Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Qupperneq 12
í 4
rfafrarnir þroskuðust svo seint, að mjög erfitt var
að þurka þá og hafa þeir því vafalaust ódrýgst mjög
mikið. Þrátt fyrir það þó þeir virðist allvel þroskaðir,
spíra þeir lítið, og er sennilegt að grómagnið hafi
eyðilagst af frosti. Af sex hafrategundum sem reynd-
ar voru, varð 1000 korna þyngdin frá 33.9 og upp í
43 gr., en grómagnið 9.3—26.0%.
Sumarið var mjög óhagstætt fyrir kornyrkju og
með tilliti til þess verður árangurinn að teljast sæmi-
legur.
f síðasta Ársriti var birt yfirlitsskýrsla um tilrauna-
starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands og var getið
þar flestra þeirra tilrauna, sem þá voru starfræktar
hjá félaginu. I þessum tilraunum hefur yfirleitt ekki
komið neitt nýtt í ljós á þessu síðastliðna ári, sem á-
stæða sé til að geta um hér. Þó má taka það fram, að
í hvítsmáratilraununum fara áhrif smárans vaxandi,
og nemur vaxtaraukinn af smáranum í 3—4 ára til-
raununum um 25 hestum af heyi pr. ha.
Til þess að gefa nokkura hugmynd um hversu um-
fangsmikill þessi þáttur í starfsemi Ræktunarfélags-
ins er, skal þess getið, að fjöldi tilrauna var síðast-
liðið sumar 25, reitafjöldi um 600 og land það, er lá
undir tilraununum, um 7 dagsláttur, en búast má við
að tilraunafjöldinn vaxi til muna á komandi sumri
vegna aukinna kornyrkjutilrauna.
II. Uppskeran.
Síðastliðið sumar var heyskapartið mjög óhagstæð
en spretta ágæt. f maímánuði voru þó sífeldir kuldar,
en þrátt fyrir það byrjaði túnasláttur hér 8. júní. í
óþurkatíð þeirri, sem hélst svo að segja allan sláttinn,
varð ekki komist hjá því, að hey hrektist allmikið, þó