Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 5
7
kröfum, sem til félagsins eru gerðar, endist enginn einn
maður til þess og ekki nánda nærri. — Ur þessu verður
að bæta skjótlega.
Enginn má ætla af því, sem hér hefir verið sagt, að mikið
kveði að óánægju meðal félagsmanna með störf félagsins og
framkvæmdir. Hennar hefir að eins orðið vart á stöku stað.
Bezta sönnunin fyrir því, að ekki séu mikil brögð að henni,
er sú, að félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt. Og þótt nokk-
urir hafi sagt sig úr félaginu eða neitað að borga árstillög
sín, þá hafa altaf nýir menn komið jafnharðan í þeirra stað.
Allur fjöldi félagsmanna hefir skilið til fulls hve mikilsvert
og vandasamt starf félagið hefir með höndum og því litið
mildum augum á misfellurnar en glaðst yfir því sem félaginu
hefir orðið ágengt þennan stutta tíma sem það hefir starfað
og tekið fegins hendi og þakklátlega hjálp þess og leiðbein-
ingum.
Skal nú í stuttu máli drepið á hið helzta, sem félagið
hefir haft með höndum.
AÐALTILRAUNASTÖÐIN. Eins og skýrt hefir verið frá í
Arsskýrslunni, er aðaltilraunasvæði félagsins 25 túndagsl. Það
land vir alt óræktað þegar félagið tók við því. Nú er það alt
umgirt og brotið. Mikill hluti þess er komin í góða rækt
og notað til ýmsra tilrauna (sbr. skýrslurnar). í aðaltilrauna-
stöðinni hafa reist verið hús þau, sem nauðsynleg þóttu í
brái og hafa þau kostað mikið fé. Aðalhúsið er allstórt og
vaidað 16 ál. langt og 12 ál. breitt tvílyft með 4 ál. háum
steinkjallara. Þar er kenslustofa og svefnherbergi fyrir nem-
endur og verkamenn, íbúð fyrir aðalstarfsmann, skrifstofa,
tilraunastofa, frægeymsluherbergi og gott rúm f kjallara fyrir
verkfærasýningu. Húsið var virt í vetur albúið 7,925 krónur.
Hús það, sem fyrst var reist og getið hefir verið um áður
í skýrslunum, er nú notað til áhalda geymslu og svo eru 2
smátorfhús, sem höfð eru til útsæðisgeymslu, ísgeymslu o. s. frv.
Aðaltilraunastöðin með geymsluhúsunum og vatnsleiðslu var
í vetur virt af dómkvöddum mönnum á 11,650 kr. en efri
stöðin, sem einkum er ætluð til grasræktartilrauna, á 3,070
krónur. Fasteignir félagsins eru því sem stendur 22,645