Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Page 53
55 5. Rauðgult. 6. Ljósblátt. 7. Purpurarautt. 8. Grænt. Ósamræm niðurröðun. 1. Qult. 2. Grængult. 3. Grænt. 4. Ljósblátt. 5. Indigóblátt. 6. Fjólublátt. 7. Purpurarautt. 8. Rauðgult. Pegar blómvendir eru bundnir, þarf einnig að gæta fullkomins samræmis í litunum. Vöndur úr gulum, Ijós- rauðum og rauðbrúnum blómum verður aldrei nema ó- mynd, hvernig sem niðurröðunin er. En komi blái litur- inn inn á milli, er samræmi fengið. Við gerð blómvanda er hins sama að gæta og við ræktun blómanna; þessa: að hlutíöll litanna sjeu nálæg rjettu lagi. Ef binda ætti blómvönd úr 5 gullbrúðum (Eschscholt- zia), 14 bláhjálmum (Napellus), 10 rauðum nellikum (Dianthus) og 20 blöðum af leiðabrúsk (Tanacetum), þá verða hlutföllin nálæg því, sem áður var búið að gefa upp. Og þó eru þau hvergi nálæg því rjetta, sökum þess að gullbrúðan er einblóma jurt, en nellikan og blá- hjálmurinn ætíð fjölblóma. Græni liturinn verður einn- ig of sterkur, en þó ekki borinn saman við bláa litinn. Pvi fleiri blóm sem plantan ber, þvi minna þarf af henni i vöndinn, að öðru jöfnu. Sje um fjöllit blóm að ræða, er enn meiri vandi á ferðum. Pað er því auðsætt, að æfingin ræður hjer meiru

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.