Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 32
34 Muravieff-rúgur. > Vasa Sva lQv-rúgur. St. Hans-rúgur. Reynis-rúgur. Öll afbrigðin komu hóflega upp, nema Reynis-rúgur; hann hljóp í ax og gaf því enga uppskeru í þetta sinni. Lítur helst út fyrir, að honum hafi verið sáó of snemma. Sökum votviðranna og þurkaleysis í september náði rúgurinn litlum aldinþroska — en þó fram yfir allar vonir. Allmargir tegundaeinstaklingar báru nokkurnveginn þrosk- að korn, og eitthvað öll afbrigðin (að Reynis-rúg undant.) Þó árangurinn væri lítill, hvað uppskeru snerti, þá get- ur hann þó gefið mikilvægar bendingar í þá átt, hvaða afbrigði sjeu tiltækilegust og arðvænlegust til ræktunar hjer, og i öðru lagi, á hvaða tímabili sje heppilegast að sá. Af sex fyrstu afbrigðunum eru ekki nema tvö ein, sem líkindi eru til að nái nokkrum þroska hjer; það eru af- brigðin: Petkus Kalnes og Muravieff. Tel eg engum vafa bundið, að afbrigði þessi gætu þroskað hjer fræ í góðum sumrum, svo hagur væri að. Pað var sýnilega lítill munur á sáðtímunum 30. júní og 15. júlí; en fyrsti sáðtíminn, 15. júní, var bersýnilega óheppilegastur. Afbrigðin voru þreskt og verður fræ þeirra reynt á komandi sumri. Hinum margþættu grastilraunum, sem lagðar voru sum- arið 1921 var haldið í líku horfi og áður og bætt í skarð- ið þar sem tegundir dóu. Reitir þessir eru n. k. sýnireitir. Eiga þeir að gefa bend- ingar í þá átt, hvaða grastegundir, sjer í Iagi útlendar, sjeu bestar að mynda samfeldan gróður og grassvörð. Par sem tilraunir þessar hafa staðið svo stuttan tíma, verður ekki sagt með vissu, hvaða tegundir muni halda

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.