hjá þeim.
Bandarikjamaðurinn Ramsey var
nokkuð drjúgur, sterkur í fráköstum
og glúrin skytta, en er að þvi er sýnist
ekki kominn i nægilega æfingu.
Kristján Ágústsson og Torfi Magnús-
son voru einna líflegastír af Valsmönn-
unum, sem léku yfirvegað og gættu
þess að láta Njarðvíkinga ekki sprengja
sig á hraðanum.
Valsmenn voru öllu fundvísari á
körfuna fyrstu mínútuma, komust í
8—4 en þá tóku heimamenn fjörkipp
og staðan var allt í einu orðin 18—13.
Síðan juku Njarðvíkingar bilið jafnt og
þétt fram að hléi, 45—15, en slökuðu á
í seinni hálfleik án þess þó að sigurinn
væri nokkurn tíma í hættu.
Dómarar voru þeir Jón Otti og Sig-
urður Valur og dæmdu prýðilega!
• -emm.
Góð reynsla af Sparkrite
rafeindakveikjubúnaði
Sparkrite, rafeindakveikjubún-
aðurinn hefur á skömmum tíma
náð festu á íslenskum bílamark-
aði.
Samdóma álit notenda er m.a.;
örugg gangsetning, jafnari gang-
ur, minni bensínnotkun, aukinn
kraftur.
Við spurðum bræðuma Jón og
Ómar um þeirra reynslu af
Sparkrite:
„Við fengum góða prófun á
Sparkrite SX 2000 rafeindabún-
aðinum í hinu erfiða Ljómarallý.
Það reyndist okkur frábærlega
vel. Mjög örugg gangsetning bíls-
ins, frábær neisti og aukinn
kraftur.
Við mælum hiklaust með Spark-
rite.“
Útsölustaðir eru:
Bílanaust Síðumúla 7-9 R.
Citroén viðgerðir Súðarvogi 54 R.
Vélsmiðjan Þór Isafirði.
Höldur s.f. Fjölnisgötu 1 Akur-
eyri.
Vélaverkstæðið Foss Húsavík.
Kaupfélag Ámesinga Selfossi.
Bifreiðaverkstæðið Berg Kefla-
vík.
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgar-
nesi.
Bílaverkstæði Guðjóns, Patreks-
firði.
Vélsmiðjan Sindri, Ólafsvík.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðár-
króki.
Bifreiðaverkstæði Dalvíkur.
Verslunin Kjami, Vestmannaeyj-
um.
Kaupfélag Skaftfellinga, Vík í
Mýrdal.
Bifreiðaverkstæðið Múlatindur,
Ólafsfirði.
iBIAÐIÐ
ER SMÁ
AUGLÝSINGABLAÐIÐ
o í Brdr. Hansen
Strandskadevej 14
\ferktojsmaskiner Denmark
Komu til Reykjavíkur í dag. Búa á Hótel Loftleiðum alla næstu viku.
Höfum fastan viðtalstíma milli kl. 4 og 7 alla dagana. Svarað verður á
íslenzku ef óskað er. Heimsækjum fyrirtæki eftir nánara samkomulagi.
Að vanda eru á boðstólum notaðar og nýjar járnsmíðavélar á ævin-
týralega hagstæðu verði, svo sem:
# RENNIBEKKIR
# FRÆSIVÉLAR
# SAGIR
# SðX
# BEYGJUVÉLAR
# KANTPRESSUR
0.FL.0.FL
í 'O tfí O í Brdr. Hansen
\feridojsmaskiner Denmark
Strandskadevej 14
Dk 2650 Hvidovre
Vélalagerinn, Smiðjuvegi 54, símar 77740 og 73880,
veitir nánari upplýsingar um heimsóknina.