Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 50
52 röðun og $amraðanirnar geta runnið sitt þroskaskeið, eins og hvað annað. En það verða menn að hafa hug- fast, að til eru ósamræmir litgeislar, eins og ósamræmir tónar. Og það er einmitt ósamræmið, sem garðyrkjumenn þurfa að forðast við samröðun litanna. Eðli hvers Ijósgeisla er þannig, að renni hann saman við annan geisla í vissu hlutfalli, þá kemur fram hvítt. Pessir tveir litir kallast fyllingarlitir (komplementær-Iitir). Hjer á eftir er fimm tegundum fyllingarlita raðað lóð- rjett saman: Rautt. Rauðgult. Qult. Grængult. Grænt. Blágrænt. Blátt. Indigóblátt. Fjólublátt. Purpurarautt. Litur blómanna breytist á ýmsan hátt eftir samröðun- inni. Menn þurfa því að þekkja eðli þessara breytinga, til þess að geta fengið sem best samræmi. Standi tveir fyllingarlitir saman, verða litir þeirra enn hreinni og tilkomumeiri enn ella. Ef við viljum því fá áhrifamikla liti, þá er að raða saman fyllingarlitum. En ef við aftur á móti röðum saman rauðum og gul- um blómum, sem í rauninni er óhæf samröðun, þá verð- ur rauði liturinn fjólubláleitur, vegna þess hann dregur til sín fyllingarlit gula litsins, og guli liturinn grænleitur af sömu ástæðum. Það er sem sje regla, að sje tveim litum (sem ékki eru fyllingarlitir) raðað saman, þá draga þeir til sín fyll- ingarliti hvors annars og fá því altaf á sig ákveðinn lit- blæ. Á þenna hátt geta garðyrkjumenn látið blómbeð eða aðra blómasamröðun bera litblæ eftir geðþekni. Eins og áður var á drepið, er ekki hægt að segja ákveðið, hvaða blómaliti sje fallegast að velja saman; smekkur og hrifnæmi verður að ráða þar mestu um. En oftast mun best fara á því að hafa heita og kalda liti

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.