Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 4
6 hver um annan þveran um sumarmál eða seinna og heimtað útsæði af félaginu, þótt þeir ekki hafi pantað það áður. Oft hefir þá ekkert útsæði verið fyrir hendi, svo stjórnin hefir orðið að neita, eða þá einhver úrgangur, sem menn hafa fengið heldur en ekki neitt, en hvort sem heldur var hefir mönnum oft mislíkað stórlega, þótt sökin væri hjá þeim ein- um. Félagið hefir leitað fyrir sér víða og reynt til þess að fá sem bezt, hentugust og ódýrust verkfæri, og þegar miklar pantanir hafa borist því, hefir orðið að senda eitthvað meira eða minna af óreyndum verkfærum, sem svo hafa reynst misjafnlega. Komið hefir það fyrir að pantanir hafa misfarist eða ekki komið í tæka tíð, þetta hefir aftur orðið til þess að skekkja hefir komist á viðskiftareikninga félagsmanna í bili. Hefir þetta alt valdið óánægju, þótt það sé svo vaxið, að örðugt sé því að varna eða koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Loks skal eg geta þess að menn hafa verið alt of heimtufrekir við félagið um leiðbeiningaferðir. Aðalstarfs- maður félagsins, Sigurður skólastjóri Sigurðsson, hefir verið bundinn við aðaltilraunastöð félagsins mikinn hluta sumars- ins, svo ekki var hægt að ætlast til þess, að hann gæti á hverju ári komið heim til hvers félagsmanns. Fáum öðrum hefir verið á að skipa og fé lítið fyrir hendi. En úr þessu verður bætt, þegar félaginu aukast starfskraftar og tilrauna- starfsemin er lengra á veg komin. Er þá drepið á alt, sem eg veit til að valdið hafi óánægju meðal félagsmanna, og þeir fáu, sem hornauga líta til þess hafa notað því til áfellis og þá að sjálfsögðu gert úlfaldann úr rnýflugunni. Hefi eg getið þessa opinberlega, svo menn sæju hve smávægileg og afsakanleg óánægjuefnin eru þegar þess er gætt, að alt er í býrjun og að aðalstarfsmaður félagsins hefir annað starf með höndum, sem er aðalstarf hans og menn vilja með engu móti missa hann frá. Störf hans í félagsins þarfir eru því auka- störf, en eru orðin svo umfangsmikil fyrir hinn skjóta vöxt félagsins, að þau nægja fyllilega hverjum meðalmanni óskift- um. Eins og nærri má geta hefir hann oft orðið að sjá með annara augum og þá sínum f hvert skiftið, og sjá allir hve óheppilegt það er. Eigi að fullnægja viðunandi öllum þeitn

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.