Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 26
28
eftir þessum breytilegu lífsskilyrðum og- þannig breyst
i mismunandi stofna, ekki er talið útilokað, að einn
stofn af rótarbakteríum geti breyst í annan á alllöng-
um tíma, ef lífsskylyrðin útheimta það.
Samband bakteríanna við belgjurtimar er nú í
stuttu máli þannig: Bakterían, sem er mjög smá og
stafmynduð og getur verið útbreidd í jarðveginum,
ræðst á rætur jurtarinnar strax á unga aldri, þrengir
sér inn í gegnum rótarhárin og þaðan inn í barkvef
rótarinnar, þegar þangað er komið æxlast hún mjög
ört, en samtímis örfast vöxtur og skipting húðfrum-
anna á þeim stað, þar sem bakterían hefur tekið sér
bólfestu, en við það myndast gúll eða kýli á rótinni,
sem smám saman vex og myndar sepa eða æxli, með
sérkennilegri lögun fyrir hverja tegund belgjurta.
Meðan þessu fer fram tekur bakterían allmiklum
breytingum, þrútnar út og greinist. Milli bakteríunn-
ar og jurtarinnar eiga sér nú stað einskonar vöru-
skipti. Bakterían fær kolvetna- og steinefna sambönd
frá jurtinni, sem hún hagnýtir ásamt köfnunarefni
andrúmsloftsins til vaxtar og lífsframfæris, en gefur
frá sér köfnunarefnisauðug úrgansefni, sem jurtin
getur hagnýtt. Þegar rótaræxlin eldast og ræturnar
deyja, falla þau af og leysast sundur í moldinni og
geta þá köfnunarefnasambönd þeirra komið öðrum
jurtagróðri að notum, er vex við hlið belgjurtanna eða
fylgir í kjölfar þeirra. Það er því ekki einungis, að
rótarbakteríurnar fullnægi köfnunarefnisþörf belg-
jurtanna, heldur auðga þær einnig jarðveginn af þessu
verðmæta efni, er síðan getur komið öðrum gróðri
að notum.
Menn hafa eigi verið fyllilega sammála um, hvernig
bæri að líta á rótarbakteríuna og samband hennar við
belgjurtirnar. Hvort það bæri að telja hana sýkil og