Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Blaðsíða 15
17
enga skýrslu fengið um starfið; en nefndin veit eftir
munnlegum upplýsingum, að því er enn ekki nærri lokið.
Nefndin spyr:
a) Átti að borga þetta út áður en skýrsla kom?
b) Verður ekki dýr »Hafliði allur«, ef svo skal halda
áfram við alla hreppa á fjelagssvæði Ræktunarfjelagsins ?
Samþykt í því sambandi:
Aðalfundur telur fjelaginu ekki fært að gera samskonar
athuganir á svæði Rfl. Nl. og gerðar hafa verið í Svína-
vatnshreppi, og leggur til, að þeim sje hætt, og að skýrsl-
ur um árangur starfsins sjeu fengnar.«
3. Ounnari Jónatanssyni eru úr Ojafasjóði M. J. veitt-
ar kr. 50.00 í verðlaun fyrir garðrækt. Upphæðin er færð
verknámi til tekna, en rjettara hefði verið að hafa Verð-
launareikning og telja honum upphæðina til tekna eða beint
við viðskiftamannareikninginn, því verknámi kemur hún
ekki við. Retta sje til athugunar fyrir reikningshaldara. Samþ.
4. Ræsting skrifstofu hefir kostað fjelagið kr. 183.50
og virðist sú upphæð ærið há, þegar þess er gætt, hve
húsaleigan var lág. Væri ekki ástæða til að lækka þenna
lið eftirleióis. Til athugunar fyrir stjórnina. Samþykt.
5. Nefndin vill benda á, að rjett sje að reyna sem fyrst
og sem mest að hægt er að selja áhöld, er fjelagið á og
þarfnast ekki, svo sem sláttuvjelar og fleira af verkfæra-
reikningi, hallamæla af munareikningi o. fl., enda þótt
setja yrði vörurnar til muna niður, þar sem búast má
við áframhaldandi niðurgangi(l) í verði slíkra vara. Samþ.
6. Reikningur yfir árstillög til Rfl. Nl. 1921, telur 1.
jan. 1922 til skuldar hjá Pórshafnardeild kr. 87.00 og
Akureyrardeild kr. 32.00 eða alls kr. 119.20.
1922 er ekki reikningur yfir þetta, en búast má við,
að það hafi vaxið um kr. 24 00, því að í hvorri deild
eru taldir 6 menn. Skuldin ætti því að vera kr. 99.20
við Rórshafnardeild óg kr. 44.00 við Akureyrardeild.
2