Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 51
53 sem nábúaliti. Hlutlausu litirnir geta verið með hvorum tveggju; enda er græni liturinn höfuðlitur jurtaríkisins. Sömuleiðis getur hvíti liturinn verið með flestum öðrum litum, án þess að spilla samræminu. Rautt og gult, fjólu- blátt og purpurarautt, blátt og blágrænt, grænt og gul- grænt fellur illa saman. Að sjá þessa liti samhliða, vekur óþægilega ósamræmiskend. Blaðlitir plantnanna hafa oft ekki minni þýðingu en blómlitirnir; enda eru margar plöntur ræktaðar aðeins vegna blaðanna. Verður engu að siður að gæta þeirra plantna en annara, svo þær stingi ekki um of í stúf við blómplönturnar umhverfis. Víða í görðum virðist guli liturinn vera of ríkjandi. Margar trjáplöntur hafa gulleit blöð, og er því of mikið að gert að planta miklu af gulblóma jurtum í nágrenni þeirra. Einnig gera margir of mikið að því að planta miklu saman í stað af einlitum blómjurtum. Að hafa lit- ina svo sterka, að þeir spilli fegurð nábúajurtanna, má ekki eiga sjer stað. Náttúran sjálf fer mjög gætilega að ráði sínu í þessu tilliti Hún er oft hverjum garðyrkju- manni snjallari að blanda litunum haganlega. Regar mörgum blómalitum er blandað saman í eitt og sama beð, er vandi á ferðum. Það er sem sje hætt við, að einhver einn liturinn ráði lögum og lofum. Allir lit- irnir — öll blómin þurfa að njóta sín hlutfallslega jafnt. En til þess þarf fyrst og fremst að þekkja fyrirfram lit blómategundanna og helst blómgunartíma þeirra; en auk þess og ekki hvað síst litstyrk þeirra. Kemur þá til greina, hve stórt yfirborð hver litur má taka, svo hann kasti ekki skugga á hina litina eða spilli heildarfegurðinni. Reglur fyrir þessu er erfitt að gefa, því þetta er svo mjög háð stærð blómkrónanna ög fjölda þeirra og þroska stöngulblaðanna. Pó hafa garðyrkjumenn látið uppi flatar- hlutföll nokkurra lita, og eru þau sem hjer segir: Gult

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.