Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Side 38
40 tíma til að búa sig undir veturinn, þroska brumin sín og kasta laufinu. Trjá- og blómplöntur voru seldar út um land eftir pöntunum, þó var eigi hægt að fullnægja að öllu stærstu pöntunum, og lágu til þess ofangréindar ástæður. Sáðreitum var enn fjölgað í vor, og trjáfræ fengið frá Danmörku, Noregi og Ameríku. Auk þess var sáð ís- lensku fræi af Birki og Reyni. Fræið spíraði yfirleitt á- gætlega, nema Ameríkska fræið reyndist ljelegt. Breytt var til með umbúnað sáðreitanna undir veturinn. Vetrar- umbúðirnar voru þyntar að miklum mun, og yfir einn reitinn var til reynslu lagður rammi með vírneti í botn- inn, ofan á vírnetið var svo lagt þunt lag af lyngi, sem annars venjulega er lagt ofan á plönturnar sjálfar. Pessir vírrammar eru notaðir víða erlendis í uppeldisreitum og þykja reynast vel. í Fögrubrekku var í vor plantað mörgum tegundum af trjám, runnum og blómjurtum. Pessum gróðri fór öll- um illa fram. Trjen festu aldrei vel rætur, laufguðust lítið, og mörg þeirra dóu á miðju sumri úr kulda og harð- rjetti. Náttúran er grimm og kærleikslaus, þegar hún kremur til dauða gróðurinn smávaxna og hjálparlausa, sem veik- ar mannshendur leggja í skaut hennar, með innilegustu óskum og vonum, gróðurinn, sem hún sjálf hefir alið og fóstrað við barm sinn. Hún er grimm og miskunarlaus, eins og mæðurnar, sem báru út í hríðina og dauðann börnin, sem þær ólu. Fagrabrekka átti að bera nafn með rentu. í þetta sinn mishepnaðist það, þó skal ekki örvænta, betur getur til- tekist síðar. Af Ribsrunnum, sólberjum, og ýmsum prýðrunnum voru settir græðlingar. Margir þeirra festu rót og litu vel út og þroskalega framan af sumri, en eigi fátt af þeim

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.