Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 13
15 frá starfsemi sinni fyrir fjelagið á undanförnum starfsárum sínum. Vottaði forseti honum þakkir fyrir vel unnin störf og góða samvinnu. 5. Lagði forseti fram fjárhagsáætlun fyrir fjelagið fyrir næsta ár og skýrði hana all-ítarlega. Síðan var fimm manna nefnd kjörin, til þess að taka fjárhagsáætlunina til íhugunar og koma fram með til- lögur um framtíðarstarfsemi fjelagsins. Pessa nefnd skipuðu: Davíð Jónsson. Axel Schiöth. Baldvin Friðlaugsson. Sigurður Einarsson. Jón Sveinsson. ó. Guðmundur Bárðarson hjelt ítarlega ræðu um fjár- málasögu og framtíðarstarfsemi fjelagsins. Voru því næst teknir til umræðu eftirfarandi liðir fram- tíðarstarfseminnar: a) Sýslubúfræðingar. b) Tvískifting framkvæmdarstjórastarfsins. c) Rekstur kúabúsins. d) Verslun og pantanir fjelagsins. e) Ársrit fjelagsins. f) Inntaka nýrra fjelaga. g) Óákveðið frá fulltrúum. Pegar hjer var komið fundinum, baðst Axel Schiöth undanþágu frá störfum í fjárhagsnefndinni vegna lasléika, og var í hans stað kosinn Kristján Sigurðsson á Dag- verðareyri. t’á lauk fundi að sinni að kvöldi. Pann 23. s. m. kl. 10 f. h. var fundur hafinn á ný.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.