Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 20
V. Ci/raunastöðvar. 1. Aðaltilraunastöð Rœktunarfélagsins. Nokkur hluti efri tilraunastöðvarinnar var óbrotinn fyrra, en á þessu ári hafa fullar 5 dagsláttur verið brotn- ar, svo ulraunastöðin á að eins tvær dagsláttur eftir ó- brotnar af landi sínu, sem er um 25 dagsláttur að stærð. Land það, er brotið var í fyrra, var tekið til ræktunar. Var sáð höfrum í sumt af því, en sumt notað til tilrauna með grasfræsáning, fóðurrófur og tilbúinn áburð. Tilraunasvæðið hefir nú stækkað að nokkrum mun. Á árinu hafa þessar tilraunir verið gerðar í tilrauna- stöðinni: * a. Tilraunir með 41 afbrigði af jarðeþlum. Auk þess hefir verið reynt að setja jarðepli niður mismunandi djúpt, spíruð og óspíruð, klofin og heil. b. uin 20 tilraunir með fóðurrófnaafbrigði og næpur hafa verið gerðar. c. Að eins tvö gulrófuafbrigði hafa verið reynd þetta ár: íslenzkar rófur og Þrándheimsrófur. Um 50 gulrófur hafa verið teknar frá til fræöflunar. d. Allmargar matjurtategundir og skrautplöntur hafa verið reyndar sem fyr. e. Tilraunir með 6 mismunandi grasfræblandanir hafa verið gerðar. Eru tilraunir þær þrefaldar, á 18 reitum

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.