Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 19

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 19
IV. Starfsmenn félagsins þetta ár hafa verið þessir: Bjarni Benediktsson frá Leifsstöðum, frá 1. jan. til 14. maí. Gegndi hann störfum á skrifstofu félagsins. íngimar Sigurðsson búfræðingur frá Draflastöðum, frá 5. júní til 30. sept. Hann fór Ieiðbeiningaferðir, hafði umsjón yfir tilrauna- stöðinni, pá Sigurður bróðir hans var eigi heima, eða vann að ýmsum störfum í tilraunastöðinni sem verkstjóri. Krislján Jðnsson búfræðingur frá nesi, frá 20. marz til 8. júlí og frá 1. sept. til 31. des. Hann hafði verkstjórn og vinnu á hendi í tilraunastöð- inni og afhendingu á verkfærum, útsæði o. fl., sem fé- lagið purfti að senda. Sigurður Sigurðsson hreppstjóri á Halldórsstöðum. Hann hafði skrifstofustörfin frá 5. okt. til 31. des. Sigurður Sigurðsson kennari á Hólum gegndi skrifstofu- störfunum frá 5. maí til 5. okt. Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum var aðal fram- kvæmdarstjóri félagsins frá ársbyrjun til októberloka, að hann fór utan. Hann hafði umsjón yfir allri tilrauna- starfseminni, skrifstofustörfunum o. fl., fór leiðbeininga- ferðir m. m. Að pví er skrifstofustörf snertir vísast til pess, er skýrt var frá í ársritinu í fyrra. Þau hafa verið hin sömu á pessu ári.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.