Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 43
45 pjetur, sem talinn er einhver'fljótvirkasta áburðartegund, og hefir oft reynst hjer vel, en í þetta sinn virðist hann engin eða lítil áhrif hafa. Gulrótum var sáð að haustinu, og hefir sú aðferð reynst best við ræktun gulróta, því fræið liggur 3 — 5 vikur í moldinni áður en það spírar, ef því er sáð á vorin. í þetta sinn mishepnaðist einnig þetta. Góðviðrin að haust- inu voru svo langvinn, að fræið spíraði, og eyðilagðist þar af leiðandi alt. Rauðrófur þroskuðust svo lítið, að þær voru að engu nýtar. Kúmen blómstraði sama sem ekkert, en óx þó sæmi- lega. Kjörvel, steinselja, spinat og salat mátti heita að yxi allvel, einnig maínæpur og hreðkur, enda þótt þær þroskuðust seinna en vanalega. Sjerstaklega reyndust hvítar hreðkur (Ista p.) mjög vel. Pær uxu fult svo fljótt sem hinar, trjenuðu ekkert og eru ágætlega bragðgóðar. Soðnar líkjast þær eigi svo lítið asparges á bragðið. Dill var plantað út í sólreit, og spratt þar vel, bar þroskaða sveipi í september. Reiturinn sem í fyrra var plægður upp og ætlaður til trjágræðslu, var í sumar sáður gulrófufræi. Jarðvegurinn var stífur og kaldur, og uppskera gulrófnanna því Ijeleg. Jeg vil eindregið kenna það jarðveginum, því gulrófur spretta ótrúlega vel, þó kuldatíð sje, ef þær standa í frjó- um og mildum jarðvegi og hafa nægilegan raka. Reiturinn er umgirtur af lágum birkigróðri, og heitir: Birkirjóður. Frærófur voru settar niður við suðurvegg. F*ær blómstr- uðu eigi lítið, en fæstir fræskálparnir náðu nokkrum þroska.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.