Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 35
>að vakti nokkraathygli nýlega þeg- ar Oddur Albertsson fór með faðir- voriðí þættinum „Morgunorð” aðguð greip fram í og spurði hvort hann vissi eiginlega hvers hann væri að biðja. Ekki kom síður á óvart, að guð talaði með kvenröddu. DB sló á þráðinn til Odds, sem nú er í Skáholti. Hann er einn af þremur æskulýðsfulitrúum þjóðkirkjunnar. í Skáihoiti stýrir hann námskeiði til að þjálfa fólk á öllum aldri til safnaðar- og félagsleiðtogastarfa. „Með þessu vildi ég vekja athygli á því að kirkjan okkar er fyrir mörgum þægileg „dinner-músík” í bak- grunninum. í margra augum er Kristur eins konar glansmynd, vel greiddur maður í sparifötum. En hann fæddist í fjárhúsi, og umgekkst syndara, enda voru það þeir sem þurftu hans mest með. Ég hafði í fyrri morgunorðum mínum gagnrýnt þessa guðsímynd. Mig langaði að vekja athygii á því að trúin á að vera raunveruleg túlkun á orðum Krists. Það þýðir ekki að játa með vörunum, þylja þessi fallegu.orð, en taka ekki alvarlega orð Krists um það, hvernig á að lifa í heiminum.” Oddur sagðist hafa orðið var við að eldra fólki hafi fundizt þetta guðlast, ekki sízt að kona talaði fyrir munn guðs. Hins vegar lögðu margir við eyrun sem annars eru ekki vanir að hlustaámorgunorð. Það er séra Bernharður Guðmunds- son, sem hefur umsjón með „Morgunorðum” Sagði hann okkur að í hverjum mánuði fengi hann þrjákarla og þrjár konur til að tala til skiptis frá eigin brjósti. „Þetta er hugsað sem nokkurs konar nesti fyrir nýjan dag, örstutt hugleiðing áður en gengið er til verka,” sagði Bernharður. Oddur var einn þeirra, sem fluttu morgunorð í september, en í október kemur t.d. Hulda Stefánsdóttir fyrrver- andi skólastjóri, tveir kennarar, einn tæknifræðingur og fólk frá Hveragerði og Selfossi. „Það er krisdnna manna siður að fela sig guði á vald kvölds og morgna,” sagði Bernharður, „og þess vegna erum við líka með orð kvöldsins. Þá eru lesnar stuttar ritningargreinar úr gamla og nýja testamentinu og bænar- vers.” Bernharður sagði að sér virtist þessir dagskrárliðir vinsælir. Nokkrir ungir feður hefðu til dæmis hringt og beðið um bænirnar uppskrifaðar til að geta kennt þær börnum sínum. -IHH. JOHN HOLMES Þekkir þú hundinn þinn? Bókin „Fjárhundurinn” veitir þér svarið. Bókin er gagnleg handbók fyrir alla hundaeigendur og hundavini jafnt í þéttbýli sem til sveita. bókin fjallar um hundinn á fræðilegan hátt, meðfæddar hvatir, skapgerð og gáfna- far, þjálfun hans og hirðingu. Bókin fasst hjá Búnaðarfélagi íslands og bóksölum um alnd allt. Búnaöarfélag ís/ands. PÓSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Sudurlandsbraut 12 simi 84488 HLUSTENDUM VARÐ BILT VIÐ ÞEGAR GUÐ SVARAÐIFAÐIRVORINU KRISTAL-SPRAY HREINSI- LÖGURINN FYRIR KRISTAL- LAMPA ER KOMINN hefur verið gefin út á íslandi ■ ■^'■^1^1® HUðMPLflTUDBLD B&JŒa H pfm. BB ■Vpbjf Uwgavegi 24 Suðurlandsbraut 8 Austurvori im jjgg A g|| || H Sintj 1B670 Slra 84670 Simi 33360 Unnur Halldórsdóttir, fóstra og þriggja barna móðir i Kópavogi les „orð kvöldsins” í kvöld og þrjú næstu skipti. DB-mynd: Ö.E. VERÐ KR. 70.00. HLIÐ I Miss You Nights Constantly Up in the World Carrie A Voice in the Wilderness The Twelfth of Never I could easily fall (in love with you) The Day I met Marie Can’t Take the Hurt Anymore A Little in Love 0tu- út HLIÐ II The Minute you’re Gone Visions When Two Worlds Drift Apart The Next Time It’x All in the Game Don ’t talk to him When the girl in your arms is the girl in your heart Theme for a Dream Fall in Love with you We don’t talk anymore Verð aðeins kr. 148, /i luvo Songs eru 20 afbeztu ástarsöngvum Ciiff Richards á einni plötu. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. ÍC Útvarp Sjónvarp )] MORGUNORÐ OG ORD KVÖLDSINS - útvarp kl. 8,05 og22,30:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.