Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Blaðsíða 41
43
fyrir 7 árum síðan, en voru nú orðnar úr sjer gengnar;
en í sumar bjuggu garðyrkjunemendur þær til úr hand-
þresktum rúghálmi, sem vaxið hafði hjer í StöðinnL
Einæru blómjurtunum er plantað út í garðinn, þegar
þær hafa náð hæfilegri stærð og veðráttan leyfir. En fjöl-
ærum jurtum er »priclað« í sólreiti, og þar vaxa þær
fram í ágúst. Þá er þeim plantað út í græðibeð, og þar
biða þær næsta árs. Paðan eru þær seldar til þeirra sem
hafa vilja, eða plantað út í stöðina til prýðis og nota.
Fjöldinn allur af fjölærum blómplöntum dóu í fyrravetur.
T. d. Bellis plöntur eyðilögðust hundruðum saman, að-
eins örfáar pl. sem lifðu af. Líkt fór með fleiri tegundir.
í sumar voru aftur öll beð og reitir þjettsettir gróðri, en
hve miklu af því veturinn skilar með lífi er enn ósjeð.
Nokkrar nýjar tegundir blómjurta voru reyndar í sum-
ar, en fæstar þeirra náðu nokkrum þroska, þó vil eg
nefna eina, sem spratt svo vel og blómgaðist, að öll von
ertilað hún geti ílendst hjer. Hún heitir Schizanthus Pin-
natus, og heyrir til kartöfluættarinnar. Blöðin eru ljósgræn
og fíngerð, blómin eru óregluleg að gerð og með furðu-
legu litskrúði og litbrigðum, minna mest á suðrænt fiðr-
ildi. — Jeg vænti svo mikils af þessari litlu plöntu, sem
gat gróið og dafnað í jafn köldu sumri. — Gamall ís-
lendingur vestur á Kyrrahafsströnd sendi mjer fræ af sjer-
stöku afbrigði af Gyldenlak. Jeg hefi fyr reynt með Gyl-
denlak og aldrei tekist að láta það lifa úti á veturna, en
þessar ameríksku plöntur lifðu, og uxu og blómgnðust
svo vel, sem verða mátti. Pær stóðu í blómi alt sumarið
og haustið fram í snjóa. Blómin gullgul, brúnleit og
ilmandi.
Fjöldinn af þeim blómjurtum, sem ræktaðar hafa verið
hjer í Stöðinni undanfarin ár, eru nú orðnar svo alþekt-
ar, að eg hirði ekki um að nafngreina þær. Flestar uxu
þær dável í sumar, og nokkrar ágætlega, og gegnir það